Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 11.06.2014, Síða 6
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hver er forstöðumaður úrskurðar- nefndar um umhverfi s- og auðlindamál? 2. Hverjir eru Norðurlandameistarar í fjölþraut unglinga? 3. Fyrir hvaða verk eru Arnór Björns- son og Óli Gunnar Gunnarsson til- nefndir til Grímuverðlaunanna? SVÖR: 1. Nanna Magnúsdóttir. 2. Sveinbjörg Zoph oníasdóttir og Ingi Rúnar Kristinsson. 3. Fyrir verkið Unglingurinn. DÓMSMÁL Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í svokölluðu Aur- um-máli í Héraðsdómi Reykjavík- ur, segir það ekki rétt sem haldið hafi verið fram að dómurinn hafi valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki um ættartengsl sér- fróðs meðdómara í málinu. Ólafur Þór Hauksson, sérstak- ur saksóknari, hefur sagst mundu hafa mótmælt skipan Sverris Ólafs- sonar sem sérfróðs meðdómara í Aurum-málinu ef hann hefði vitað að Sverrir er bróðir Ólafs Ólafsson- ar kaupsýslumanns, sem ákærður var af sérstökum saksóknara og dæmdur í Al-Thani-málinu. Guðjón segir að vegna margs konar misvísandi fréttaflutnings af málinu þyki honum rétt að það komi fram að hann sem dómsfor- maður gæti að hæfi sérfróðs með- dómsmanns. „Það var gert eins og lög áskilja. Meðdómsmaður hefur enga til- kynningaskyldu út á við. Ef mál- flytjendur eru ósammála dómsfor- manni um hæfi meðdómsmanns geta þeir gert athugasemdir. Sé það ekki gert er ekki við dóminn að sakast,“ segir Guðjón. Eftir að flestir sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir af ákærum sérstaks saksóknara ræddi hann skipan Sverris Ólafs- sonar sem meðdómara. „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ svar- aði Ólafur Þór Hauksson í fréttum Bylgjunnar laugardaginn 8. júní, spurður hvort vakin yrði athygli á þessu atriði fyrir Hæstarétti ef málinu verður áfrýjað þangað eða að jafnvel krafist yrði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. Sem fyrr segir telur Guðjón S. Marteinsson ekki við héraðsdóm að sakast geri málflytjendur ekki athugasemdir. „Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að dómurinn, hér dómsformaður eða meðdómsmað- ur, hafi með athöfnum eða athafna- leysi valdið einhvers konar réttar- spjöllum þannig að ákæruvaldið hafi ekki komið að andmælum. Ákæruvaldið á við sjálft sig hvern- ig það kannar bakgrunn sérfróðra meðdómsmanna. Hvað ákæruvald- ið vissi eða vissi ekki er fyrir utan þessa umræðu,“ segir Guðjón. gar@frettabladid.is Spilltum ekki málinu segir Aurum-dómari Guðjón S. Marteinsson, dómsformaður í Aurum-málinu í Héraðsdómi Reykjavík- ur, segir hvorki hann né sérfróðan meðdómara í málinu hafa valdið réttarspjöllum með því að upplýsa ekki sérstakan saksóknara um ættartengsl meðdómarans. AURUM-MÁLIÐ Í DÓMSAL Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, við meðferð Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ákæru- valdið á við sjálft sig hvernig það kannar bak- grunn sér- fróðra með- dómsmanna. Guðjón S. Marteinsson, héraðsdómari ÚKRAÍNA, AP Ihor Bilús, aðstoðar- skattaráðherra Úkraínu, segir að forveri hans í embætti hafi tekið þátt í að skipuleggja stór- felld fjársvik, sem gengu út á að búið var til flókið net fjölmargra gervifyrirtækja sem notað var til að fela slóð peninga sem ráða- menn og embættismenn fengu í vasann. Sérstakt leyniherbergi hafði verið útbúið í ráðuneytinu, þar sem lagt var á ráðin. Herbergið var útbúið með gegnsæju borði og gegnsæjum stólum sem áttu að tryggja að ekki væri hægt að hlera það sem þar fór fram án þess að viðstaddir tækju eftir því. Oleksandr Klymenko, forveri Bílús í embætti, neitar þessum ásökunum og segist alltaf hafa barist gegn spillingu. Bilús hefur hins vegar dreg- ið fram skjöl sem virðast styðja málflutning hans: „Í meginatrið- um var það svoleiðis að hvar svo sem borið er niður þá var spill- ing við lýði í Úkraínu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Önnu Derevjankó, framkvæmdastjóra evrópska viðskiptasambandsins í Úkraínu. Hún segir mjög erfitt að vera ósammála ásökunum ráð- herrans. Klymenko er, rétt eins og forsetinn fyrrverandi, Viktor Janúkóvitsj, flúinn úr landi. Þegar nýir ráðamenn tóku við völdum fyrr á þessu ári fóru þeir að rannsaka starfshætti fyrri stjórnar og segjast fljótlega hafa rekist á ýmislegt gruggugt. - gb Úkraínustjórn segir stjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta, hafa stundað stórfelld fjársvik: Bjuggu til flókið net gervifyrirtækja IHOR BILÚS Aðstoðarskattaráðherra Úkraínu hefur rannsakað starfshætti forvera síns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL „Það þokaðist lítið í samkomulagsátt á fundinum í gær. Menn voru að kasta á milli sín hugmyndum. Samninganefnd- irnar verða að skoða þær fram að hádegi en þá förum við aftur á fund,“ segir Maríus Sigurjóns- son, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar sem starfa hjá Ice- landair hafa boðað sólarhrings vinnustöðvun sem hefst klukk- an sex að morgni 16. júní og svo ótímabundna vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 19. júní, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Maríus segir að í samningun- um sé meðal annars verið að ræða breytingar á vaktafyrirkomulagi flugvirkja. Auk þess eru samningamenn að ræða gjörbreytt lagalegt umhverfi flugvirkja er votta við- hald á flugvélum. Síauknar kröfur um ábyrgð flugvirkja hafa verið innleiddar sem lög eftir tilskip- unum Evrópuráðsins og Evrópsku flugmálastjórnarinnar (EASA) án viðurkenningar af hálfu flugrek- anda. Icelandair segir að flugvirkjar séu að fara fram á allt að þrjátíu prósenta hækkun launa en það segja flugvirkjar fjarri öllum sanni. - jme Stíf fundarhöld í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hjá ríkissáttasemjara: Lítið þokast hjá flugvirkjum STEFNIR Í VERKFALL Breytingar á vaktafyrirkomulagi eru meðal þess sem tekist er á um í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ? Göngutjald Tempest 200 2,75 kg - 5000mm vatnsheldni Venom 300 dúnpoki, 900gr Vatnsheldar Cargo töskur frá Vango 45 -120L verð frá 20% afsláttur af Mammut fatnaði Margar gerðir af prímusum Verð frá Vango og Mammut göngudýnur Verð frá Vango bakpoki- Transalp 30L Göngustafir frá Allir gönguskór með 20% afslætti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.