Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 18
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18
Efnahagsbatinn hér á
landi sem hófst fyrir
nokkrum misserum verð-
ur sífellt öflugri. Við
höfum því miður sjaldn-
ast kunnað fótum okkar
forráð við slíkar aðstæð-
ur – við höfum viljað njóta
góðærisins í botn. Kröft-
ugum efnahagsbata hefur
því fylgt sársaukafullur
skellur. Slíkt er sjaldnast
utanaðkomandi breyting-
um að kenna. Við höfum
verið sjálfum okkur verst
með slælegri hagstjórn.
Ekki meir, ekki meir
Ég hef fengið nóg af efnahagslegri
óstjórn. Ég vil ekki að börnin mín
sem eru að koma undir sig fótun-
um þurfi að ganga í gegnum slíkt.
Ég geri þá kröfu að Alþingi, rík-
isstjórn og Seðlabanki beiti öllum
stjórntækjum í efnahagsmálum
og beinum og óbeinum áhrifum af
festu til að koma í veg fyrir enn
einn fyrirsjáanlegan efnahags-
skell.
Hagvöxtur fer á flug
Fyrirliggjandi hagtölur og spár
sýna að hagkerfið hefur tekið vel
við sér. Hagvöxtur hér á landi í
fyrra var meiri en í öðrum vest-
rænum ríkjum (3,3%). Því sama er
spáð í ár (3,7% samkvæmt Seðla-
bankanum) og á næsta ári (3,9%).
Í nýjustu spá Landsbankans er
reyndar gengið enn lengra og spáð
5,5% hagvexti á næsta ári. Slíkur
vöxtur er langt fyrir ofan það sem
önnur vestræn ríki geta búist við.
Reynslan sýnir að væntingar og
hegðun almennings, fyrirtækja og
stjórnmálamanna breytast hratt á
uppgangstímum í okkar fámenna
landi. Þess vegna vaxa
neysla og fjárfesting iðu-
lega hraðar en spáð er.
Líklegt er að svo verði
einnig á þessu vaxtar-
skeiði. Því ætti engum að
koma á óvart þó hagvöxtur
fari yfir 4% bæði í ár og á
næsta ári.
Déjà vu
Við höfum oft verið í
þessari hagvaxtarstöðu
áður. Og spárnar núna
sýna að fylgikvillarnir
verða þeir sömu og áður: Vaxandi
einkaneysla, minnkandi sparn-
aður, versnandi viðskiptajöfnuð-
ur, hækkandi verðbólga og hækk-
andi vextir. Einnig má búast við
vaxandi óróleika á vinnumarkaði
og sjást þess þegar glögg merki.
Samkvæmt spá OECD mun okkur
takast á næsta ári að velta Mexíkó
úr sessi með næsthæstu verðbólgu
meðal aðildarríkjanna (Tyrkland
trónir mun ofar). Við verðum þá
komin á gamalkunnan stað: Sú
vestræna þjóð sem verst tök hefur
á verðbólgu.
Fjármálaráðherra skilur og vill
Af endurteknum orðum Bjarna
Benediktssonar, fjármála- og efna-
hagsráðherra má ráða að hann
áttar sig vel á stöðu og horfum í
efnahagsmálum. Þá hefur hann
ítrekað rætt um nauðsyn þess að
beita aga við hagstjórn. Í Morgun-
blaðinu 24. maí er haft eftir honum
að brýnt sé að gæta áfram aðhalds
í ríkisfjármálum á næstu árum og
tryggja að fjármál ríkisins ýti ekki
undir verðbólgu. Hann sagði rétti-
lega: „Við getum á mjög skömmum
tíma sveiflast úr samdráttarskeiði
yfir í þess háttar uppgangstíma,
að við þurfum að fara að gæta
að okkur, að valda ekki beinlín-
is verðbólgu með því að slaka á
aðhaldinu.“
Tími athafna
Í þessu samhengi er ástæða til að
rifja upp orð Bjarna á ársfundi
Seðlabankans í mars: „... tímabært
að við förum að búa okkur undir að
vinna á móti þenslu til að tryggja
varanlegan stöðugleika.“ Bjarni
hlýtur að meina það sem hann
segir. Því segi ég: Fjárlagafrum-
varpið sem Bjarni leggur fram á
Alþingi eftir þrjá mánuði verður
að sýna myndarlegan afgang að
frátöldum tekjum af hugsanlegri
eignasölu og arðgreiðslu frá bönk-
um. Það verður að stíga á vaxtar-
bremsurnar, ekki til að nauðhemla
heldur til að hægja á. Allt annað er
efnahagslegur glannaskapur.
