Fréttablaðið - 10.06.2014, Page 12

Fréttablaðið - 10.06.2014, Page 12
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 - snjallar lausnir Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is 545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Verð frá kr. pr. mán. án vsk Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. 25% NÝTT afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum PAKISTAN, AP Tíu talibanar gerðu árás á alþjóðaflugvöllinn í Karachi í gær. Þetta er fjölfarnasti flug- völlur landsins. Árásin stóð yfir í fimm klukku- stundir. Árásarmennirnir féllu, en þeim hafði tekist að drepa að minnsta kosti 18 manns áður en yfir lauk. Flestir þeirra sem lét- ust voru öryggisverðir eða annað starfsfólk flugvallarins. Talibanahreyfingin í Pakist- an lýsti yfir ábyrgð sinni á árás- inni og hótaði fleiri slíkum. Shahi- dullah Shahid, talsmaður talibana, sagði í símtali við bandarísku fréttastofuna AP að árásum verði haldið áfram þangað til samist hafi við pakistönsk stjórnvöld um varanlegt vopnahlé. Hótanir um árásir drógu hins vegar mjög úr væntingum manna um að friðarviðræður stjórnvalda við talibana geti hafist á ný. Pakistanskir talibanar hafa árum saman barist gegn stjórninni í von um að steypa henni af stóli. Það sem helst fer fyrir brjóstið á þeim er að ríkisstjórnin hefur verið vinveitt Bandaríkjunum og átt í margvíslegum samskiptum við Bandaríkin, þrátt fyrir harðar deilur ríkjanna. Stjórnin í Pakistan hefur verið mjög ósátt við að Bandaríkin hafi notað fjarstýrð flugför, svokallaða dróna, til sprengjuárása sem iðu- lega verða almennum borgurum að bana. Árásarmennirnir hófu aðgerðir sínar seint á sunnudagskvöld. Þeir notuðu vélbyssur og sprengjuvörp- ur. Að minnsta kosti sumir þeirra voru klæddir sem öryggisverð- ir eða lögreglumenn. Allir báru þeir sprengivesti, og sprungu sum þeirra þegar skotið var á þau. gudsteinn@frettabladid.is Hóta að gera fleiri árásir Talibanar í Pakistan lýstu yfir ábyrgð á árás á alþjóða- flugvöllinn í Karachi. Árásin stóð yfir í fimm klukku- stundir. Árásarmennirnir urðu átján manns að bana. ALÞJÓÐAFLUGVÖLLUR Þykkan reyk lagði upp frá flugvellinum eftir árásir talibana. NORDICPHOTOS/AFP ÚKRAÍNA, AP Stjórnarherinn í Úkraínu skiptist í gær á skotum við uppreisnarmenn, hliðholla Rússum, í borginni Slovjansk sem uppreisnarmenn hafa enn á valdi sínu. Sprengjum var varpað á borgina, sem ber þess orðið merki að hafa í nærri tvo mánuði verið einn helsti vettvangur átaka milli stjórnarinnar og upp- reisnarmanna. Þetta gerðist þrátt fyrir að Petro Porosjenkó, sem tók við forsetaembættinu á laugardag, hafi skýrt frá því að friðarviðræður séu að hefjast: Fulltrúar Úkra- ínustjórnar, Rússlands og Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu ætli að hittast daglega í Kænugarði. Porosjenkó segir að fyrsti fundurinn, sem haldinn var á sunnudag, hafi snúist um að herða eftirlit á landamær- um Úkraínu og Rússlands. Úkraínustjórn hefur ekki getað komið í veg fyrir að uppreisnarmenn og stuðn- ingsmenn þeirra valsi fram og til baka yfir landamærin. Mikhaílo Kovalo, sem fer til bráðabirgða með emb- ætti varnarmálaráðherra í Úkraínu, segir að Porosj- enkó stefni að því að binda endi á átökin sem fyrst, en gaf þó ekki upp nein tímamörk. Rússar hafa gagnrýnt Úkraínustjórn fyrir að beita hervaldi gegn uppreisnarmönnum í austurhluta lands- ins, en Úkraínustjórn hefur gagnrýnt Rússa fyrir að styðja uppreisnarmennina og kynda undir ólgunni. - gb Átök halda áfram í Úkraínu þrátt fyrir boðaðar friðarviðræður: Sprengjum varpað á Slovjansk RÚSSLAND Rustam Makhmudov var í gær dæmdur til ævilangs fangelsis fyrir morðið á blaðakon- unni Önnu Politkovsköju haustið 2006. Sannað þótti að hann hefði hleypt af skotinu sem varð henni að bana í lyftunni í fjölbýlishúsi í Moskvu, þar sem hún bjó. Frændi hans, Lom-Ali Gaituk- ajev, fékk einnig ævilangt fang- elsi fyrir að hafa skipulagt bana- tilræðið. Tveir af bræðrum Makhmudovs voru svo dæmdir í tólf og 14 ára fangelsi fyrir aðild að morðinu, en fyrrverandi lög- reglumaður í Moskvu, Sergei Khadsjikurbanov að nafni, hlaut 20 ára fangelsi. Réttarhöldin hafa ekki leitt í ljós neitt um tilefni morðsins eða hvort mennirnir hafi verið fengn- ir til þess að fremja verkið. Blaðakonan Politkovskaja hafði í blaðagreinum og bókum ítrekað gagnrýnt Vladimír Pútín forseta fyrir framferði stjórnar hans í Tsjetsjeníu. Hún hafði meðal ann- ars sakað Pútín og stjórn hans um gróf mannréttindabrot í Tsjetsj- eníu. Makhmudov-bræðurnir eru allir frá Tsjetsjeníu og Gaitukajev sömuleiðis. Fjölskylda Politkovsköju hefur sagt að áfram verði reynt að fá stjórnvöld til þess að komast til botns í málinu. „Fyrir okkur er mikilvægast að komast að því hver skipaði fyrir um morðtilræðið,“ hafði rússneska fréttastofan ITAR-Tass eftir Ilja Politkovskí, syni hennar. - gb Tveir hlutu ævilangt fangelsi og þrír aðrir tólf til tuttugu ár fyrir morðið á Önnu Politkovsköju: Fjölskylda hinnar myrtu leitar enn svara DÆMDIR Bræðurnir Dsjabril og Rust- am Makhmudov í réttarsal í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP YFIRGEFA BORGINA Íbúar í Slovjansk halda á brott eftir átök síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND Jean-Marie Le Pen, hinn aldni stofnandi Þjóðarfylk- ingarinnar í Frakklandi, segir það jaðra við svik að dóttir sín saki sig um að hafa gert pólitísk mistök. Dóttirin Marine, sem nú er leiðtogi flokksins, segir föður sinn hafa gengið of langt í öfgum þegar hann hótaði andstæðingum flokksins að stinga þeim í gasofn. Flokkur þeirra hefur gert út á útlendingahræðslu og vann mik- inn sigur í kosningum til Evrópu- þingsins nýverið. - gb Feðgin í hár saman: Sakar dóttur sína um svik

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.