Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 10.06.2014, Qupperneq 58
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 PEPSI DEILDIN 2014 STAÐAN FH 6 4 2 0 8-2 14 Valur 7 3 3 1 12-9 12 Stjarnan 6 3 3 0 9-6 12 Keflavík 6 3 2 1 8-4 11 Fjölnir 6 2 4 0 10-6 10 KR 6 3 1 2 8-7 10 Víkingur 7 3 1 3 8-10 10 Fylkir 6 2 0 4 7-12 6 Fram 6 1 2 3 9-12 5 Þór 7 1 1 5 13-16 4 Breiðablik 6 0 4 2 6-9 4 ÍBV 7 0 3 4 7-12 3 NÆSTU LEIKIR Í dag: 19.15 Fram - Keflavík. Miðvikudagur 11. júní: 19.15 Fjölnir - FH, Fylkir - Breiðablik. 20.00 Stjarnan - KR Sunnudagur 15. júní: 17.00 FH - Þór, Breiða- blik - ÍBV. 19.15 Valur - Víkingur, Fjölnir - Fram, KR - Fylkir. 20.00 Keflavík - Stjarnan. Víkingar kunnu vel við sig á grasinu FÓTBOLTI Sjöunda umferð Pepsi- deildar karla hófst í gær og Vík- ingur gat þá loks spilað á heima- velli sínum. Það skilaði sér í flottum sigri á Þórsurum á meðan ÍBV er ekki enn búið að vinna leik í deildinni. ÍBV kastaði frá sér sigrinum í uppbótartíma gegn Val. Sjöunda umferðin heldur áfram í kvöld þegar Fram tekur á móti Keflavík. - hbg visir.is Frekari umfjöllun um Pepsi-deildina. Mörkin: 1-0 Pape Mamadou Faye (20.), 2-0 Pape Mamadou Faye (45.), 2-1 Jóhann Helgi Hannesson (76.), 3-1 Aron Elís Þrándarson (88.), 3-2 Jóhann Helgi Hannesson (90.+2). VÍKINGUR (4-3-3): Ingvar Þór Kale 6 (69., Sigurður Hrannar Björnsson 5) - Kjartan Dige Baldursson 6, Óttar Steinn Magnússon 6, Alan Löwing 6, Halldór Smári Sigurðsson 7 - Kristinn Magnússon 6, Igor Taskovic 8*, Aron Elís Þrándarson 8 - Dofri Snorrason 7, Todor Hristov 6 (73., Arnþór Ingi Kristinsson -), Pape Mamadou Faye 8 (86., Agnar Darri Sverrisson -). ÞÓR (4-3-3): Sandor Matus 7 - Halldór Orri Hjalta- son 6, Orri Freyr Hjaltalín 4, Atli Jens Albertsson 4 (46. Þórður Birgisson 5), Kristinn Þór Björnsson 6 - Ármann Pétur Ævarsson 5 (59. Jóhann Þórhalls- son 6), Hlynur Atli Magnússon 2, Shawn Nicklaw 5 - Sveinn Elías Jónsson 5, Sigurður Marinó Kristjánsson 5 (46. Jónas Björgvin Sigurbergsson 6), Jóhann Helgi Hannesson 8. Skot (á mark): 21-6 (13-3) Horn: 6-3 Varin skot: Ingvar 1 - Sandor 9 3-2 Víkingsvöllur Áhorf: ? Kristinn Jakobsson (7) Mörkin: 0-1 Magnús Már Lúðvíksson (63.), 1-1 Matt Garner (82.), 2-1 Jonathan Glenn (85.), 2-2 Gunnar Gunnarsson (90.+3). ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 5 - Jökull I Elísabetarson 5, Eiður Aron Sigurbjörnsson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Matt Garner 6 - Gunnar Þorsteins- son 5, Arnar Bragi Bergsson 5, Víðir Þorvarðarson 5 - Ian David Jeffs 5 (74., Bjarni Gunnarsson -), Jonathan Glenn 6, Jón Ingason 4 (74., Atli Fannar Jónsson -). VALUR (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 - Gunnar Gunnarsson 6, Magnús Már Lúðvíksson 7*, Mads Lennart Nielsen 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 7 - Haukur Páll Sigurðsson 6, Kristinn Freyr Sigurðsson 5, Indriði Áki Þorláksson 5 (90., Ragnar Þór Gunnarsson -) - Kristinn Ingi Halldórsson 5, Kolbeinn Kárason 4 (58., Iain James Williamson 6), Sigurður Egill Lárusson 6 (61., Lucas Ohlander 5). Skot (á mark): 4-13 (3-6) Horn: 8-8 Varin skot: Abel 4 - Fjalar 1 2-2 Hásteinsvöllur Áhorf: 531 Vilhjálmur Þórarins. (4) HEITUR Pape er hér nýbúinn að skora fyrir Víkinga við litla hrifningu Þórsara. Pape var ánægður með að fá grasleik í Víkinni og var í miklu stuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 2 DAGAR Í FYRSTA LEIK Brasilíumaðurinn Vavá varð