Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 11. júní 2014 | 36. tölublað | 10. árgangur STAFRÆN PRENTUN! ➜ Vörur Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis ORF Líftækni, eru fáanlegar í um 700 verslunum og í fi mm heimsálfum. ➜ Tekjur samstæðunnar námu hálfum milljarði króna árið 2013 og áætl- anir gera ráð fyrir 650 milljóna króna sölu- tekjum á þessu ári. ➜ Rekstur ORF Líftækni gæti skilað hagnaði í fyrsta sinn, segir Krist- inn D. Grétarsson, for- stjóri samstæðunnar. Í 700 VERSLUNUM Í 25 LÖNDUM Fjölgun þrátt fyrir verkföll Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að ferða- mönnum muni fjölga í það minnsta um 20 prósent á þessu ári frá því í fyrra, þrátt fyrir að ferðum hafi verið fækkað hjá Icelandair samhliða verkfalli flugmanna. Alls fóru 66.700 ferðamenn frá landinu um Keflavíkurflugvöll í maímánuði sem svarar til 24,4 prósenta fjölgunar milli ára en miðað við tölur Isavia yfir úthlutuð stæði hefði mátt búast við fjölgun um 31 prósent. Forsendur spárinnar kunna þó að bresta verði af frekari verkföllum innan flugstéttarinnar en flugvirkjar hafa boðað verkfall í júní og flugmenn sömdu aðeins til 30. september. - fbj Ríkidæmi eykst í heiminum Auður einkaaðila jókst um fjórtán prósent á síðasta ári um heim allan og nú er svo komið að einkaaðilar um heim allan eiga hundrað fimmtíu og tvær trilljónir dollara. BBC greinir frá. Hækkunina á síðasta ári má að mestu rekja til hækkandi hlutabréfaverðs. Mest varð hækkunin í Asíu, ef Japan er undanskilið, og þar jókst auður- inn um rúm þrjátíu prósent á einu ári. Tölurnar eru teknar saman af ráðgjafarfyrir- tæki í Boston og þegar talað er um einka-auð er átt við beinharða peninga, innstæður á bankabókum, hlutabréf og aðrar eignir einkaaðila en fyrirtæki og fasteignir eru ekki teknar með í reikninginn. Þá fjölgaði milljónamæringum um rúmar þrjár milljónir á árinu. - grv LSR keypti bæði og seldi í gær Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) keypti í gær átta milljónir hluta í fasteignafélaginu Regin. Verðmæti bréf- anna nam 130 milljónum króna miðað við skráð gengi við lokun markaða í gær. LSR á nú 74 millj- ónir hluta, eða 5,18 pró- sent, í fasteignafélaginu. LSR seldi einnig 7,75 milljónir hluta í Icelandair. Gengi bréfanna var þá 17,65 krónur á hlut og heildarsöluandvirðið því um 136 milljónir króna. Sjóðurinn á nú 9,9 prósent í flugfélaginu, eða 495 milljónir hluta. - hg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.