Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 28
 | 6 11. júní 2014 | miðvikudagur Ósjaldan heyrist fólk kvarta yfi r dýrtíð hér á landi. Eitthvert lögmál virðist segja til um að gallabuxur (merkjavara) séu á um tíföldu því verði sem gerist í Bandaríkjunum til dæmis – svipað á við um annan fatnað. Barnaföt eru gjarnan á uppsprengdu verði. Bílaumboð verð- leggja varahluti líkt og þeir væru gerðir úr skíragulli, fjöldafram- leiddir hlutir á borð við ljósaperur sem oft þarf að skipta um eru á fl eiri hundruð krónur og hafa rokið upp í verði eftir að hér voru inn- leiddar reglur sem gera gömlu góðu glóperuna útlæga. Á sumum sviðum sér maður hvar orsökin liggur. Þannig liggur fyrir að álögur hins opinbera sprengja verð á eldsneyti og áfengi upp úr öllum kvörðum og því skiljanlegur sá munur sem er á verðinu hér á landi annars vegar og í útlöndum hins vegar. Á öðrum sviðum er torveldara að sjá mun- inn. Stundum er munur á útlendu verði og innlendu svo mikill að maður veltir fyrir sér hvort verslanir og jafnvel heildsalar hér á landi kaupi varninginn fullu verði í versl- unum í útlöndum og eigi svo eftir að leggja á hann sinn skerf áður en hann ratar í hill- urnar hér. Nema að veltan sé svo takmörkuð að álagningin þurfi að vera fl eiri hundruð prósent. Eða græðgin svo mikil, fyrst fólk virðist láta ósköpin yfi r sig ganga. Tækniframfarir síðustu ára gera hins vegar að valkostum fólks hefur fjölgað og þeim heldur áfram að fjölga stórum skrefum. Mætti því ætla að um leið lækkuðu þolmörk fólks gagnvart ofurverðlagningu, af hvaða orsök sem hún annars er. Undirritaður hefur nýverið reynt þetta á eigin skinni. Ekki fyrir löngu skoðaði hann í fyrsta sinn vef AliExpress, en svo nefn- ist kínverskur söluvefur með margvíslegan varning, af ekki ósvipaðri uppsetningu og Amazon.com. Taldi hann sig þá vanta loft- fl æðisskynjara í gamla Toyota-bifreið sína. Umboðið gaf upp verð sem var vel yfi r tutt- ugu þúsund krónum þannig að smágrúsk á netinu virtist geta borgað sig. Rétti hlutur- inn fannst á kínverska vefnum og kostaði hingað kominn rétt um þrjú þúsund krónur. Steininn tók svo úr þegar nýja aðalljósaperu þurfti líka í farkost- inn. Pungað var út rétt tæpum 2.400 krónum fyrir eina slíka hjá stórri varahlutaverslun. (Bíllinn tekur nefnilega sérlega dýrar perur af H4B tegund.) Verðið er svipað á bensínstöðvum, með ísetningu. Núna tók minn sig aftur til og leitaði á kínverska söluvefnum og með góðum árangri. Eftir hálfan mánuð komu í pósti fjórar ljósaperur, sem greiða þurfti 700 krónur fyrir, með sendingarkostnaði. Það gerir 175 krónur stykkið. Fyrir verð einnar ljósaperu á Klakanum er hægt að panta fjórtán frá Kína. Rétt er að taka fram að um ágætisperur er að ræða, þótt ekki heiti þær Osram. Á þessum kjörum var hægt að leyfa sér þann lúxus að skipta um í báðum framljósum og eiga perur eftir til skiptanna. Núna bíður undirritaður eftir USB-tengdu utanáliggjandi geisla- drifi /-skrifara á þriðjungi þess verðs sem rukkað er í lágvöruverslun- um með tölvuhluti hér á landi. Um næstu mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína og líklegt verður að telja að æ fl eiri uppgötvi þá kosti þess að sniðganga milliliði í innfl utningi sem virðast stunda ofurálagn- ingu. