Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 42
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 Ég ákvað að svekkja mig ekki á því og vera fremur ánægður með gullið og góða bætingu. Ingi Rúnar Kristinsson Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 54,5 millj. 180 fm neðri sérhæð með bílskúr Falleg og mikið endurnýjuð Stór verönd í suður og pallur Stutt í náttúrperlur Seltjarnarness Miðbraut 41 7 0 Seltjarnarnes Lágmúla 4 www.miklaborg.is Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason, Sölufulltrúi olafur@miklaborg.is sími: 822 2307 OPIÐ HÚS Fimmtudag 12. júní 18:00 - 19:00 Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 39,5 millj. Falleg 102 fm neðri hæð Fallegt og reisulegt fjórbýlishús Mikil lofthæð í íbúðinni Frábær staðsetning Garðastræti 161 0 1 Reykjavík Lágmúla 4 www.miklaborg.is Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason, Sölufulltrúi olafur@miklaborg.is sími: 822 2307 OPIÐ HÚS Fimmtudag 12. júní 17:00 - 17:45 Fallegt og mjög vel staðsett einbýlishús á einni hæð neðst við fossvoginn. Mjög gott skipulag og fallegur stór garður með skjólgóðum veröndum. Mikið af fallegum trjám, m.a. eplatré. Fjögur svefnherbergi. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er húsið skráð 187 fm. Eignin verður sýnd í dag, miðvikud. 11.júní, milli kl. 17:15 og kl. 17:45. V. 88 m. 4122 Haðaland 3 - 108 Rvk OP IÐ HÚ S MI ÐV IKU DA G Miðvikudag 11. júní kl. 20.00 Allir á völlinn! EINN AF LYKIL LEIKJUM ÁRSINS! PEPSI–DEILDIN FRJÁLSÍÞRÓTTIR „Þetta var tær snilld. Það hafði varla verið góður dagur í vor en svo komu tveir frá- bærir þegar mótið fór fram,“ sagði tugþrautarkappinn Ingi Rúnar Kristinsson í Breiðabliki um veð- urblíðuna í Kópavogi um helgina en þar fór Norðurlandamótið í fjöl- þraut fram. Ingi Rúnar bar sigur úr býtum í flokki 20-22 ára og náði þriðja besta árangri Íslendings frá upphafi í þeim aldursflokki. Aðeins Örn Clausen og Einar Daði Lárus- son hafa gert betur. „Góða veðrið gerði gæfumun- inn. Það hjálpar til að halda manni heitum og svo er maður bara betur upplagður,“ bætti Ingi Rúnar við, en hann fékk 7.156 stig fyrir þraut- ina sína um helgina. Alls náði hann að bæta sig í þremur greinum og sinn besta árangur í þraut um 201 stig. Miklu máli skiptir þó að hann vann þó nokkra persónulega sigra eftir meiðslabaráttu síðustu ára. Fyrsta bæting í fjögur ár „Fram að sautján ára aldri hafði ég verið nokkurn veginn alveg laus við meiðsli en þá meiddist ég á olnboga sem gerði mér erfitt fyrir í spjótkastinu. Ég gat núna um helgina loksins beitt mér almenni- lega í spjótinu og bætti mig í grein- inni í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði hinn 21 árs gamli Ingi Rúnar sem kastaði 49,99 metra. „Svo hef ég líka verið með svo- kallað stökkvarahné en náði að stökkva á þeim fæti í fyrsta sinn í tvö ár. Ég tók þátt í tveimur þraut- um í fyrra og hástökkið mitt í betri þrautinni var 1,77 metrar en nú fór ég yfir 1,91. Það er heilmikill munur og færði mér meira en 100 stig,“ útskýrir hann. Hann bætti sig einnig í kúlu- varpi og langstökki og var hvað ánægðastur með árangurinn í síðarnefndu greininni. „Ég bætti mig um 32 cm og komst yfir sjö metra í fyrsta skipti. Það hafði verið draumur hjá mér í langan tíma og frábært að ná því loksins.“ Hársbreidd frá EM-lágmarki Ingi Rúnar var þó ekki alveg laus við meiðslin um helgina en hann segir að honum hafi gengið mun betur í stökk- og kastgreinum en hlaupagreinunum. „Ég hef verið meiddur aftan í læri og því hefur hlaupaþjálfunin verið aðeins á eftir hinum greinun- um. Ég get skrifað vandræðagang í grindahlaupinu um helgina á klaufaskap en í 1.500 metra hlaup- inu fékk ég krampa aftan í lærin þegar tveir hringir voru eftir og ég ætlaði að taka af skarið,“ segir Ingi Rúnar. „1.500 m hlaup hefur ávallt verið nokkuð sterk grein hjá mér en ég ákvað að beita mér ekki af fullum krafti á endasprettinum til að hlífa mér við frekari meiðslum. Ég vildi ekki taka neina áhættu,“ segir Ingi Rúnar og bætir við að krampinn hafi líklega gert það að verkum að hann rétt svo missti af lágmarkinu fyrir EM U-23 ára sem fer fram næsta sumar. „Ég varð af rúmlega 100 stig- um í 1.500 m hlaupinu og endaði aðeins 44 stigum frá lágmarkinu sem er 7.200 stig. Ég ákvað samt að svekkja mig ekki á því og vera fremur ánægður með gullið og góða bætingu í þrautinni,“ segir hann. Starfar á keppnisvellinum Ingi Rúnar er Kópavogsbúi og var því á heimavelli á Kópavogsvell- inum um helgina. Reyndar hefur hann starfað á vellinum síðast- liðin fjögur sumur og vann til að mynda að því að undirbúa völlinn fyrir mótið sem hann svo sigraði í. „Það var svolítið skrítið að sinna sínum eigin undirbúningi fyrir keppnina og að undirbúa völl- inn á sama tíma. Yfirleitt reynir maður að vinna minna vikuna fyrir keppni og ég átti von á að það yrði erfitt í mínu tilfelli, en sem betur fer fór það allt saman vel.“ Hann hefur sett stefnuna hátt og segir það háleitt markmið hjá sér að komast yfir 7.500 stig í sumar. „En það væri líka gott að komast þó að minnsta kosti yfir 7.200 stig og ná lágmarkinu,“ segir hann. „Næsta mót er Evrópubikarkeppn- in fyrstu helgina í júlí og þar náði ég minni bestu þraut í fyrra.“ Stóri draumurinn er svo að kom- ast á Ólympíuleika eins og hjá svo mörgu frjálsíþróttafólki. „Ég hef mjög lengi stefnt að því að keppa á leikunum 2016. Það hefur svo fjar- lægst mér síðustu ár eftir öll mín meiðsli þar sem ég hef ekki náð þeim árangri sem ég hefði viljað. En ef ég kemst í 7.400-7.500 stig í sumar verð ég nokkuð jákvæður á nýjan leik. Ég stefni fyrst um sinn á að halda mínu striki og vera meiðslafrír. Það er öllu öðru mikil- vægara.“ eirikur@frettabladid.is Stefnir enn á ÓL í Ríó Ingi Rúnar Kristinsson varð um helgina Norðurlandameistari síns aldursfl okk í fj ölþraut. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu árin en árangurinn um helgina gefur góð fyrirheit um framtíðina í tugþrautinni. HÁRSBREIDD FRÁ LÁGMARKI Inga Rúnar Kristinsson vantar lítið upp á að komast á EM U-23 ára næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.