Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2014 | FRÉTTIR | 11 ATVINNUMÁL Tæplega 600 sumar- starfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöð- um, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum. Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda und- anfarna daga. Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 ungmennum á aldrinum 14 til 17 ára í honum. Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar. - fb 600 ráðnir í Kópavogi: Allir fengu sumarstarf SVEITARSTJÓRNARMÁL S-listi Sam- fylkingarinnar og óháðra borgara og D-listi sjálfstæðismanna og óháðra hafa gert með sér sam- komulag um samstarf í meiri- hluta bæjarstjórnar Sandgerðis- bæjar kjörtímabilið 2014-2018. Listarnir, sem hlutu fjóra af sjö bæjarfulltrúum í sveitar- stjórnarkosningunum, hafa kom- ist að samkomulagi um að Sigrún Árnadóttir verði áfram bæjar- stjóri Sandgerðisbæjar, Ólafur Þór Ólafsson verði forseti bæjar- stjórnar og Hólmfríður Skarp- héðinsdóttir formaður bæjarráðs. Stefnt er að því að fyrsti bæjar- stjórnarfundur nýs kjörtímabils verði 18. júní og þar verður sam- eiginleg málefnasýn listanna lögð fram. - fb Samkomulag í Sandgerði: Sigrún áfram bæjarstjóri SAMKEPPNI Úrslit í hugmynda- samkeppni um skipulag háskóla- svæðisins voru kynnt á Háskóla- torgi. Sex tillögur bárust og var þátt- taka mun minni en búist var við. Tvær tillögur voru valdar og skipta þær með sér 2. og 3. verðlaunum. Þær þóttu hvorug gera áherslum dómnefndar full- nægjandi skil og því lenti hvorug þeirra í fyrsta sæti. VA arkitekt- ar áttu aðra tillöguna en hina áttu ASK arkitektar. Í báðum tillög- unum sést að hægt er að koma umtalsverðu byggingarmagni fyrir á svæðinu. Háskóli Íslands hefur því möguleika á að vaxa á þessum stað en stofnanir og fyrir tæki á svæðinu gætu jafn- framt notið sín. - fb Úrslit í samkeppni hjá HÍ: Enginn hreppti fyrsta sætið AKRANES Bæjarráð Akraneskaup- staðar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem liggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um staðsetningu höfuðstöðva sýslu- manns- og lögreglustjóraembætta á Vestur landi. Hvorki er gert ráð fyrir að lögreglustjóri né sýslu- maður verði staðsettur á Akra- nesi. Í hugmyndum ráðuneytis- ins um væntanlegar breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslu- mannsembætta er gert ráð fyrir að aðsetur sýslumanns verði í Stykkis hólmi og aðsetur lögreglu- stjóra í Borgarnesi. Akranes er langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi með tæplega 7.000 íbúa og að auki er Grundartangi í næsta nágrenni við kaupstaðinn og þar eru á annað þúsund manns daglega við störf. Auk þess eru tvær hafnir með mikla starfsemi á svæðinu. Akraneskaupstaður gerir kröfu um að lögreglustjóraembættið, hið minnsta, verði staðsett á Akra- nesi. Langfjölmennasta lögreglu- liðið á Vesturlandi er á Akranesi, þar er eina lögreglustöðin á svæð- inu með sólarhringsvakt enda er málafjöldinn langmestur þar. Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið stað- sett á Akranesi frá árinu 2007 þar sem byggst hefur upp mikil sér- þekking og nauðsyn þess að hafa yfirstjórn lögreglu og rannsókn- ardeild á sama stað er augljós og öllum kunn, segja Akurnesingar. - jme Akurnesingar ósáttir við ákvörðun innanríkisráðuneytis um að lögreglustjóri Vesturlands verði í Borgarnesi: Vilja fá lögreglustjóraembættið á Skagann NÝTT SKIPULAG Akurnesingar eru andsnúnir hugmyndum innanríkisráðu- neytisins um að sýslumaður Vesturlands verði í Stykkishólmi og lögreglustjórinn í Borgarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AÐ STÖRFUM Sumarstarfsmaður í Yndisgarðinum sem er í Fossvoginum. SAMSTARF Frá vinstri: Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, oddviti D-listans, Ólafur Þór Ólafsson, oddviti S-listans, og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri. MYND/JÓN BEN EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.