Fréttablaðið - 10.06.2014, Page 16
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Beiting kynferðisofbeldis í stríði er meðal
alvarlegustu mannréttindabrota sem eiga
sér stað á okkar dögum. Það er erfitt að
skjalfesta sannanir um það og enn erfið-
ara að rannsaka það. Fremjendur slíkra
brota eira engu, því þetta snýst ekki um
kynlíf heldur ofbeldi, drottnun og að
útbreiða ótta og skelfingu. Það gengur
ekki lengur að maður með byssu fyrir-
skipi eða fremji nauðgun og komist upp
með það refsingarlaust vegna þess að
glæpurinn var framinn í stríði. Rétt eins
og þjóðir heims gátu komið sér saman um
að úthýsa jarðsprengjum af vígvöllum
mun heimsbyggðin nú verða að koma sér
saman um að binda enda á beitingu kyn-
ferðisofbeldis í stríðsátökum.
Dagana tíunda til þrettánda júní munu
breski utanríkisráðherrann William
Hague og sérlegur erindreki SÞ, Angel-
ina Jolie, verða gestgjafar alþjóðlegrar
ráðstefnu sem markar hápunkt hnatt-
rænnar herferðar sem helguð er þessu
markmiði. Ráðstefnan ber yfirskriftina
Global Summit to End Sexual Violence
in Conflict. Hana munu sækja fulltrúar
ríkisstjórna, borgarasamtaka, herja og
dómskerfa mikils fjölda landa úr öllum
heimsálfum. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda
verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra. Almenningi er líka boðið að taka
virkan þátt. Úti um allan heim mun fólk
sameinast um kröfuna um að nauðganir og
kynferðisofbeldi verði fjarlægt úr vopna-
búri grimmdarinnar.
Sá stuðningur sem Íslendingar hafa
veitt þessari herferð er dýrmætur. Eftir
hádegið í dag munu forsætisráðherra og
fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands,
ásamt mörgu fleira fólki, standa með mér
í Breska sendiráðinu að því að lýsa sam-
stöðu þjóða okkar í baráttunni gegn kyn-
ferðisofbeldi í stríði.
Hver sá sem þetta les er líka hvattur til
að taka þátt. Að lestri þessa greinarstúfs
loknum hvet ég þig, lesandi góður, til að
fara á Youtube og horfa þar á stuttmynd-
ina Don‘t believe the thumbnail, this is the
stuff for nightmares. Hún sýnir hrylling
nauðgana og kynferðisofbeldis frá sjón-
arhóli barns á einu af ótal átakasvæðum
heimsins. Ég er viss um að það mun breyta
heimsmynd þinni að horfa á þessa mynd.
Þú getur svo tekið þátt í umræðunni á
samfélagsmiðlum undir #TimeToAct og
fylgst með á Facebook- og Twitter-síðum
sendiráðsins undir notandanafninu ukini-
celand. Láttu orðið berast meðal vina og
vandamanna, og legðu þitt af mörkum til
að binda enda á þessa hroðalegu glæpi.
Stöðvum stríðsnauðganir
Goldberg tilbrigðin
Davíð Þór Jónsson, Kathryn Stott,
Víkingur Heiðar Ólafsson
13. júní. 20.00. Norðurljós.
4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ.
Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com
F
yrir um níu árum birti danska dagblaðið Jyllands-Posten
skopmyndir af Múhameð spámanni. Viðbrögðin urðu
ofsafengin. Ýmsir litu á myndirnar sem afsprengi fordóma
gegn múslimum í Danmörku eða að þetta væri slíkt mál
að sýna þyrfti sérstaka tillitsemi og kröfðust afsökunar-
beiðni. Ritstjórarnir neituðu og teiknarar urðu að fara í felur vegna
morðhótana. Við þekkjum atburðina sem fylgdu og hina mikil-
vægu umræðu sem fram fór – öldur lægði að lokum og má segja
að tjáningarfrelsið hafi unnið á endanum. Reiðin vegna nokkurra
skopteikninga kom flestum á Vesturlöndum í opna skjöldu.
Óvænt eignuðumst við okkar litla skopmyndamál hér á Íslandi.
Á kjördag birti Fréttablaðið
teikningu eftir Gunnar Karlsson
af frambjóðendum í Reykjavík.
Á myndinni má sjá einstakling
með hvíta slæðu. Gunnar sagði
í samtali við Vísi á kjördag að
hann væri ekki að koma neinni
afgerandi afstöðu á framfæri
heldur væri þetta vísan til þess að umræðan í kosningabaráttunni
hafi snúist heldur mikið um útspil Sveinbjargar Birnu Svein-
björnsdóttur, oddvita Framsóknarflokks í Reykjavík, um að rétt
væri að afturkalla lóðarúthlutun til Félags múslima á Íslandi.