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvaða áhrif það hefur á verslun hér heima. Hitt er víst að á meðan fólk lætur okrið yfi r sig ganga, þá breytist ekkert, nema kannski til hins verra. Fríverslun við Kína kemst á um næstu mánaðamót: Til höfuðs okrinu Stundum er munur á útlendu verði og innlendu svo mikill að maður veltir fyrir sér hvort verslanir og jafnvel heild- salar hér á landi kaupi varning- inn fullu verði í verslunum í útlöndum. Markaðshornið ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON FISKELDI FJARÐALAX Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mannfjöldi í Vesturbyggð og Tálknafirði er í dag 1.246 íbúar og hefur fjölgað um 60 íbúa eða 5% frá árinu 2012 en þá var íbúa- fjöldinn kominn niður í 1.186. Ef spár ganga eftir verður fiskeldið á suðurfjörðunum mjög umfangs- mikið á tiltölulega skömmum tíma. Vinnsla á afurðum frá eld- inu verður mikil og þörf á aukn- um mannafla við vinnslu á afurð- um. Sumar sjávarbyggðirnar eiga því nokkur atvinnutækifæri inni í fiskeldi sem eru handan við horn- ið, t.d. á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði. Reikna má fastlega með að þróun íbúafjölda á suður- fjörðunum verði afar jákvæð á næstu árum. Á Bíldudal er næg atvinna en miklar breytingar eru fram undan í atvinnulífinu á staðnum. Unnið er að undirbúningi á umfangsmiklu laxeldi sem gæti skapað 150 störf þegar fram í sækir. Viðfangsefn- ið þar er að búa samfélagið undir að taka á móti svo stóru fyrirtæki þannig að þróunin verði farsæl fyrir byggðarlagið. Á Tálknafirði er stærsta atvinnugreinin sjávarútvegur og vinnsla en umsvifin í fisk- eldi hvers konar fara vaxandi. Á staðnum eru starfandi tvær seiðaeldisstöðvar, önnur í eigu Dýrfisks og hin í eigu Arnar- lax. Einnig rekur Tungusilungur landeldi og reykhús, Fjarðalax er með útibú á staðnum sem þjónust- ar laxeldi sem er í firðinum og í Tálknafirði er vísir að þorskeldi. Patreksfjörður er kauptún- ið í Vesturbyggð sem stendur við samnefndan fjörð, syðstan fjarða á Vestfjörðum. Íbúar hafa afkomu sína af sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi sem og þjónustu við nágrannasveitir og ferðamenn. Fjarðalax er með lax- eldi í firðinum og vinnslu á laxi í kauptúninu. Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Þar má meðal annars nefna nýtt heilsárshótel á Patreksfirði, vinnslu og flutning á fiski frá Patreksfirði, uppbyggingu seiða- eldisstöðvar Dýrfisks í Norður- Botni í Tálknafirði og seiðaeldis- stöðvar Arnarlax á Gileyri við Tálknafjörð, flutning á seiðum frá Tálknafirði í aðra firði, útsetn- ingu 250.000 seiða á þessu vori hjá Arnarlaxi og fyrirhugaða bygg- ingu á 3.000 til 4.000 fermetra vinnsluhúsi á Bíldudal. Reikna má með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi í ár á suður- fjarðasvæðinu. Framleiðsla á lax- fiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörðunum og gera má ráð fyrir að fljótlega skapist enn meiri verðmæti í fiskeldi eða allt að þrjár milljónir króna á hvert mannsbarn á suðurfjörðum Vestfjarða. Mikil samgöngubót er að nýrri Breiðafjarðarferju, Baldri, sem kom til Stykkishólms í apríl sl. Við komu ferjunnar tvöfaldast rými fyrir bíla, en nýja skipið tekur 45-50 bíla og um 300 far- þega. Þörfin fyrir stærri ferju var orðin brýn enda hafa flutn- ingar frá suðurfjörðunum aukist mikið með auknu fiskeldi og auk- inni vinnslu ferskra sjávarafurða til útflutnings. Fiskeldið styrkir byggða- þróun á Vestfjörðum FISKELDI Guðbergur Rúnarsson frkvstj. Landssambands fi skeldisstöðva Uppbygging á suðurfjörðunum byggist í vaxandi mæli á fiskeldi og ferðaþjónustu sem styðja hvort annað. Mótmælt á hluthafafundi General Motors í Detroit í gær MÓTMÆLA- OG HLUTHAFAFUNDUR Tveir Detroit-búar mótmæla fyrir framan höfuðstöðvar General Motors þar sem árlegur hluthafafundur fór fram í gær. Mennirnir hafa mótmælt í nokkra daga fyrir utan byggingu General Motors en hluthafafundurinn er haldinn á sama tíma og 85 lögsóknir hafa verið höfðaðar gegn fyrirtækinu vegna bilunar í kveikjulásum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.