Fréttablaðið - 10.06.2014, Side 6

Fréttablaðið - 10.06.2014, Side 6
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND Á R N A S Y N IR tjaldaðu ekki til einnar nætur High Peak Como 37.990 / 44.990 KR. 4 og 6 manna traust fjölskyldutjald High Peak ancona 59.990 KR. 5 manna þægilegt fjölskyldutjald High Peak cave 26.990 KR. 2 manna þægilegt göngutjald The north face talus 3 64.990 KR. 3 manna létt og rúmgott göngutjald Frábært úrval af tjöldum í glæsibæ 1. Hvað heitir biskup kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi? 2. Hver er formaður Þingvallanefnd- ar? 3. Hvaða Íslendingur er tilnefndur til búlgörsku tískuverðlaunanna? SVÖR DANMÖRK Danir sem flytja úr landi þurfa ekki að afsala sér ríkisborgararétti þótt þeir vilji gerast ríkisborgarar í öðru landi. Hið sama á við þá sem flytja til Danmerkur. Þeir þurfa ekki að afsala sér fyrri ríkisborgararétti til þess að fá danskan. Fyrirhugað er að þessar nýju reglur taki gildi næsta sumar. Danir sem þegar hafa afsalað sér dönskum ríkisborgararétti geta innan fimm ára eftir að reglurn- ar taka gildi fengið hann á ný. - ibs Nýjar reglur í Danmörku: Tvöfaldur ríkis- borgararéttur FERÐAÞJÓNUSTA Þrjú fyrirtæki sóttu um leyfi til að nýta land- svæði í Fjallsárlóni. Bæjarráð Hornafjarðar ákvað að veita fyr- irtækinu Fjallsárlón ehf. leyfið. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að fyrirtækin Hvítár- vatn ehf. og Ice lagoon ehf. hafi einnig sótt um og bæjarráð hafi talið allar umsóknirnar uppfylla skilyrði sem sett voru. „Umsókn Fjallsárlóns ehf. lýsir vel og ítar- lega áformum og hugmyndum fyrirtækisins um metnaðarfulla starfsemi,“ segir í ákvörðun bæj- arráðs. Leyfið gildir frá 2. júní og út október á þessu ári. - gar Leyfi fyrir náttúruperlu: Fjallsárlón ehf. fékk Fjallsárlón UMHVERFISMÁL „Bæjarstjórn telur algerlega óásættanlegt að opin- ber úrskurðarnefnd sjái sér ekki fært að fara að fyrirmælum laga í starfsemi sinni,“ segir bæjarstjórn Fljótsdalshérað sem sættir sig ekki við málshraða hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Fréttablaðið sagði frá því í lok apríl að bæjarstjórnin ákvað að kæra Orkustofnun fyrir að neita að taka upp aftur mál Fljótsdalshéraðs um skilmála virkjunarleyfa Kára- hnjúka- og Lagarfossvirkjunar vegna meira vatnsmagns í Lagar- fljóti en ráð hafi verið gert fyrir og tjóns af því. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að jafnvel þótt nefndin hafi lögum samkvæmt þrjá til sex mánuði til að kveða upp úrskurð telji hún sér ekki fært að ljúka málinu innan árs frá móttöku kærunnar. Nanna Magnadóttir, forstöðu- maður úrskurðarnefndar auð- linda- og umhverfismála, segir skýringuna á málshraðanum þá að málum hafi fjölgað umfram áætl- anir og mannskapur hafi sömuleið- is verið minni en gert hafi verið ráð fyrir þegar nefndin var stofnuð 1. janúar 2012. „Það eru samlegðaráhrif af þessum ástæðum sem valda því að málsmeðferðartíminn er kominn langt út fyrir lögmætan afgreiðslu- tíma,“ segir Nanna sem aðspurð játar því að margir málsaðilar séu ósáttir við þessa stöðu. „Fólk býst eðlilega við að fá afgreiðslu sinna mála innan þeirra fresta sem lögin mæla fyrir um. En þetta er bara staðan eins og hún er og það er bara ákveðinn ómöguleiki fyrir okkur að vinna hraðar án þess að eitthvað annað komi til.