Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 52
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Þetta er átta manna latínband sem er að fara að spila mína músík í Dalabúð ásamt söngvurum og danskennara,“ segir Tómas R. Ein- arsson um tónleika sem hann held- ur heima í Búðardal annað kvöld. „Þetta eru félagar mínir úr latín- böndum í gegnum árin, svo verður tónleikagestum kenndur salsadans í hléinu þar sem tónlistin eftir hlé verður dansvænni en fyrri hlut- inn og eins gott að fólk viti hvern- ig það á að bera sig að.“ Ástæðan fyrir þessu tónleika- haldi er dálítið óvenjuleg. „Ég er alinn upp inni í Hvammssveit í Dalasýslu og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem á mínar heima- slóðir með stórt latínband,“ segir Tómas. „Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðal- persónan mætir á heimaslóðir með músíkina sem hefur orðið til vítt og breitt um veröldina.“ Það eru ekki bara gamlir félagar Tómasar í bandinu því þeir sem að heimildarmynd- inni standa tengjast honum líka í gegnum tónlistina. „Framleið- andinn heitir Sigurður G. Val- geirsson og spilaði með mér í hljómsveit fyrir 32 árum,“ útskýrir Tómas. „Handritshöf- undurinn spilaði líka í þeirri hljómsveit og sá heitir Sveinbjörn I. Baldvinsson.“ Stórhljómsveit Tómasar R. er, auk hans sjálfs og söngvaranna Sigríðar Thorlacius og Bóg- ómíl Font, skipuð þeim Kjartani Hákonarsyni, Óskari Guðjóns- syni, Samúel Jóni Samúelssyni, Ómari Guðjónssyni, Davíð Þór Jónssyni, Matthíasi MD Hem- stock og Sigtryggi Baldurssyni. Um danskennsluna sér Jóhannes Agnar Kristinsson. Staðurinn er félagsheimilið Dalabúð í Búðardal annað kvöld klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. fridrikab@frettabladid.is Latínvíkingurinn snýr aft ur heim í Búðardal Stórhljómsveit Tómasar R. Einarssonar sækir Dalamenn heim annað kvöld og býður þeim á tónleika í Dalabúð. Tilefnið er taka á heimildarmynd um hljómsveitarstjórann sem á ættir að rekja vestur í Hvammssveit. LATÍNVÍKINGURINN „Tónleikarnir verða síðan ramminn í heimildarmynd sem verið er að gera um mig. Hún nefnist Latínvíkingurinn og aðalpersónan mætir á heimaslóðir með músíkina.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nei, nei, þú ert ekkert að trufla mig, ég er bara í H&M í Sankti Pétursborg, ekkert stress,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir sópran- söngkona þegar falast er eftir smá símaspjalli um tónleikana Nætur- galinn, sem haldnir verða í Nor- ræna húsinu í kvöld. „Svo er ég á leið til New York en ég stoppa heima á milli til að syngja á þess- um tónleikum.“ Yfirskrift tónleikanna, sem eru liður í tónleikaröðinni Klassí í Vatnsmýrinni, er Næturgalinn. Titill tónleikanna vísar í söng- flokkinn Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg sem er á efnisskránni. „Næturgalinn er eitt ljóðanna í þessum stórfenglega ljóðaflokki, sem eru sjö æskuljóð, en tengingin við söngvarann og sönginn er auð- vitað líka augljós,“ segir Hallveig. Árni Heimir Ingólfsson leikur á píanóið og á efnisskránni eru söng- lög eftir Wolf, Schumann, Berg, Sibelius, Poulenc og Sondheim. Hallveig var á fimmtudaginn tilnefnd til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sitt í Carmen Íslensku óperunnar og hún segist búast við því að halda áfram að syngja með óperunni í haust. „Svo verð ég með ansi marga tónleika í sumar, fyrir utan það að þurfa að sinna daglegu lífi, auðvitað,“ segir hún hlæjandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og verða aðrir tónleikarnir á sjötta starfsári tónleikaraðarinn- ar Klassík í Vatnsmýrinni, sem er tónleikaröð FÍT-klassískrar deild- ar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. - fsb Næturgalinn vísar líka til söngvarans Hallveig Rúnarsdóttir sópransöngkona og Árni Heimir Ingólfsson píanóleikari í Norræna húsinu. NÆTURGALINN „Næturgalinn er eitt ljóðanna í þessum stórfenglega ljóða- flokki Albans Berg,“ segir Hallveig um yfirskrift tónleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.