Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. júní 2014 | FRÉTTIR | 11
ATVINNUMÁL Tæplega 600 sumar-
starfsmenn 18 ára og eldri hafa
hafið störf hjá Kópavogsbæ.
Flestir vinna við garðyrkju,
hirðingu og fegrun bæjarins en
sumarstarfsmenn sinna einnig
afleysingum á ýmsum vinnustöð-
um, til dæmis á leikskólum og í
sundlaugunum.
Allir sem sóttu um starf hjá
bænum fengu boð um starf og er
verið að vinna í að ljúka við að
bjóða þeim starf sem hafa verið
að bætast í hóp umsækjenda und-
anfarna daga. Í næstu viku hefur
Vinnuskólinn svo göngu sína en
gert er ráð fyrir tæplega 1.000
ungmennum á aldrinum 14 til 17
ára í honum. Þau vinna aðallega
við fegrun Kópavogsbæjar. - fb
600 ráðnir í Kópavogi:
Allir fengu
sumarstarf
SVEITARSTJÓRNARMÁL S-listi Sam-
fylkingarinnar og óháðra borgara
og D-listi sjálfstæðismanna og
óháðra hafa gert með sér sam-
komulag um samstarf í meiri-
hluta bæjarstjórnar Sandgerðis-
bæjar kjörtímabilið 2014-2018.
Listarnir, sem hlutu fjóra af
sjö bæjarfulltrúum í sveitar-
stjórnarkosningunum, hafa kom-
ist að samkomulagi um að Sigrún
Árnadóttir verði áfram bæjar-
stjóri Sandgerðisbæjar, Ólafur
Þór Ólafsson verði forseti bæjar-
stjórnar og Hólmfríður Skarp-
héðinsdóttir formaður bæjarráðs.
Stefnt er að því að fyrsti bæjar-
stjórnarfundur nýs kjörtímabils
verði 18. júní og þar verður sam-
eiginleg málefnasýn listanna lögð
fram. - fb
Samkomulag í Sandgerði:
Sigrún áfram
bæjarstjóri
SAMKEPPNI Úrslit í hugmynda-
samkeppni um skipulag háskóla-
svæðisins voru kynnt á Háskóla-
torgi.
Sex tillögur bárust og var þátt-
taka mun minni en búist var við.
Tvær tillögur voru valdar
og skipta þær með sér 2. og 3.
verðlaunum. Þær þóttu hvorug
gera áherslum dómnefndar full-
nægjandi skil og því lenti hvorug
þeirra í fyrsta sæti. VA arkitekt-
ar áttu aðra tillöguna en hina áttu
ASK arkitektar. Í báðum tillög-
unum sést að hægt er að koma
umtalsverðu byggingarmagni
fyrir á svæðinu. Háskóli Íslands
hefur því möguleika á að vaxa
á þessum stað en stofnanir og
fyrir tæki á svæðinu gætu jafn-
framt notið sín. - fb
Úrslit í samkeppni hjá HÍ:
Enginn hreppti
fyrsta sætið
AKRANES Bæjarráð Akraneskaup-
staðar mótmælir harðlega þeim
hugmyndum sem liggja fyrir
hjá innanríkisráðuneytinu um
staðsetningu höfuðstöðva sýslu-
manns- og lögreglustjóraembætta
á Vestur landi. Hvorki er gert ráð
fyrir að lögreglustjóri né sýslu-
maður verði staðsettur á Akra-
nesi.
Í hugmyndum ráðuneytis-
ins um væntanlegar breytingar
á starfsemi lögreglu- og sýslu-
mannsembætta er gert ráð fyrir
að aðsetur sýslumanns verði í
Stykkis hólmi og aðsetur lögreglu-
stjóra í Borgarnesi.
Akranes er langfjölmennasti
byggðarkjarninn á Vesturlandi
með tæplega 7.000 íbúa og að auki
er Grundartangi í næsta nágrenni
við kaupstaðinn og þar eru á
annað þúsund manns daglega við
störf. Auk þess eru tvær hafnir
með mikla starfsemi á svæðinu.
Akraneskaupstaður gerir kröfu
um að lögreglustjóraembættið, hið
minnsta, verði staðsett á Akra-
nesi. Langfjölmennasta lögreglu-
liðið á Vesturlandi er á Akranesi,
þar er eina lögreglustöðin á svæð-
inu með sólarhringsvakt enda er
málafjöldinn langmestur þar.
Miðlæg rannsóknardeild fyrir
allt Vesturland hefur verið stað-
sett á Akranesi frá árinu 2007 þar
sem byggst hefur upp mikil sér-
þekking og nauðsyn þess að hafa
yfirstjórn lögreglu og rannsókn-
ardeild á sama stað er augljós og
öllum kunn, segja Akurnesingar.
- jme
Akurnesingar ósáttir við ákvörðun innanríkisráðuneytis um að lögreglustjóri Vesturlands verði í Borgarnesi:
Vilja fá lögreglustjóraembættið á Skagann
NÝTT SKIPULAG Akurnesingar eru
andsnúnir hugmyndum innanríkisráðu-
neytisins um að sýslumaður Vesturlands
verði í Stykkishólmi og lögreglustjórinn í
Borgarnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AÐ STÖRFUM Sumarstarfsmaður í
Yndisgarðinum sem er í Fossvoginum.
SAMSTARF Frá vinstri: Hólmfríður
Skarphéðinsdóttir, oddviti D-listans,
Ólafur Þór Ólafsson, oddviti S-listans, og
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri.
MYND/JÓN BEN EINARSSON