Fréttablaðið - 10.06.2014, Page 4
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
JAPAN Hagvaxtarspár í Japan
hafa nú verið leiðréttar.
Leiðréttingin kemur í kjöl-
far þess að vöxtur á tímabilinu
janúar-mars var 0,1 prósentustigi
hærri en búist var við, eða úr
1,5% í 1,6%.
Þó hefur þetta mikil áhrif á
hagvaxtarspá landsins fyrir árið
2014, sem hækkar úr 5,9% í 6,7%.
Japanar mega þá helst þakka
viðskiptafjárfestum fyrir aukna
vöxtinn, en fjárfestingar á tíma-
bilinu jukust um rúm 2,7% frá
fyrri spám.
Japan er ein skuldsettasta land
í heimi, en skuldir landsins eru
rúmlega 230 prósent af þjóðar-
framleiðslu. - kóh
0,1 prósentustigs munur:
Japan leiðréttir
hagvaxtarspár
AKRANES Framboð Vinstri-
grænna á Akranesi hefur óskað
eftir endurtalningu atkvæða í
nýafstöðnum sveitarstjórnarkosn-
ingum á Akranesi. Skessuhorn
greinir frá.
Ákvörðunin var tekin eftir að í
ljós kom að skekkja var í talningu
í Hafnarfirði.
Einungis vantaði sjö atkvæði
upp á að Þröstur Þór Ólafsson,
efsti maður á lista Vinstri-grænna
kæmist inn á kostnað fimmta
manns Sjálfstæðisflokksins.
Formaður kjörstjórnar á Akra-
nesi segir að ákveðið verði í
vikunni hvort endurtalning fari
fram. -ih
Vantaði sjö atkvæði upp á:
Vilja endurtaln-
ingu á Akranesi
MJÓTT Á MUNUNUM Framboð Vinstri-
grænna á Akranesi vill að úr verði skorið
hvort framboðið hafi átt að fá einn bæjar-
fulltrúa í nýafstöðnum kosningum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
42 þúsund nemendur sóttu grunnskóla 2013.
Þá voru af þeim 21.774 drengir og
20.960 stúlkur, alls 42.734.
Þetta er 414 nemendum meira en
árið 2012, en þá var fjöldi nemenda
42.320.
FERÐALÖG Íslenska ferðaskrifstof-
an Iceland Travel hlaut hin virtu
SMITTY-verðlaun sem veitt eru
árlega af bandaríska ferðatíma-
ritinu Travel + Leisure. Verð-
launin fékk ferðaskrifstofan fyrir
markaðsstarf á samfélagsmiðl-
inum Vine í flokki sem ber yfir-
skriftina besta notkun á nýjum
miðli en smáforritið Vine kom
fyrst á markað í byrjun síðasta
árs. Jafntefli var í þessum flokki
og deilir Iceland Travel því verð-
laununum með hótelkeðjunni
Shangri-La Hotels & Resorts sem
var verðlaunuð fyrir framúrskar-
andi herferð á Weibo, stærsta
samfélagsmiðli Kína.
Iceland Travel er dótturfélag
Icelandair Group en þetta er ekki
í fyrsta sinn sem fyrirtækið vinn-
ur til verðlauna. Ferðaskrifstofan
var til að mynda heiðruð á árlegu
skemmtiferðaskiparáðstefnunni
Cruise Shipping Miami árið 2011
fyrir að vera einn af tíu bestu
ferðaskipuleggjendum í heiminum.
- lkg
Íslenska ferðaskrifstofan Iceland Travel hlaut SMITTY-verðlaunin:
Verðlaunuð fyrir virkni á Vine
KJARAMÁL Samninganefndir leik-
skólakennara, skólastjóra grunn-
skóla og flugvirkja funda allar
hjá Ríkissáttasemjara í dag.
Eins og komið hefur fram hafa
flugvirkjar boðað sólarhrings-
verkfall að morgni 16. júní og ef
kjaradeila þeirra við Icelandair
er ekki leyst munu þeir hefja
ótímabundið verkfall 19. júní.
Icelandair hefur tilkynnt að flug-
áætlun félagsins muni þá raskast.
Leikskólakennarar boða vinnu-
stöðvun 19. júní hafi ekki náðst
samningar við sveitarfélögin.
Grunnskólastjórar hafa ekki
fyrir hugað að leggja niður störf
að svo stöddu. - gar
Annir hjá Ríkissáttasemjara:
Styttist í næstu
vinnustöðvanir
KOSNINGAR „Það verða ákvæði
um aukið íbúalýðræði og meira
gegnsæi í stjórnsýslu“ segir Hall-
dór Auðar Svansson, oddviti Pírata
í Reykjavík, um málefnasamning
nýs meirihluta Bjartar framtíðar,
Vinstri-grænna, Samfylkingar og
Pírata í Reykjavík.
Oddvitar framboðanna fjögurra
gera ráð fyrir að málefnasamn-
ingurinn verði undirritaður áður
en heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu hefst á fimmtudaginn og
stefnumál meirihlutans verði
kynnt í kjölfarið.
Í sjö af tíu
stærstu sveitar-
félögum lands-
ins stefnir í að
Sjálfstæðis-
flokkurinn verði
í meirihluta.
Á l au g a r -
daginn var nýr
meirihluti Sjálf-
stæðiflokksins
og Bjartar fram-
tíðar kynntur í Kópavogi. Ármann
Kr. Ólafsson mun halda áfram sem
bæjarstjóri.
