Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 16
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 Sjá má lengri útgáfu greinarin- nar með heimildaskrá á Vísi. visir.is Það vakti furðu félaga í Búmönnum hsf., þegar frumvarp til laga um leið- réttingu verðtryggðra fast- eignaveðlána var lagt fyrir Alþingi Íslendinga. Í 3. gr. frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum, segir: „Leiðrétting tekur ekki til lögaðila, þrátt fyrir að til láns hafi verið stofnað með beinum eða óbeinum hætti í þágu einstaklinga. Þ.m.t. samkvæmt lögum nr. 66/2003, um húsnæðissam- vinnufélög.“ Með þessu ákvæði er greini- legt að öllum sem eiga búseturétt í íbúðum Búmanna, eða hjá öðrum húsnæðissamvinnufélögum, er haldið utan við þessar leiðrétting- ar. Rök fyrir þeirri ákvörðun eru síður en svo augljós. Búmenn er húsnæðissamvinnu- félag sem ekki er rekið með ágóða- sjónarmið í huga heldur hefur að markmiði öflun og umsjón hent- ugs íbúðarhúsnæðis fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur. Á bak við hvert einasta íbúðar- lán sem veitt hefur verið til félags- ins er fólk sem er að reyna að tryggja sér hentugt húsnæði. Það hefur skuldbundið sig til að greiða af lánunum sem Íbúðalánasjóður veitti til byggingar þessara íbúða með undirskrift sinni á þinglýstum samningi við Búmenn. Þau hafa lotið nákvæmlega sömu lögmálum og önnur lán sem Íbúðalánasjóður hefur veitt einstaklingum. Eini munurinn er að íbúarnir greiða af lánunum til Búmanna sem greiða svo aftur til Íbúðalánasjóðs, þ.e. greiðslan til sjóðsins fer í gegnum kennitölu Búmanna. Það er rétt að vekja athygli á að fyrir þann 5. október 2008 var enginn rekstrar- vandi hjá Búmönnum og van- skil við Íbúðalánasjóð engin. Við hrunið breyttist margt hjá þeim eins og öðrum. Lán þeirra stökkbreyttust á nákvæmlega sama hátt og hjá öðrum íbúðareigendum og þar með greiðslubyrði íbúa hjá Búmönnum. Til viðbót- ar breyttust mjög aðstæður á íbúðamarkaði í suðurkjör- dæmi, ekki síst á Reykjanesi þar sem inn á markaðinn kom mikill fjöldi leiguíbúða sem áður tilheyrðu hernum á Keflavíkur- flugvelli. Þær voru settar á markað langt undir markaðsverði og ekki var mögulegt að keppa við þær í verði. Þetta hefur valdið Búmönn- um ómældum erfiðleikum og þrátt fyrir viðræður við starfsmenn Íbúðalánasjóðs síðastliðin fimm og hálft ár hafa þær engu skilað. Sama er að segja um viðbrögð frá ráðherrum og nefndaformönnum við málaleitunum Búmanna. Á sama tíma heyrum við að félagsmálaráðherra og forustu- menn launþegasamtaka, ásamt sveitarstjórnarmönnum, eru ræða um stofnun nýrra húsnæðissam- vinnufélaga að norrænni fyrir- mynd sem á að leysa allan vanda fólks varðandi valkosti í húsnæð- ismálum! Aðgerðir stjórnvalda í skulda- málum, hvað varðar félagsmenn Búmanna, ganga þvert á fram- tíðarsýn sömu stjórnvalda. Með henni er félagsmönnum húsnæð- issamvinnufélaga stórlega mis- munað. Dettur einhverjum í hug að það hvetji til stofnunar nýrra slíkra félaga? Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur lagt áherslu á að um almennar aðgerð- ir sé að ræða varðandi leiðréttingu íbúðalána. Það gengur ekki að ætla að skilja útundan á sjötta hundrað fjölskyldna hjá Búmönnum. Lán þeirra hafa tekið hækkunum hvern mánuð á nákvæmlega sama hátt og hjá öllum öðrum sem skulda í sinni íbúð. Lán þeirra tilheyra vaxtabótakerfinu og þar með eru þær taldar af ríkisvaldinu nær því að vera eigendur en leigjend- ur fram að þessu. Eins hafa þeir, sem aldur hafa til, notið afsláttar af fasteignagjöldum. Hvað er framundan? Afar brýnt er að húsnæðissam- vinnufélög landsins fái að vita um áform stjórnmálamanna og Íbúða- lánasjóðs um framtíð sína