Ýmsir urðu til að móðgast fyrir hönd Sveinbjargar. Kosninga-
stjóri flokksins sagði að með birtingu skopmyndarinnar hefði
Fréttablaðið opinberað hatur sitt á Sveinbjörgu. Það er auðvitað
af og frá. Skopteiknarar blaðsins fá engin fyrirmæli um hvað þeir
skuli teikna. Sjálf tók Sveinbjörg teikningunni illa. Í umræðu-
þættinum Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag sagði hún að henni hefði
sárnað mjög skopmyndin og hún velti því fyrir sér hvort henni og
börnunum væri vært á Íslandi eftir birtingu myndarinnar.
Nú ber til þess að líta, og er þá tekið mið af umræðu á netinu,
að líklegt er að margir sem fordæma umrædda skopmynd hafi
furðað sig á fárinu vegna teikninganna í Jyllands-Posten. Og ekki
þótt nokkur ástæða til að fjargviðrast vegna þeirra. Birting slíkra
mynda er einfaldlega mikilvægur liður í lýðræðishefð sem tekið
hefur árhundruð að þróa á Vesturlöndum. Lýðræðishefð, sem
hvílir á tjáningarfrelsinu. Vart ætti að þurfa að benda á tvískinn-
unginn í þessari afstöðu. Prinsippin taka með öðrum orðum mið
af afstöðu hvers og eins hverju sinni. Það gengur ekki upp.
Auðvitað er mikilvægt að við sýnum hvert öðru nærgætni. En
það getur aldrei verið neinn útgangspunktur þegar um er að ræða
tjáningarfrelsið. Þar getur engin hentistefna ráðið för. Hér á landi
eru í gildi lög um ærumeiðingar, lög sem reist eru á ákvæðum í
stjórnarskrá og þar ætti þessari umræðu að ljúka. Okkur getur
þótt einhver teikning ósmekkleg en getum ekki bannað tjáningu
af þeirri ástæðu einni að einhver kunni að móðgast.
Af sama meiði er hin mótsagnakennda afstaða sem látið hefur
á sér kræla í netheimum; að fjölmiðlar hafi verið virkir þátttak-
endur í að dreifa hatursáróðri á hendur múslimum. Með því þá
að birta sjónarmið og skoðanir, sem sannarlega geta, sé litið til
framtíðar, haft mótandi áhrif á samfélag okkar. Afstaða okkar
sem störfum við blaðamennsku hlýtur að vera sú að draga beri
fram þessi sjónarmið svo þau megi ræða og taka til þeirra afstöðu
sem byggir á skynsemi og þeirri lýðræðishefð sem við byggjum
á. Ekki að þagga niður mál eða reka þau aftur í þau skúmaskot
þaðan sem þau eru ættuð – víst er að þaðan geta þau sprottið
tvíefld á ný – við fyrsta tækifæri.
Grundvallaratriði og hentistefna:
Hlutverk fjölmiðla
Óskilgreint afl
Niðurstaða málefnasamninga í
nokkrum sveitarfélögum eiga að
liggja fyrir í dag. Björt framtíð mun
skipa meirihluta bæði til hægri og
vinstri. Heiða Kristín Helgadóttir,
framkvæmdastjóri flokksins,
sagði í kvöldfréttum
Stöðvar 2 um helgina
að með því væri Björt
framtíð að stimpla sig
inn með afgerandi hætti.
Hún nefndi það einnig,
að margra mati rétti-
lega, að flokkurinn
hefði verið óskil-
greint afl fyrir
mörgum. Það
verður
spenn-
andi að sjá málefnasamningana sem
Björt framtíð mun kvitta upp á, en
flokkurinn kemur til með að starfa
bæði til hægri og vinstri. Mögulega
mun það skýrast fyrir hvað þetta
óskilgreinda afl stendur, þegar
samningarnir liggja fyrir.
Framsóknarvika
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,
oddviti Framsóknar í Reykjavík,
sagði í þættinum Eyjan hjá Birni
Inga að sér þætti leiðinlegt
að múslimar hefðu
verið dregnir inn í
umræðuna fyrir
borgarstjórnar-
kosningarnar.
Sveinbjörg
virðist
gleyma því að það var hún sem hóf
umræðuna, með því að segjast vilja
draga úthlutun lóðar undir mosku,
þar sem múslimar iðka trú sína, til
baka. Flokkssystir hennar Guð-
finna Jóh. Guðmundsdóttir sagði
í sama þætti að hún teldi
ekki útilokað að flokkurinn
hefði grætt á þessum
ummælum Sveinbjargar.
Hún virðist gleyma því
að Sveinbjörg sá ástæðu
til að þakka fjölmiðlum
tvö sæti flokksins í
kosningunum. Vika
er greinilega langur
tími hjá Fram-
sóknarflokknum.
fanney@frettabladid.is
OFBELDI
Stuart Gill
sendiherra
Bretlands