Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Júlía Magnúsdóttir, heilsumark-þjálfi og næringar- og lífsstíls-ráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskor- unin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía. MINNI SYKURLÖNGUN Júlía mun senda uppskrift- ir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orð- in minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að all- ir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan syk- ur úr mataræð- inu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkam- anum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“ MINNI SYKUR, BETRI HEILSA Aðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undan- farin ár. Ég glímdi sjálf við sykur- púkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynnt- ist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það nátt- úrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Sem dæmi um gómsætan sykur- lausan mat gefur Júlía uppskrift að svartbaunabrúnkum hér fyrir neðan. „Sem fyrrverandi sætinda- fíkill hef ég sett uppskriftirnar þannig saman að þær slá á sykur- þörfina á náttúrulegan hátt og þær bragðast mjög vel.“ Hægt er að skrá sig í áskor- unina með Júlíu á vefsíðunni lifdu- tilfulls.is. ■ liljabjörk@365.is ÁSKORUN — EKKI BORÐA SYKUR SYKURLAUS Í 14 DAGA Sykurlaus matur er góður og girnilegur segir Júlía Magnúsdóttir sem skorar á fólk að hætta að borða hvítan sykur í tvær vikur. Hún tók hvítan sykur út úr eigin mataræði fyrir nokkrum árum og líður mikið betur án hans. SYKURÁSKORUN Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. MYND/GVA HOLLT FÆÐI Sykur- laust fæði getur verið bæði gott og girnilegt. „Brúnkurnar eru hollar, góm- sætar og auðveldar, betri eftir- réttur fæst varla. Auk þess þá slá þær á sykurþörfina,“ segir Júlía. Uppskrift 1 dós svartar baunir (eða 1¾ bolli eldaðar) 2 hörfræegg (2½ tsk hörfræ + 6 tsk. vatn) 3 tsk. kókosolía (fljótandi, krukka lögð í heitt vatn) ¾ bollar lífrænt kakóduft ¼ tsk. salt 1 tsk. vanilludropar ½ bolli hunang eða annað nátt- úrulegt sætuefni 1½ tsk. vínsteinslyftiduft Valhnetur til að setja ofan á Aðferð •1. Hitið ofninn í 180°C. •2. Smyrjið möffinsform með olíu. •3. Útbúið hörfræeggin með því að setja hörfræ og vatn í matvinnsluvél. Setjið vélina í gang nokkrum sinnum og leyfið innihaldinu síðan að bíða í nokkrar mínútur. Bætið þá við eftirstandandi innihaldsefnum og hrærið saman í þrjár mín- útur. Þetta á að vera frekar mjúkt og slétt. Ef þetta lítur út fyrir að vera of þykkt bætið þá við 1-2 msk. af vatni og setið matvinnsluvélina aftur í gang. Þetta á ekki að vera þykkt en samt ekki þannig að þetta leki út um allt. •4. Deilið þessu jafnt í möffins- form og notið skeið eða fingur til að ýta létt ofan á kökurnar. •5. Stráið muldum valhnetum yfir (valfrjálst) og bakið í 20-26 mínútur eða þar til toppurinn eru þurr og brúnirnar byrjaðar að losna frá hliðunum. Fjarlægið úr ofninum og látið kólna í þrjátíu mínútur áður en þið fjarlægið af ofnplötu. Þær eiga að vera mjög mjúkar, svo verið ekki áhyggjufull ef þær virðast of rakar. SYKURLAUSAR SVART- BAUNABRÚNKUR Þessar brúnkur eru mjúkar og sætar en líka fullar af trefjum, prótíni, ómega-3 og góðri næringu. GIRNILEGAR Svartbaunabrúnkurnar eru gómsætar og auðvelt er að búa þær til. Hjartasjúkdómar Ert þú í áhættuhópi? Hjarta-Aspirín inniheldur asetylsalicylsýru, sem í litlum skömmtum tilheyrir flokki lyfja sem hindra samloðun blóðflagna. Blóðflögur eru örsmáar frumur í blóðinu sem valda því að blóðið storknar og taka þátt í segamyndun. Þegar blóðtappi myndast í slagæð kemur hann í veg fyrir blóðstreymi og hindrar súrefnisflutning. Þegar þetta gerist í hjartanu getur það valdið hjartaáfalli eða hjartaöng; í heilanum getur þetta valdið heilablóðfalli. Fræðsla Notkunarsvið: Hjarta-Aspirín er notað til að minnka hættu á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig hjartaáfall, heilablóðfall eða vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng. Hjarta-Aspirín er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða. Ekki má nota Hjarta-Aspirín: Ef um er að ræða ofnæmi fyrir asetylsalicylsýru eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins, ofnæmi fyrir öðrum salicylötum eða bólgueyðandi gigtarlyfjum. Ef þú hefur fengið astmakast, eða þrota á ákveðnum svæðum á líkamanum, eftir töku salicylata eða bólgueyðandi gigtarlyfja. Ef þú ert með eða hefur verið með sár í maga eða smáþörmum eða einhverja aðra tegund blæðingar, svo sem heilablóðfall. Ef þú hefur einhvern tíma verið með blóðstorknunarvandamál. Ef þú ert með alvarleg lifrar- eða nýrnavandamál. Ef þú ert að nota lyf sem kallast methotrexat í skammti sem er stærri en 15 mg á viku. Varnaðarorð og varúðarreglur: Leitið ráða hjá lækninum áður en Hjarta-Aspirín er notað ef þú ert með; nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í nefi eða annan langvinnan sjúkdóm í öndunarfærum, hefur verið með þvagsýrugigt eða færð miklar tíðablæðingar. Láttu lækninn vita ef þú þarft að fara í aðgerð. Ekki ætlað börnum yngri en 16 ára. Gæta skal þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetylsalicylsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Meðganga og brjóstagjöf: Leita skal ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Skömmtun: Fullorðnir: Til að fyrirbyggja hjartaáfall, hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með hjartaöng eða blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða er ráðlagður skammtur er 75-160 mg einu sinni á dag. Til að fyrirbyggja heilablóðfall er ráðlagður skammtur er 75-325 mg einu sinni á dag. Aldraðir: Eins og hjá fullorðnum. Algengar auka- verkanir: meltingartruflanir, aukin blæðingartilhneiging. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.