Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2014 | SKOÐUN | 17 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Ef skuldaleiðréttingin er réttlætismál, hvar er þá mitt réttlæti, herra Sig- mundur Davíð? Ég kaus Framsóknar- flokkinn í síðustu alþing- iskosningum vegna þess að sá flokkur lofaði mestu þegar kom að því að leið- rétta verðtryggðar skuld- ir heimilanna. Mér leist ágætlega á þær tillögur sem kynntar voru í nóvember síð- astliðnum þó svo að ég hafi verið á þeirri skoðun að það réttasta í stöðunni væri að leiðrétta einung- is lán þeirra sem keyptu fasteign á árunum 2005-2009. Það er nefni- lega eini hópurinn sem varð fyrir forsendubresti, þar sem eignaverð lækkaði á tímum óðaverðbólgu á þessu tímabili. Skuldaleiðréttingin hefur hins vegar tekið töluverðum breyt- ingum síðan hún var fyrst kynnt til sögunnar. Það átti að leiðrétta tímabilið frá 2007-2010 og leið- réttingin átti að taka til þess hluta verðbólgu sem fór yfir 4,8% á þessu tímabili. Síðan þá hafa ansi mörg lauf fallið af fallega Fram- sóknartrénu. Leiðréttingartíma- bilið hefur verið stytt í tvö ár auk þess sem fallið hefur verið frá vísi- töluviðmiðinu (4,8%) og 80 millj- arða hámark sett á niðurfellinguna sem þýðir að leiðrétting hvers og eins skerðist ef yfir 92% skuldara sækja um. Ákveðið var að fara „almenna leið“ í nafni sanngirni, jafnræð- is og réttlætis. En þegar niður- stöður umsækjenda verða birtar í haust er ég hræddur um að margir þeir sem gerðu sér væntingar um skuldaleiðréttingu muni vakna upp við vondan draum. Fólki er mis- munað eftir hjúskaparstöðu auk þess sem lánsveðshluti fólks er ekki leiðréttur þar sem veðið hvíl- ir á annarri eign. Einnig geta þeir sem eru búsettir erlendis og hafa selt sína eign eða greitt upp sín lán ekki sótt sína leiðréttingu þar sem hún er framkvæmd í gegnum skattkerfið. Skuldaleiðréttingarfrumvarpið tilgreinir „heimili“ í stað þess að horfa á lántaka/skuldara í hverju tilviki fyrir sig. Enginn greinar- munur er gerður á því hvort um er að ræða skyldmenni sem búa saman, hjón eða sambúðarfólk. Lögin eru samt skýr að því leyti að sambúð veitir engan rétt né skyldur yfir eignum og skuldum sambýlisaðila líkt og í hjónabandi. Samt sem áður er réttur sambúð- arfólks til skuldaleiðréttingar skertur vegna maka og hafi ein- staklingur verið í sambúð á árun- um 2008-2009 í heild eða hluta, en er í annarri sambúð í lok árs 2013, þá getur viðkomandi lent í tvö- faldri skerðingu. Árið 2008 var ég í skráðri sam- búð en þrátt fyrir að mín fyrr- verandi sambýliskona hafi aldrei verið skráð fyrir eigninni né skuldinni er henni veitt skatta- ívilnun og minn réttur til leiðrétt- ingar skertur á móti. Við vorum einungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendubrest- ur? Seinnihluta ársins 2013 hóf ég sambúð að nýju. Samkvæmt frum- varpinu er ég og mín nýja sam- býliskona skráð sem „heimili“. Við það skerðist minn hlutur enn og aftur og í þetta skipti niður í núll á þeim forsendum að sambýliskonan fékk 110% leiðréttingu árið 2011, löngu áður en við kynntumst. Ég spyr aftur: Hvað kemur það mér við að sambýliskona mín hafi fengið leiðréttingu áður en ég kynntist henni? Hvaða máli skipt- ir hjúskaparstaða mín núna, 5-6 árum eftir leiðréttingartímabil- ið, og þá sérstaklega þar sem hún hefur breyst frá leiðréttingartíma- bilinu auk þess sem einungis er um sambúð að ræða? Ég á ekkert til- kall til íbúðar núverandi sambýlis- konu minnar, hvorki nú né við frá- fall eða sambúðarslit, samt er réttur minn skertur vegna þessa. Mín lán hafa hækkað yfir 50% á níu árum og er eignin mín veru- lega yfirveðsett í dag. Ég spyr því: Hvernig er hægt að kalla þetta almenna aðgerð ef einstaklingar eins og ég, sem þurfa hvað mest á niðurfellingu að halda, eru skild- ir eftir vegna galla í útfærslu á meðan fólk sem borgar auðlegð- arskatt fær sína leiðréttingu að hjúskaparskilyrðum uppfylltum? Hvar er mitt jafnrétti, mín sann- girni og mitt réttlæti í þessum aðgerðum, hæstvirtur forsætis- ráðherra? Opið bréf til forsætisráðherra SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR 500.000 kr. afsláttu r! Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568 1500 - Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568 1555 - Vefsíða: www.thor.is Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímarit- inu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síð- ustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn auk- ist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjung- ur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þess- um skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fylli- lega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðs- föllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völd- um. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykur- sýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdóm- um. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verð- ur stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feit- ir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Fitubollurnar FJÁRMÁL Kjartan Geirsson viðskiptafræðingur ➜ Við vorum ein- ungis skráð í sambúð þetta eina ár og er þá von að ég spyrji: Hver var hennar forsendu- brestur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.