“ Nefndin hefur óskað eftir auknu fjármagni. „Við erum að biðja um fjárveitingu til að ráða þrjá starfs- menn tímabundið í eitt ár til að vinna bug á málahalanum. Það eru hátt í tvö hundruð mál sem bíða afgreiðslu,“ segir forstöðumaður úrskurðarnefndarinnar. „Kærendur hafa að jafnaði ríka hagsmuni af því að fá úrskurði í sínum málum og krefst bæjarráð þess að yfirvöld sjái til þess að lögum verði fylgt í þessu máli sem og öðrum,“ undirstrikar bæjar- stjórn Fljótsdalshéraðs. Eins og fram kemur á for- síðu blaðsins segir Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra stöðuna óásættanlega. Hann hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um auknar fjárveitingar til úrskurðanefndarinnar. gar@frettabladid.is Geta ekki úrskurðað í samræmi við lögin Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs segir algerlega óviðunandi að þurfa að bíða í heilt ár eftir úrskurði í kærumáli tengdu hæð vatnsborðs Lagarfljóts í kjölfar Kárahnjúka- virkjunar. Ómöguleiki að uppfylla lög um frest, segir formaður úrskurðarnefndar. TÆKNI Í fyrsta sinn tekst mann- gerðri gervigreind að standast hið fræga Turing-próf. Forritarar frá Rússlandi og Úkraínu skrifuðu forritið, sem ber nafnið „Eugene Goostman“, en Eugene segist vera 13 ára úkraínskur strákur. Prófið gengur svo fyrir sig að hópur fólks rabbar við gervi- greindina gegnum netspjall, og metur svo eftir á hvort það hélt viðmælanda sinn mannlegan eða forritaðan. Ef þriðjungur þáttakenda telur gervigreindina mennska telst hún standast prófið. - kóh Gervigreindarforrit gabbar: Turing-prófið loks unnið SAKAMÁL Lögreglan átti erilsam- an vinnudag í gær, en alls var til- kynnt um átta innbrot og þjófnaði úr vesturbæ og austurbæ Reykja- víkur, sem og úr Kópavogi. Afbrotin voru öll tilkynnt á sex klukkustunda tímabili. Í Vesturbænum var lögreglu tilkynnt um þjófnað í verslun, en einnig voru framin tvö innbrot og stolið var úr bíl. Í Austurbænum var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr sam- eign fjölbýlishúss. Í Kópavogi var lögreglu gert viðvart um að þvotti hefði verið stolið úr þvottahúsi. - kóh Þjófar fara mikinn í Reykjavík: Innbrot um allan bæ HAFRANNSÓKNIR Hafrannsóknastofnun segir áhyggjuefni hversu lítið fékkst af smáum humri í nýafstöðnum árlegum humarleiðangri. Svo virðist sem útbreiðslusvæði humars hafi farið stækkandi vestur af landinu með hækkandi hitastigi, en haustið 2012 veiddist humar í fyrsta sinn í Ísafjarðardjúpi sem talinn er hafa borist þangað með náttúrulegum hætti. Stofnvísitala humars mældist rétt undir meðal- tali síðasta aldarfjórðungs og hefur farið lækk- andi eftir metmælingu árið 2008. Alls voru gerð- ar mælingar á 55 stöðvum frá Jökuldjúpi austur í Lónsdjúp. Í frétt Hafró segir að tog hafi verið tekið á nýjum slóðum þar sem veiði á humri tekur nú til nýrra svæða. Veiddust um 70 tonn í Grindavík- urdýpi í fyrrasumar, þar sem ekki voru gjöful mið áður. Síðar í sumar á að fara í Kolluál, úti fyrir Snæfellsnesi, til að kortleggja útbreiðslusvæði humars, sem hefur fengist þar í auknum mæli sem meðafli. - shá Áhyggjur af hversu lítið er af smáhumri en stofninn mældist í meðallagi stór í nýjum leiðangri: Humar breiðist út og stækkar heimkynni sín 1. Pétur Bürcher. 2. Sigrún Magnúsdóttir. 3. Elínrós Líndal, eigandi tískuhússins Ellu. HUMARVINNSLA Staða stofnsins er bærileg en áhyggjur eru af magni smáhumars. MYND/ÓSKAR ➜ Stofnvísitala humars mældist rétt undir meðaltali síðasta aldarfjórð- ungs og hefur farið lækkandi eftir metmælingu árið 2008. Það er bara ákveðinn ómöguleiki fyrir okkur að vinna hraðar án þess að eitthvað annað komi til. Nanna Magnadóttir, forstöðumaður úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála. LAGARFLJÓT Meira vatnsmagn í Lagarfljóti eftir Kárahnjúkavirkjun en ráð var fyrir gert veldur tjóni og setur spurningarmerki við starfsleyfi virkjunarinnar segir bæjar- stjórn Fljótsdalshéraðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐ JÖKULSÁRLÓN Sigling á jökullón- um er aðdráttarafl fyrir ferðamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUSTÖÐ Lögregla átti annríkan dag í gær, en alls voru átta innbrot og rán tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.