Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 24
FÓLK|MENNTUN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir MIKIL AF- KÖST „Annað sem gerir það að verkum að við náum svona góðum afköstum er að við kennum þrjá daga í viku; á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Hina dagana eru nem- endur í skólanum að vinna heima- vinnuna.“ Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust. Þar er hægt að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Námið veitir góðan und- irbúning undir fjölbreytt háskólanám. Skólinn er með fyrstu skólum sem mun kenna eftir nýrri aðalnámsskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. LOTUKERFIÐ GEFIST VEL En hvernig er hægt að komast yfir allt námsefnið á helmingi skemmri tíma en venja er? „Það gerum við með góðri skipu- lagningu á tíma nemenda. Við brjótum námið upp í lotur sem hver er sex vikur að lengd. Í lok hverrar lotu eru próf. Námsgreinar í hverri lotu eru aðeins þrjár eða mun færri en almennt er í framhaldsskólunum. Námsgreinunum er lokið eftir hverja lotu og þá taka næstu námsgreinar við,“ útskýrir skólastjór- inn Ólafur Haukur Johnson. „Þetta kerfi hefur gefið góða raun og okkur hefur tekist að fá nemendur til að vinna mjög skipulega. Annað sem gerir það að verkum að við náum svona góðum afköstum er að við kennum þrjá daga í viku; á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum. Hina dagana eru nemendur í skólanum að vinna heimavinnuna. Þá eru kennar- arnir til taks og geta aðstoðað ef þörf krefur. Þegar í kennslustund er komið er því gert ráð fyrir að nemendur séu búnir að vinna heima. Kennslutíminn í hverri námsgrein er vissulega skemmri en í öðrum skólum en þetta kerfi hefur gert okkur kleift að komast hraðar yfir en ella,“ segir Ólafur. NEMENDUR VITA HVERT ÞEIR STEFNA Ólafur segir hægt að skipta nemenda- hópnum í tvennt. „Þetta eru annars veg- ar nemendur sem koma beint úr grunn- skóla og hafa augastað á því sem þeir ætla að gera í framtíðinni. Þeir vilja því ljúka framhaldsskóla á sem skemmstum tíma. Hins vegar eru nemendur sem hafa af einhverri ástæðu ekki náð að fóta sig í framhaldsskóla. Margir hafa verið úti í at- vinnulífinu en fá svo augastað á tilteknu háskólanámi og vilja því ljúka stúdents- prófi á skömmum tíma.“ PERSÓNULEGUR SKÓLI Skólinn er að sögn Ólafs lítill og persónu- legur og er vel haldið utan um fólk. Nem- endur eru á öllum aldri. „Við höfum náð að virkja til vinnu einstaklinga sem hafa jafnvel þvælst á milli skóla og ekki náð árangri fyrr. Hjá okkur tekst þeim loks að vinna skipulega og margir hafa haft það á orði að þeir hefðu aldrei útskrifast sem stúdentar ef þeir hefðu ekki verið í þessu kerfi. Hér skipta öguð vinnubrögð og samviskusemi öllu máli, jafnvel meira máli en miklar námsgáfur.“ MIKILL ÁHUGI Menntaskólinn Hraðbraut verður rekinn án fjárstuðnings ríkisins í ár og því eru skólagjöldin umtalsverð. Ráðherra hefur hafnað því að gera þjónustusamning við skólann vegna fjárhags ríkissjóðs. Engu að síður var ákveðið að opna skólann, enda áhuginn mikill. Skólagjöld verða því að standa undir rekstri og verða 890.000 á hverju skólaári. Fjárhagslegur ávinning- ur nemenda af því að ljúka háskólanámi fyrr er þó að sögn Ólafs miklu meiri en nemur skólagjöldunum enda aukast ævi- tekjurnar til muna við að komast tveimur árum fyrr út í atvinnulífið. UMSÓKNARFRESTUR TIL 13. JÚNÍ Hægt er að sækja um skólavist á heima- síðu skólans, hradbraut.is, til föstudags- ins 13. júní. Áhugasamir eru sömuleiðis hvattir til að líta við en skólinn er til húsa að Faxafeni 10. Hann er opinn frá 9 til 12 og 14 til 16. STÚDENTSPRÓF Á TVEIMUR ÁRUM MENNTASKÓLINN HRAÐBRAUT KYNNIR Menntaskólinn Hraðbraut tekur til starfa á ný í haust, eftir tveggja ára hlé. Þar er boðið upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs í stað fjögurra ára. Boðið er upp á tvær námsbrautir; náttúruvís- indabraut og hugvísindabraut, og er samsetningunni hagað þannig að námið veiti sem bestan undirbúning undir fjölbreytt nám á háskólastigi. FJÁRHAGSLEGUR ÁVINNINGUR Ólafur segir það auka ævi- tekjurnar til muna að komast tveimur árum fyrr út í atvinnulífið. MYND/STEFÁN NEMENDUR Á ÖLLUM ALDRI Skólinn er til húsa í Faxafeni 10. Nem- endur eru á öllum aldri og eiga það sameigin- legt að vilja ljúka stúd- entsprófi á skömmum tíma. Niðjasamtök Gunnlaugsstaðaættarinnar Ættarmót og aðalfundur verður á Þórisstöðum í Svínadal, helgina 4. til 6. júlí 2014. www.thorisstadir.is sjá nánar á facebook síðu samtakanna Aðalfundur verður laugardaginn 5. júlí kl.: 14.00 Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum. Munið einnig skógarferð í Lundinn 21. júní n.k. Stjórnin. RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.