Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 22
FÓLK|HEILSA Fæturnir eru fullkomlega byggðir til að styðja við þyngd líkamans. Tábergið ber mesta álagið af þyngd líkam- ans og starfar sem eins konar höggdeyfir fyrir daglegt álag á fæturna. Þegar þyngd og þrýst- ingur á tábergi verður meiri en venjulega getur það valdið óþægindum og sársauka. Þegar konur ganga um á háum hælum beita þær líkamanum öðruvísi og meiri þrýstingur og álag verður á tábergið sem get- ur valdið sársauka. Party Feet er þunnt gelinnlegg sem hjálpar til við að draga úr þrýstingi og sársauka sem myndast á tábergi og í hæl. Konur sem hafa gengið um lengi á háum hælum fara að finna fyrir þreytu og sársauka vegna álags sem verður á þess- um stöðum. Party Feet dregur úr óþægindum og sársauka og gerir þeim kleift að ganga um á háu hælunum sem þær elska án þess að fá verk framan í tábergið eða í hælinn. „Ég próf- aði Party Feet fyrst á árshátíð í vinnunni. Ég var í háum hælum og fannst þetta frábært, ég dansaði allt kvöldið í skónum án þess að finna fyrir óþægindum í tábergi,“ segir Fjóla Stefánsdótt- ir. „Ég hef bæði notað Party Feet í tábergið og hælinn, það veitir stuðning og það er þægilegra að ganga um bæði í hælaskóm og opnum skóm sem veita ekki eins mikinn stuðning. Ég get því verið í háum hælum í vinnunni án þess að verða þreytt í fótunum.“ Party Feet hjálpar til við að draga úr þrýstingi og verndar viðkvæmt svæði undir tábergi og hælum. Það er glært og þunnt og með lími aftan á sem tryggir að það haldist á sínum stað. Það hentar í allar gerðir af skóm, sandala og stígvél, það er marg- nota og það má þvo það. „Ég mæli með Party Feet í sumarskóna, það fer lítið fyrir því og ekkert mál er að færa gelinnleggið úr hælaskónum yfir í opnu sumarskóna,“ segir Fjóla. DANSAÐI Í HÆLASKÓM HEILT KVÖLD HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Party Feet gelinnleggin frá Scholl eru glær og þunn og gera konum kleift að ganga á háum hælum án þess að fá verki í táberg eða hæla. Engin óþægindi í tábergi, segir Fjóla Stefánsdóttir. ÁNÆGÐ Fjóla Stefánsdóttir er ánægð með Party Feet-skóinnleggin frá Scholl og mælir með þeim í sumarskóna. MYND/GVA Börn geta lært að borða nýjar tegundir grænmetis, sérstaklega ef þau eru kynnt fyrir þeim fyrir tveggja ára aldur. Heilsuvefur BBC greinir frá rannsókn vísindamanna við háskólann í Leeds. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að meira að segja mat- vönd börn sé hægt að hvetja til meira grænmetisáts ef þeim er boðið sama grænmetið frá fimm upp í tíu skipti. Rannsóknarteymið gaf 332 börnum frá Bretlandi, Frakklandi og Dan- mörku á aldrinum fjögurra til 38 mánaða þistilhjartamauk. Þistilhjörtu urðu fyrir valinu þar sem foreldrar eru síst líklegir til að elda þau. Hvert barn fékk minnst 100 grömm af maukinu í fimm til tíu skipti. Maukið var þrenns konar; hreint, sykrað eða með viðbættri olíu. Lítill munur var á því hvað börnin borðuðu mikið af sætu og ósætu mauki. Töldu vísindamennirnir það afsanna þá hugmynd að börn borði meira af grænmeti sé það bragðbætt með sykri. Yngri börn borðuðu meira af maukinu en eldri börnin. Vísinda- menn sögðu ástæðu þess líklega að rekja til þess að börn verða mat- vandari og vandfýsnari á mat við tveggja ára aldur. Fjörutíu prósent barnanna lærðu að meta þistilhjartamaukið með tímanum, 21 prósent barnanna borðaði meirihlutann af diskinum sínum en 16 prósent barna borðuðu minna en 10 grömm af maukinu þrátt fyrir að þau væru að smakka það í fimmta sinn. Vísindamennirnir telja að rannsóknin, sem birt var í tíma- ritinu PLOS ONE og var styrkt af Evrópusambandinu, gefi foreldrum sem vilji ýta undir heilsusamlegt mataræði barna sinna mikilvægar upplýsingar. BÖRN OG GRÆNMETI Umsóknarfrestur er til 27. júní Hótel og matvælaskólinn í Menntaskólanum í Kópavogi Merkja umsókn B/t. Baldur Sæmundsson Fyrsta ár: Joint Certificate Programme Hospitality and Culinary School of Iceland Annað & þriðja ár : Bachelor of International Business University Centre “César Ritz” in Switzerland Skólinn hefst á eftirfarandi dags. Fyrsta ár: 25. águst 2014 - Ísland Annað & þriðja ár: Júlí 2015 - Sviss Nánari upplýsingar eru veittar hjá: Árni Valur Sólonsson, Sími: 896-2204 eða Baldur Sæmundsson, Sími: 594-4000 baldur.saemundsson@mk.is (The Passport to your future!) Nám um ferðaþjónustuna Hotel and Tourism Management Study in Iceland and Switzerland Hospitality and Culinary School of Iceland Fannar Arason Frábær staðsetning í Sviss og góðir atvinnumöguleikar hjá alþjóðlegum hótelkeðjum. Jökull Egilsson Góður og virtur skóli og frábært félagslíf. Gott tengsla- net eftir útskrift. Fyrrum nemandi Alexandra Guðjónsdóttir Hótelstjóri Hótel Eddu, Laugarbakka. B.S. in Hotel and Tourism Management Kynnin garfund ur verð ur haldinn á Grand Hótel Þann 12 júní, kl . 20:00 Kennar ar og ne mendu r verða á staðnu m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.