Fréttablaðið - 10.06.2014, Page 52
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
Þú finnur „Kia Motors Ísland“
á Facebook
Þetta er átta manna latínband sem
er að fara að spila mína músík
í Dalabúð ásamt söngvurum og
danskennara,“ segir Tómas R. Ein-
arsson um tónleika sem hann held-
ur heima í Búðardal annað kvöld.
„Þetta eru félagar mínir úr latín-
böndum í gegnum árin, svo verður
tónleikagestum kenndur salsadans
í hléinu þar sem tónlistin eftir hlé
verður dansvænni en fyrri hlut-
inn og eins gott að fólk viti hvern-
ig það á að bera sig að.“
Ástæðan fyrir þessu tónleika-
haldi er dálítið óvenjuleg. „Ég
er alinn upp inni í Hvammssveit
í Dalasýslu og þetta er í fyrsta
sinn sem ég kem á mínar heima-
slóðir með stórt latínband,“ segir
Tómas. „Tónleikarnir verða síðan
ramminn í heimildarmynd sem
verið er að gera um mig. Hún
nefnist Latínvíkingurinn og aðal-
persónan mætir á heimaslóðir
með músíkina sem hefur orðið
til vítt og breitt um veröldina.“
Það eru ekki bara gamlir
félagar Tómasar í bandinu því
þeir sem að heimildarmynd-
inni standa tengjast honum líka
í gegnum tónlistina. „Framleið-
andinn heitir Sigurður G. Val-
geirsson og spilaði með mér
í hljómsveit fyrir 32 árum,“
útskýrir Tómas. „Handritshöf-
undurinn spilaði líka í þeirri
hljómsveit og sá heitir Sveinbjörn
I. Baldvinsson.“
Stórhljómsveit Tómasar R. er,
auk hans sjálfs og söngvaranna
Sigríðar Thorlacius og Bóg-
ómíl Font, skipuð þeim Kjartani
Hákonarsyni, Óskari Guðjóns-
syni, Samúel Jóni Samúelssyni,
Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór
Jónssyni, Matthíasi MD Hem-
stock og Sigtryggi Baldurssyni.
Um danskennsluna sér Jóhannes
Agnar Kristinsson.
Staðurinn er félagsheimilið
Dalabúð í Búðardal annað kvöld
klukkan 20.30 og aðgangur er
ókeypis. fridrikab@frettabladid.is
Latínvíkingurinn snýr
aft ur heim í Búðardal
Stórhljómsveit Tómasar R. Einarssonar sækir Dalamenn heim annað kvöld
og býður þeim á tónleika í Dalabúð. Tilefnið er taka á heimildarmynd um
hljómsveitarstjórann sem á ættir að rekja vestur í Hvammssveit.
LATÍNVÍKINGURINN „Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem
verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðalpersónan mætir á
heimaslóðir með músíkina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nei, nei, þú ert ekkert að trufla
mig, ég er bara í H&M í Sankti
Pétursborg, ekkert stress,“ segir
Hallveig Rúnarsdóttir sópran-
söngkona þegar falast er eftir smá
símaspjalli um tónleikana Nætur-
galinn, sem haldnir verða í Nor-
ræna húsinu í kvöld. „Svo er ég
á leið til New York en ég stoppa
heima á milli til að syngja á þess-
um tónleikum.“
Yfirskrift tónleikanna, sem
eru liður í tónleikaröðinni Klassí
í Vatnsmýrinni, er Næturgalinn.
Titill tónleikanna vísar í söng-
flokkinn Sieben frühe Lieder eftir
Alban Berg sem er á efnisskránni.
„Næturgalinn er eitt ljóðanna í
þessum stórfenglega ljóðaflokki,
sem eru sjö æskuljóð, en tengingin
við söngvarann og sönginn er auð-
vitað líka augljós,“ segir Hallveig.
Árni Heimir Ingólfsson leikur á
píanóið og á efnisskránni eru söng-
lög eftir Wolf, Schumann, Berg,
Sibelius, Poulenc og Sondheim.
Hallveig var á fimmtudaginn
tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir
hlutverk sitt í Carmen Íslensku
óperunnar og hún segist búast við
því að halda áfram að syngja með
óperunni í haust. „Svo verð ég
með ansi marga tónleika í sumar,
fyrir utan það að þurfa að sinna
daglegu lífi, auðvitað,“ segir hún
hlæjandi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20
í kvöld og verða aðrir tónleikarnir
á sjötta starfsári tónleikaraðarinn-
ar Klassík í Vatnsmýrinni, sem er
tónleikaröð FÍT-klassískrar deild-
ar FÍH í samvinnu við Norræna
húsið. - fsb
Næturgalinn vísar
líka til söngvarans
Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Árni
Heimir Ingólfsson píanóleikari í Norræna húsinu.
NÆTURGALINN „Næturgalinn er eitt
ljóðanna í þessum stórfenglega ljóða-
flokki Albans Berg,“ segir Hallveig um
yfirskrift tónleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MENNING