Jafnframt vona ég að í fjárlaga-
frumvarpinu komi fram staðfastur
og vaxandi metnaður ríkisstjórn-
arinnar til hvers kyns skipulagsúr-
bóta og hagræðingar í ríkisrekstri.
Þá er ekki síður mikilvægt að rík-
isvaldið beiti öllum sínum úrræð-
um til að ýta enn frekar undir
samkeppni og aukna framleiðni á
öllum sviðum þjóðfélagsins. Það
er vænlegasta leiðin til að tryggja
að við ráðum við öran hagvöxt ár
eftir ár án þess að allt fari úr bönd-
unum. Þannig komast lífskjör hér
á landi í fremstu röð og geta verið
þar til langframa.
Varnaðarorð um hagstjórn
Nú í sumarbyrjun ársins
2014 er batinn auðsær í
íslensku efnahagslífi. Eftir
tímabundið bakslag á síð-
asta ári hefur hagkerf-
ið tekið aftur við sér og
samkvæmt uppfærðri spá
Seðlabanka Íslands er útlit
fyrir 3,7% hagvöxt á þessu
ári sem er 1% hækkun á
fyrri spá. Einnig er gert
ráð fyrir enn meiri hag-
vexti á næsta ári en áður
var spáð. Aðrir greiningaraðilar
hafa jafnvel verið að spá töluvert
meiri hagvexti en Seðlabankinn.
Fram til þessa hefur vöxtur hag-
kerfisins einkum stafað af útflutn-
ingi, einkum þó þjónustuútflutn-
ingi og ferðaþjónustu. Nú er útlit
fyrir að fjárfesting, sem hefur
sárlega vantað, sé að taka við sér.
Er bæði um að ræða fjárfestingu
í iðnaði sem og í mannvirkjagerð.
Aukin umsvif í hagkerfinu hafa
skilað sér í lægra atvinnuleysi
en samhliða hefur verið aukinn
órói á vinnumarkaði. Líklega er
of snemmt að segja til um hvaða
langtímaáhrif nýir samningar
muni hafa á kjör launafólks og
hagkerfið í heild sinni. Í ofanálag
koma til framkvæmda skuldaleið-
réttingar verðtryggðra íbúðalána
á haustmánuðum sem ættu að hafa
jákvæð áhrif á stöðu heimilanna
og þannig hvetja áfram einka-
neyslu.
Veikleiki Íslands
Hagkerfið er nú í þeirri stöðu að
saman fer hraður hagvöxtur og lág
verðbólga. Hins vegar hefur veik-
leiki Íslands iðulega legið í stöðu
greiðslujafnaðar. Sterkt gengi
krónunnar hefur m.a. haldið verð-
bólgu niðri en spurning er hversu
lengi hagkerfið þolir svo sterka
krónu miðað við þær spár að hag-
kerfið sé komið í spennu strax í lok
þessa árs. Óhjákvæmilegt er að
einkaneysla aukist með vaxandi
hagvexti sem hefur í för með sér
aukinn innflutning og þ.a.l. versn-
andi vöruskiptajöfnuð og mögu-
legan þrýsting á krónuna. Það er
því ef til vill ekki að undra að verð-
bólguvæntingar til næstu ára hafa
ekki lækkað til jafns við skamm-
tíma verðbólgu sem gefur mögu-
lega til kynna að núverandi jafn-
vægi hagkerfisins sé tímabundið.
Yfir öllum spám og áætlun-
um hvílir þó óvissan um áætlun
afnáms gjaldeyrishafta þ.e. hvern-
ig og hvenær þau skref verða stig-
in. Betri staða þjóðarbúsins, skýr
stefna í ríkisfjármálum og niður-
greiðsla skulda ætti að stuðla að
betra lánshæfi og laða að frekari
erlenda fjárfestingu sem hlýtur
til lengri tíma að vera grundvöll-
ur fyrir bæði háu fjárfestingar-
stigi og hröðum hagvexti. Það ætti
því að vera forgangsmál að opna
landið fyrir frjálsum fjármagns-
flutningum að fullu, hvort sem það
sé gert með eða án íslensku krón-
unnar.
Birtir yfi r
GRÆN OG
GÓMSÆT
➜ Yfi r öllum spám
og áætlunum hvílir
þó óvissan um áætlun
afnáms gjaldeyris-
hafta þ.e. hvernig og
hvenær þau skref
verða stigin.
EFNAHAGSMÁL
Valdimar Ármann
framkvæmdastjóri
sjóða hjá GAMMA
EFNAHAGSMÁL
Finnur
Sveinbjörnsson
hagfræðingur,
stjórnarmaður
og ráðgjafi
➜ Við verðum þá komin
á gamalkunnan stað: Sú
vestræna þjóð sem verst tök
hefur á verðbólgu.