milli- liðalaust. Aðgerðarleysi og ósam- kvæmni í málflutningi er ekki viðunandi. Ríkisstjórnin getur ekki hvatt til stofnunar nýrra húsnæðis- samvinnufélaga meðan félagar þeirra sem fyrir eru verða að þola misrétti. Nær væri að notfæra sér reynslu þeirra og búa í haginn fyrir þau með endurskoðun á lagaum- hverfinu. Ríkisstjórnin verður að koma sér saman um hvað hún vill. Hvers vegna ekki húsnæðissamvinnufélög? Þessari spurningu var oft beint til mín, meðan ég var starfandi sóknar- prestur. Hún kemur enn upp af ýmsu tilefni, og nú nýlega frá foreldri barns, sem horfir fram til þess- ara tímamóta í lífi sínu. Mig langar að svara henni einnig hér á opinberum vettvangi. Á síðustu starfsárum mínum hafði ég þann sið að byrja á því að spyrja börnin, hvers vegna þau vildu fermast. Svörin voru margvísleg. Vilji foreldra skipti greinilega miklu máli, gjafirnar, að fylgja straumnum og svo margt annað, og mjög víða skipti hið trúarlega mestu. Ég sagði þeim, að við skyldum skoða þetta allt. Ég hefði t.d. ekkert á móti gjöfun- um, því ég hefði fundið það á eigin skinni, drengur, sem ekki var af efnuðu fólki kominn, hvað það sem ég fékk í fermingargjöf hjálpaði mikið til að auðga líf minna æsku- ára. En ég vildi, að börnin hefðu tilganginn á hreinu. – Það felst í heitinu ferming, að fermingarat- höfnin er staðfesting á skírninni. En það er bara hinn trúarlegi þátt- ur. Honum fylgir svo miklu meira, sem á að hafa gjörtæk áhrif á lífið í kringum okkur. Ég byrjaði því á að spyrja börnin, hvort þeim fyndist heimurinn nógu góður í dag. Svarið var þeim auðvelt. Nei! Hann er það ekki. Þá sagði ég við þau, að þótt þau væru ekki byrjuð á námi sínu hjá mér, þá vissu þau það mikið um kenningar Krists, að þau ættu að geta svarað næstu spurningu: Teljið þið, að ef mikill meirihluti íbúa heims- ins fylgdi boðum Krists, yrði eins mikið um styrjaldir, hungursneyð, fátækt, mannréttindabrot, ofbeldi manna í milli, einelti og annað slíkt, sem þið sjáið að hindrar menn í að lifa hamingjusamir hver við annars hlið? Svarið var enn jafn- ákveðið. Nei! Þá er komið að því, sagði ég, sem ég sé mikilvægast í fermingunni. Þegar ég legg hendur yfir ykkur í vor, þá er ég, dýpst skoðað, að vígja ykkur sem baráttumenn fyrir betri heimi. Ég nefndi víst bæði riddara og valkyrjur í þessu sambandi og fékk góðar undirtektir. Það var auð- fundið, að þetta var hlutverk sem börnin vildu sinna. Þau vildu vera hluti af hreyfingu, sem hafði þetta að takmarki. Það kom vel í ljós, er á leið námstímann, að þetta er ekki auðvelt. En þá var bent á hjálpina í því að tengjast fjöldasamtökum, sem eiga þessi markmið og svo dýrmætustu einstaklingsbundnu hjálpina, sem felst í bæn til Guðs. Það var þeim mörgum nýtt að hægt væri að biðja hvar sem var, jafn- vel á salerninu eða í strætó á leið í skólann. Guð er alls staðar nálægur, þótt hann sé ekki sýnilegur. Ein harðasta gagnrýnin á trúar- líf mannsins, er að ekki sé hægt að byggja líf sitt á ósýnilegum veru- leika, sem ekki verði sannaður með aðferðum raunvísindanna. Við ræddum oft í fermingarfræðslunni um kærleikann, foreldraástina og ástina milli karls og konu. Þetta er ekki hægt að sjá eða sanna. Þetta er huglægt eins og Guð. En samt er þetta raunverulegt og hefur áhrif. Ég heyrði fyrir nokkrum árum sögu, sem ég hefði gjarnan vilj- að kunna fyrr. Hún er um fyrsta rússneska geimfarann, Juri Gag- arin. Þegar hann kom úr geimför sinni, sagði hann trúr sínum komm- únisma: Guð er örugglega ekki til. Ég sá hann hvergi. Þekktasti heila- skurðlæknir Bandaríkjanna heyrði þetta og mælti: Já, þetta er athygl- isvert. Ég er búinn að opna mörg þúsund hauskúpur og hef hvergi orðið var við