Sömu flokkar stefna að því að
tilkynna meirihlutasamstarf í
Hafnarfirði í dag. Þar verður starf
bæjarstjóra auglýst til umsóknar.
Í Fjarðabyggð var áfram-
haldandi meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins einnig kynnt á
laugardaginn.
Framhald verður á samstarfi
Sjálfstæðisflokks og Vinstri-
grænna í Mosfellsbæ. Samstarf-
ið verður formlega kynnt á full-
trúaráðsfundi Sjálfstæðismanna í
kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
þó hlotið meirihluta bæjarfulltrúa
í Mosfellsbæ í tveimur síðustu
kosningum.
Á höfuðstað Norðurlands, Akur-
eyri, stefna Framsóknarflokkur-
inn, L-listinn og Samfylking einnig
á að kynna meirihlutasamning í
dag.
Gunnar Þórarinsson, oddviti
Frjáls afls í Reykjanesbæ, segir
meirihlutaviðræður Beinnar leið-
ar, Samfylkingarinnar og Frjáls
afls ganga vel. Gunnar á von á því
að málefnasamningur verði kynnt-
ur í vikunni.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
meirihluta bæjarfulltrúa í Garða-
bæ, Árborg og á Akranesi.
Á Akranesi fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn fimm fulltrúa af níu
með einungis 41 prósent atkvæða.
Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálf-
stæðismanna á Akranesi, gerir
ráð fyrir því að fulltrúi Bjartar
framtíðar muni bætast við meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins á næstu
dögum.
Í Garðabæ verður Sjálfstæðis-
flokkurinn í meirihluta líkt og síð-
ustu áratugi. Flokkurinn fékk sjö
bæjarfulltrúa af ellefu.
Sjálfstæðisflokksins í Árborg
hlaut 51 prósent atkvæða og fimm
bæjarfulltrúa af níu.
ingvar@frettabladid.is
Meirihlutaviðræðum
miðar víðast hvar vel
Í Reykjavík gera oddvitar Bjartar framtíðar, Samfylkingar, Pírata og Vinstri-
grænna ráð fyrir að meirihluti verði kynntur fyrir föstudaginn. Í sjö af tíu stærstu
sveitarfélögum landsins stefnir í að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta.
GÓÐ NÝTING Iceland Travel hefur nýtt
sér miðilinn Vine nánast frá því að
hann kom fyrst á markað. MYND/SKJÁSKOT
VIÐHALDSVINNA Sex dagar í vinnu-
stöðvun flugvirkja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VIÐRÆÐUR GANGA VEL Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Egg-
ertsson og Sóley Tómasdóttir vonast til að tilkynna nýjan fjögurra flokka meirihluta
í Reykjavík fyrir föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HALLDÓR
AUÐAR
SVANSSON
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
LÍTIÐ UM SÓL næstu daga en nokkuð hlýtt. NA-læg átt á morgun og þokuloft við
N-stöndina. Rigning A-lands á morgun og víða skúrir síðdegis. Á fimmtudag má búast
við þokulofti A-til en eitthvað ætti að sjást til sólar V-lands. Hiti víða 8-18 stig.
7°
4
m/s
11°
3
m/s
13°
2
m/s
11°
9
m/s
6-13
m/s allra
austast,
annars
hægari
3-8 m/s
Gildistími korta er um hádegi
25°
32°
25°
25°
17°
22°
31°
24°
24°
24°
21°
32°
27°
29°
32°
35°
23°
34°
13°
4
m/s
12°
3
m/s
15°
4
m/s
11°
6
m/s
15°
4
m/s
10°
3
m/s
10°
3
m/s
15°
14°
11°
13°
14°
12°
9°
10°
14°
13°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN
EGYPTALAND, AP Sjö menn voru
handteknir í gær fyrir að hafa
ráðist á nítján ára gamla stúlku á
Tahrir-torgi á sunnudag og rifið
utan af henni fötin.
Tugþúsundir manna voru á
torginu til að fagna því að Abdel-
Fattah el Sissi hafði tekið form-
lega við forsetaembættinu.
Tugir annarra kvenna lögðu
fram kærur eftir að hafa orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi og
áreitni á torginu eða í næsta
nágrenni þess. - gb
Kynferðisáreitni á Tahrir:
Tugir kvenna
kærðu ofbeldi
TÆKNI Breski þingmaðurinn
David Willetts vill að breska þing-
ið lögleiði notkun sjálfvirkra bíla.
Fyrir rúmlega tveimur vikum
kynnti tæknirisinn Google stýris-
og bensíngjafarlausa bifreið sem
keyrði algjörlega af sjálfsdáðum.
Örfá ríki í Bandaríkjunum
hafa lögleitt notkun sjálfkeyrandi
bíla, en þó verður farþegi að sitja
í bílnum svo hann sé löglegur.
Þessi klausa gæti þó einungis
verið tímabundin.
Rannsóknir við Oxford-háskóla
hafa þegar hafist, en rannsakend-
ur keppast við að hanna ódýrari
útgáfu af frumgerð Google. - kóh
Ætla ekki að dragast aftur úr:
Vill lögleiða
sjálfvirka bíla
Það verða ákvæði
um aukið íbúalýðræði
og meira gegnsæi
í stjórnsýslu
Halldór Auðar
Svansson