fyrstur til að skora í tveimur úrslitaleikjum þegar hann innsiglaði 3-1 sigur á Tékkum í úrslitaleik HM í Síle 1962 en Vavá hafði skorað tvö mörk í 5-2 sigri á gestgjöfunum, Svíum, í úrslitaleiknum fjórum árum fyrr. Pele komst í hópinn þegar hann skoraði í úrslitaleik HM í Mexíkó 1970, tólf árum eftir að hann skorað tvö mörk í umræddum sigri á Svíum í úrslitaleik HM 1958. Síðan hafa tveir bæst við, Vestur-Þjóðverjinn Paul Breitner (1974 og 1982) og Frakkinn Zinedine Zidane. Zidane skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Brasilíu í úrslitaleik HM 1998 og eitt mark átta árum síðar. Vavá, Zidane og Pele eru markahæstu menn úrslita- leiks HM frá upphafi ásamt Englendingnum Geoff Hurst sem skoraði öll þrjú mörkin sín í úrslitaleiknum 1966. FRJÁLSAR Ísland eignaðist tvo Norðurlandameistara á NM í fjöl- þrautum unglinga sem fram fór í Kópavogi um nýliðna helgi. FH-ingurinn Sveinbjörg Zoph- oníasdóttir vann í sjöþraut, flokki yngri en 23 ára, og hlaut alls 5.723 stig sem er bæting um 244 stig. Blikinn Ingi Rúnar Kristinsson varð yfirburðameistari í tugþraut í flokki yngri en 23 ára með 7.156 stig, en besti árangur Inga fram til þessa var 6.955 stig. Árangur Inga Rúnars er þriðji besti árang- ur í tugþraut í flokki 22 ára og yngri frá upphafi. Aðeins Einar Daði Lárusson og Örn Clausen eiga betri árangur í þessum ald- ursflokki. Árangur Sveinbjargar er annar besti árangur í sjöþraut frá upp- hafi og 155 stigum frá Íslandsmeti Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur frá 2009. Með sigri sínum sínum varði hún titil sinn frá þessu móti í fyrra. Þá hlaut hún 5.212 stig Yfirburðirnir komu á óvart „Þetta voru talsverðir yfirburð- ir hjá mér og nokkuð öruggt eftir þrjár til fjórar greinar. Ég átti ekki von á þessum yfirburðum enda átti ein stelpan skráðan betri árangur en ég,“ segir Sveinbjörg sem var eðlilega hæstánægð með þrautina sína. Hún vann þrjár greinar af sjö og varð önnur í öðrum þremur og bætti sinn árangur í sex af sjö greinum keppninnar. „Ég átti ekki von á svona góðum árangri svona snemma á tíma- bilinu hjá mér. Ég er samt búin að æfa rosalega vel og búin að leggja vel inn fyrir þessum árangri. Þetta kom mér ekki þannig séð mikið á óvart en gekk engu að síður vonum framar. Þetta var algjör drauma- þraut hjá mér.“ Það var aðeins í hástökki sem hún bætti ekki sinn besta árangur í þraut en það dugði henni samt til sigurs í greininni. „Ég var ánægðust með grinda- hlaupið og kúluvarpið hjá mér í þrautinni. Ég var óánægðust með 800 metra hlaupið hjá mér og hugs- aði þegar ég kom heim að ég hefði nú alveg getað hlaupið hraðar. Maður getur alltaf fundið eitthvað að þó svo það hafi gengið fáran- lega vel hjá mér,“ segir Sveinbjörg og hlær við. Staðan var reyndar þannig fyrir 800 metra hlaupið að Sveinbjörg hefði nánast getað hlaupið aftur á bak og samt unnið þrautina. Slíkir voru yfirburðirnir hjá henni. Lyftingarnar breyttu miklu Þetta var fyrsta mót Sveinbjarg- ar á keppnistímabilinu og því er árangurinn vonum framar eins og hún segir. Hún þakkar þennan árangur mikilli vinnu. „Ég hef lyft meira núna en áður og er sterkari. Það er aðalbreyt- ingin hjá mér. Ólympísku lyfting- arnar komu sterkar inn hjá mér og svo slapp ég alveg við meiðsli sem hefur einnig mikið að segja. Við fórum síðan í æfingaferð til Tenerife þar sem við tókum tutt- ugu æfingar á tíu dögum. Það er því búið að vinna vel fyrir þessum árangri. Svo hefur reynslan