Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.06.2014, Blaðsíða 62
10. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Allir eiga rétt á frelsi til ákvarðana um líf sitt og líkama. Víða eru þó margir sviptir þessum sjálfsákvörð- unarrétti og sæta refsingu fyrir að nýta þann rétt. Í Úganda er fólk til dæmis sett á bak við lás og slá fyrir það eitt að elska einstakling af sama kyni. Í El Salvador er for- takslaust bann við fóstureyðingum jafnvel þótt líf konu eða stúlku sé í húfi eða þungun afleiðing nauðgun- ar eða sifjaspells. Þetta eru brot á alþjóðlega viðurkenndum mannrétt- indum sem kallast kyn- og frjósem- isréttindi en milljónir sæta slíkum brotum á hverjum degi,“ segir Ásta Kristjánsdóttir ljósmyndari sem opnar ljósmyndasýninguna Minn líkami, mín réttindi í samvinnu við Íslandsdeild Amnesty International á Kexi Hosteli á morgun. Sýningin er liður í herferð Amnesty International sem beinir sjónum að þessum réttindum fólks. Á sýningunni túlkar Ásta þær til- finningar sem fólk upplifir þegar það sætir brotum á þessum rétt- indum sem lúta að kynferði, líkam- anum, kynhneigð og frjósemi. Þeir aðilar sem komu að þessu verkefni gáfu vinnu sína en í hlutverkum þolenda voru til dæmis Brynhildur Guðjónsdóttir, Ólafur Darri Ólafs- son, Páll Óskar Hjálmtýsson og Erna Ómarsdóttir. - mm Þetta eru brot á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindum sem kallast kyn- og frjósemisréttindi en milljónir sæta slíkum brotum á hverjum degi. „Það er frábært samstarf í gangi hjá okkur, við erum að semja saman tónlist og texta,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, einn söngvara hljómsveitarinnar Todmobile. Sveitin á nú í sam- starfi við tónlistargoðsögnina Jon And erson. Anderson og Tod- mobile semja nú tónlist fyrir væntan lega plötu Todmobile. „Samstarfi ð er í raun bara fram- hald af þessum tónleikum sem við spiluðum á saman í fyrra í Hörpu. Það gekk svo vel að Jon fékk mikinn áhuga á frekara samstarfi ,“ bætir Eyþór Ingi við. Þorvaldur Bjarni og Jon Ander- son sömdu saman lagið Wings of Heaven sem var frumfl utt á tónleikunum. Jon Anderson er eins og fl estir vita þekktastur fyrir að hafa verið söngvari progg sveitarinnar Yes. Hann er þó ekki staddur hér á landi með sveitinni. „Samskiptin fara fram í gegnum netið og símann.“ Anderson syngur lag á væntan- legri plötu sveitarinnar og þá er hann einnig að semja enska texta. „Hann er meðal annars að semja enskan texta við lagið Hafmey, sem kom út á síðustu plötu, 7,“ bætir Eyþór Ingi við. Hann segist sjálfur vera mikill aðdáandi Jons Anderson. „Þetta er náttúrulega bara frábært. Það var algjörlega mögnuð upplifun að stíga á stokk með kallinum á síðasta ári,“ segir Eyþór Ingi. Tónleikar Todmobile og Jons Anderson voru teknir upp og nú á að gefa þá út á DVD í Bandaríkjunum. „Þetta er DVD- diskur sem inniheldur samstarf hans við sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn og svo eru tónleikarnir okkar líka á dis- knum,“ bætir Eyþór Ingi við. - glp Goðsögn semur með Todmobile Jon Anderson, söngvari Yes, á nú í samstarfi við Tod- mobile og semur bæði tónlist og texta. Hann syngur meðal annars lag á væntanlegri plötu sveitarinnar. SAMSTARF Hljómsveitin Todmobile og Jon Anderson vinna saman að næstu plötu Todmobile. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Afh júpandi ljósmyndasýning Ásta Kristjánsdóttir opnar sýningu í samstarfi við Amnesty International. MÖGNUÐ MYND Erna Ómarsdóttir í hlutverki þolanda. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR „Ég er fastagestur á Snaps Bistro á Þórsgötu. Frábært starfsfólk og ljúffengur matur!“ Íris Hrund tónlistarkona BESTI BITINN „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meist- aradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er til- nefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhús- inu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli til- nefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upp- runalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Ungling- inn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdans- skóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stav- anger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fót- boltanum til Portúgals í æfinga- búðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fót- boltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðju- maður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í bolt- anum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurf- um við oft að aðstoða miðjumenn- ina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ gunnarleo@frettabladid.is Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar til Grímu- verðlaunanna fyrir verkið Unglingurinn. Þeir bjuggust ekki við þessari velgengni. Á TÚR Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. MYND/ÚR EINKASAFNI Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leik- ritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar. Arnór Björnsson Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.