Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 10
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust Hentar fyrir LKL mataræði H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNTAMÁL Samkvæmt niður- stöðu úrskurðarnefndar upplýs- ingamála verður menntamála- ráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýs- ingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennar- ar sem luku þriggja ára kennara- námi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfs- leyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skóla- félaga þeirra með sömu mennt- un og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upp- lýsingum um öll leyfisbréf kenn- ara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðu- neytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsing- ar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagna- grunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upp- lýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upp- lýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnis- lega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn. johanna@frettabladid.is Ráðuneytið tapaði fyrir nemendum Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur að mennta- málaráðuneytinu beri að láta af hendi upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara. Um eitt hundrað kennaranemar telja að menntamálaráðuneytið hafi mismunað nemum við útgáfu starfsleyfa. Um 100 kennarar telja að það hafi verið brotið á þeim við útgáfu leyfis- bréfa af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nemendurnir útskrifuðust frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík. Árið 2008 voru sett ný lög um kennaranám. Nýju lögin áttu að gilda um alla þá sem hæfu nám eftir gildistöku laganna og áttu þeir að ljúka fimm ára námi til að fá starfsleyfi sem kennarar. Hópurinn telur að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd laganna. Misbrestur á framkvæmd laganna EIGA RÉTT Á UPPLÝSINGUM Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar upplýsingamála á menntamálaráðuneytið að láta af hendi upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kenn- ara. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRA Áhugafólk um skordýr getur á fimmtudagskvöld kynnst heimi þeirra í návígi. Þá munu tveir prófessorar við Háskóla Íslands leiða göngu í Elliðaárdal. „Skordýr eru án efa fjölbreytt- asti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár,“ segir í tilkynningu þar sem áhugasamir eru hvattir til að mæta klukkan sjö við Rafstöð- ina við Elliðaár. „Göngumenn eru hvattir til að taka með sér stækk- unargler.“ - gar Tækifæri fyrir skordýraáhugafólk á fimmtudaginn: Boðið í skordýraleit ELLIÐAÁRDALUR Margt býr undir lauf- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.