líka sitt að segja. Ég er búin að upplifa góðar og slæmar þrautir og það hlaut að koma að draumaþrautinni. Reynslan skilar sér á endanum,“ segir hin 22 ára gamla Sveinbjörg. Hugsar sem minnst um metið Eins og áður segir er Sveinbjörg nú aðeins 155 stigum frá Íslands- meti Helgu Margrétar í sjöþraut- inni. „Ég reyni að tala sem minnst um það,“ segir Sveinbjörg og hlær. „Ég vil ekki setja pressu á sjálfa mig. Auðvitað horfi ég til þessa mets og veit hvað ég get. Ég er samt ekkert að flýta mér enda aðeins 22 ára. Það kemur þegar það kemur að ég slái þetta met.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Sveinbjörg í sumar og þar á meðal landsliðsverkefni. Stóra mótið hennar er aftur á móti Evrópubik- arinn á Madeira sem fer fram eftir mánuð. „Ég tek því rólega út þessa viku og svo hefst undirbúningurinn fyrir Evrópubikarinn. Ég vil ekki gefa neitt út um nein markmið á því móti. Ég ætla að fara út og markmiðið er fyrst og fremst að halda áfram að bæta minn besta árangur.“ henry@frettabladid.is Þetta var draumaþraut Sveinbjörg Zophoníasdóttir og Ingi Rúnar Kristinsson urðu Norðurlandameistarar á NM í fj ölþrautum unglinga. Sveinbjörg náði að verja sinn titil frá því í fyrra og hafði hreint ótrúlega yfi rburði í þrautinni. Hún bætti sig í sex greinum af sjö og er til alls líkleg í framtíðinni. Hún nálgast Íslandsmet Helgu Margrétar. AFREKSKONA Sveinbjörg er orðin vön því að fá gull á Norðurlandamóti. Hún er á mikilli uppleið eins og árangur hennar um helgina sannar. Verður gaman að fylgjast með henni í framhaldinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FORMÚLA 1 Daniel Ricciardo á Red Bull sigraði í gríðarlega spennandi kappakstri í Kanada í gær. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Ricciardo varð fyrsti ökumaður- inn sem ekur ekki fyrir Mercedes til að ná sigri í ár. Keppnin hófst eins og aðrar á þessu tímabili, Mercedes öku- mennirnir byggðu upp forskot sem enginn virtist geta ógnað. Svo komu í ljós bilanir í rafkerfi hjá þeim. Sú bilun leiddi til að Lewis Hamilton hætti keppni. Rosberg tókst að keyra í kringum vanda- málið. Vandamál Mercedes liðsins hóf- ust á 37. hring. Vandamálið var það að kerfið sem aðstoðar við hemlun og breytir þeirri orku sem mynd- ast við hemlun í rafmagn til að knýja bílinn, bilaði og hætti því að aðstoða við hemlun. Bremsurn- ar ofhitnuðu í kjölfari. Það nýtti Ricciardo sér á lokasprettinum og kom fyrstur í mark. „Þegar ég var ungur strákur ímyndaði ég mér oft að ég myndi standa efstur á palli. Þegar maður loksins kemst þangað þá er til- finningin skrítin,“ sagði Ricciardo brosmildur eftir keppnina. „Það hljómar samt ótrúlega vel að heyra að ég sé efstur. Þetta er frábært en samt svo óraunverulegt því allt hefur gerst svo hratt hjá mér.“ Ricciardo kom til Red Bull fyrir tveimur árum eftir að hafa verið í tvö ár hjá Toro Rosso. Hann er fjórði Ástralinn sem nær að sigra í Formúlu 1. Rosberg leiðir stigakeppni öku- manna með 140 stig og Lewis Hamilton er annar með 118 stig. Ricciardo er nú kominn upp í þriðja sætið með 79 stig og Fern- ando Alonso kemur þar á eftir með 69 stig. Mercedes er með yfirburðastöðu í keppni bílasmiða með 258 stig. Red Bull er með 139 stig og önnur lið mun minna. - hbg Skrítin tilfi nning að sigra í keppni Ástralinn Daniel Ricciardo ók best allra í kanadíska kappakstrinum í gær. ÁNÆGÐUR Ricciardo fagnaði innilega í Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.