hugsun. Sameinumst öll í baráttunni fyrir betri heimi. Hvað er fermingin? Á internetinu fer hring eftir hring sannkallað hryllingsmyndband. Það sýnir stóra sjófugla við Kyrrahafið sem eru að tætast upp að innan vegna þess að þeir gleypa í sak- leysi sínu tappa og leif- ar af plastflöskum sem fljóta í risastórri hringrás um hafið. Myndbandið er áminning um hve margt er ennþá óunnið í heiminum við að hreinsa náttúruna af úrgangi okkar sjálfra. Hér á Íslandi er ástandið betra en víða annars staðar. Um þess- ar mundir er haldið upp á 25 ára afmæli þess fyrirtækis sem á stór- an þátt í því. Þann 7. júní 1989 komu fulltrúar 14 félaga saman og stofn- uðu Endurvinnsluna hf. Félögin höfðu ýmissa hagsmuna að gæta en féllust öll á að vaxandi fjöldi af not- uðum flöskum og dósum í umhverfi okkar gengi ekki lengur. Komið var á fót söfnun með skilakerfi, þannig að viðskiptavin- ur greiddi álag ofan á drykkjar- vöruumbúðir. Það fékk hann svo endurgreitt þegar umbúðunum var skilað. Þótt ótrúlegt megi nú virðast heyrðust efasemd- ir um að ástæða væri til að fara út á þessa braut. Í Tímanum 10. ágúst 1989 var t.d. farið háðulegum orðum um Endurvinnsluna sem kölluð var „sósíalismi í rusli“ og klykkt út með: „Það kemur þess vegna að því að Endurvinnslan deyr úr hráefnisskorti, vegna þess að þótt nokkr- ir aurar fáist fyrir dós [eða flösku] nennir enginn að standa í slíkum peðringi þegar öskukall- arnir koma í hverri viku til að hirða ruslið eins og þeir hafa alltaf gert.“ Þjóðþrifaverk Nú gera sér allir grein fyrir því að þeir sem koma umbúðum í End- urvinnsluna eru að vinna þjóð- þrifaverk. Drykkjarumbúðir sjást ekki lengur á víð og dreif eða eru að minnsta kosti fljótar að hverfa þegar einhverjum verður á að henda slíku frá sér. Ýmis háttur hefur verið hafð- ur á hjá Endurvinnslunni á þeim 25 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins. Árið 2008 tók End- urvinnslan í notkun nýjar talning- arvélar sem nú eru komnar upp á nokkrum stöðum á landinu. Þann- ig var þjónustan stóraukin við við- skiptavini sem þurftu ekki lengur að flokka og telja heilar umbúðir. Jafnframt er Endurvinnslan eitt fárra sambærilegra fyrirtækja í heimi sem tekur við beygluðum umbúðum. Meira að segja á Norð- urlöndum er það ekki gert og því hefur fólk þar ennþá tilhneigingu til að skilja þær eftir úti í náttúrunni. Það er ekki bara plastið sem feng- ur er að því að endurvinna. End- urunnar áldósir verða að nýjum dósum á 60 dögum en við endur- vinnslu áls eru einungis notuð fimm prósent þeirrar orku sem þarf til að framleiða nýtt ál. Þá hefur Endurvinnslan frá upp- hafi stutt við ýmis góðgerðarfélög og verið í samstarfi við björgunar- sveitir, skáta, íþróttafélög og vernd- aða vinnustaði. Starfsfólk Endurvinnslunnar leyfir sér að líta yfir sögu fyrir- tækisins þennan aldarfjórðung með stolti. Það er mikið ánægjuefni að eiga þátt í svo nauðsynlegu verkefni í slíkri sátt við þjóðina. Að ekki sé minnst á sjófuglana! Í sátt við menn og sjófugla Ísinn á suðurpólnum hefur ekki mælst meiri í 30 ár. Í ágúst á síðasta ári var ísþekjan á norð- urpólnum 29% stærri en í ágúst árið 2012. Sam- felld ísþekjan sem þakti norðurpólinn þá svaraði til meira en helmingsins af stærð Evrópu. Fyrir sex árum síðan spáðu vís- indamenn því að norður- póllinn myndi vera orðinn íslaus með öllu sumarið 2013. Samanlögð ísþekja suður og norðurpólsins mælist nú nán- ast sú sama og hún var fyrir 30 árum síðan. Stærð ísbjarnarstofnsins nálg- ast sögulegt hámark, telur 20-25 þúsund dýr. Talið er að ísbirnirn- ir hafi aðeins verið 5-10 þúsund á fimmta og sjötta áratugnum. Ísbirnirnir hafa lifað af tímabil þar sem ísinn á norðurhveli jarð- ar hvarf með öllu, færðu sig þá upp á fastalandið. Spár vísindamanna IPCC gerðu ráð fyrir því að hitastig á jörðinni myndi hækka um 0,25 gráður á áratug. Á síðustu fimmtán árum hefur hitastig á jörðinni aðeins hækkað um 0,06 gráður. Skekkj- an í spám vísindamannanna er því meiri en 400%. Kemur lítil ísöld? Það er ekki rétt að það sé sam- staða á meðal vísindamanna um að þá litlu hlýnun sem hefur orðið á jörðinni (á síðustu öld hækk- aði hitastig jarðar um 0,8 gráð- ur) megi rekja til kolefnislosun- ar mannsins. Í Bandaríkjunum hafa meira en 30 þúsund vísinda- menn sett nafn sitt undir yfirlýs- ingu þar sem kenningunni um hlýnun jarðar af mannavöldum er hafnað. Rússneskir vísindamenn spá því að við séum að fara inn í litla ísöld. Þeir telja að hitastig á jörð- inni muni falla um 1,5 gráðu til ársins 2050. Þann 12. desember á síðasta ári féll snjór í Egypta- landi í fyrsta skipti í yfir 100 ár. Og vart þarf að rifja upp kulda- kastið í Bandaríkjunum eftir ára- mótin. Árið 1998 féll hitamet á jörð- inni (samt kaldara en árin 1921, 1931, 1934 og 1953). Á síðustu 15 árum höfum við sem sagt ekki fengið heitara ár en árið 1998 og hitinn á jörðinni hefur vart vaxið um mælanlega stærð þrátt fyrir metlosun á CO2 á árunum 2000- 10. Á árunum um 950-1250 var hlýskeið á jörðinni og á árunum ca. 1400-1700 fengu jarðarbúar litla ísöld. Þannig að hitastig á jörð- inni hefur í gegnum tíðina sveifl- ast upp og niður. Efasemdarmenn um hlýnun jarðar af manna völdum vilja skella skuldinni á sólina. Þeir segja að það skiptist á kaflar aukinnar (hlýskeið) og minnk- aðrar (kuldaskeið) sólvirkni sem standa í 30-40 ár. Kenningin er að minnkuð sólvirkni stuðli að auk- inni myndun skýja sem hafi kæl- andi áhrif á jörðina. Þegar virkni sólar er lítil sjást fáir/engir blett- ir á sólinni. Þetta er það sem sjón- aukar NASA sýna í dag. Ég tel mig síður en svo vera sérfræðing um loftslagsbreyt- ingar og ég er ekki að reyna að afsanna kenninguna um hlýn- un jarðar af mannavöldum. Það sem ég er að benda á er að kenn- ingin er komin í nauðvörn og það er margt sem bendir til þess að við stefnum núna í þveröfuga átt. Ef hitastig á jörðinni lækkar þá á það víst að vera ef eitthvað er verra heldur en ef hitastigið hækkar. Hér kemur svo síðan sjálfsagt þversögnin finnst einhverjum. Ég er einlægur umhverfisvernd- arsinni. Ég mæli ekki stóriðjum eða umhverfisspjöllunum sem þær hafa í för með sér bót. Ég mæli ekki taumlausu kjötáti jarð- arbúa bót. A.m.k. einn þriðji hluti ræktarlands jarðar er notaður til að rækta skepnufóður (með allri skógareyðingunni sem því fylgir). Nautgriparæktun (og þá er aðal- lega verið að tala um vindlosun nautgripa) losar meira af „skað- legum“ gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar. En ég mæli því svo sannarlega heldur ekki bót ef það er verið að skattleggja mig og komandi kyn- slóðir vegna koltvísýringslosunar á fölskum forsendum. Um loftslags- breytingar HÚSNÆÐI Haraldur Finnsson formaður búsetufélags Búmanna við Grænlandsleið Sigurður Jónsson formaður búsetufélags Búmanna við Kríu-, Lóu- og Kjóaland Þórir Sigurbjörnsson formaður búsetufélags Bú- manna við Ferjuvað ➜ Búmenn er húsnæðis- samvinnufélag sem ekki er rekið með ágóðasjónarmið í huga heldur hefur að markmiði öfl un og umsjón hentugs íbúðarhúsnæðis fyrir fólk sem komið er yfi r miðjan aldur. TRÚMÁL Þórir Stephensen prestur UMHVERFIS- MÁL Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar UMHVERFIS- MÁL Sölvi Jónsson starfar með fötluðum ➜ Ég tel mig síður en svo vera sérfræð- ing um loftslags- breytingar og ég er ekki að reyna að afsanna kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.