Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 34
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 „Ég stofnaði þessa hátíð 2012 eftir að hafa hugsað um hana í mörg ár,“ segir Víking- ur Heiðar Ólafsson píanóleikari um tónlist- arhátíðina Reykjavík Midsummer Music sem hefst á föstudaginn. „Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins, enda vilja allir koma og spila á þessari hátíð sem ég leyfi mér að álykta að sé bæði vegna listræns metnaðar viðkom- andi tónlistarmanns og löngunar til að koma til Íslands og spila í Hörpu. Það hefur reynst alveg ótrúlega auðvelt fyrir mig að fá frá- bæra listamenn til landsins til þess að gera eitthvað skemmtilegt.“ Þema hátíðarinnar í ár er Minimal-Maxi- mal og eru hugleiðingar um hið stóra og hið smáa rauði þráðurinn í gegnum fjölbreytta dagskrá alls níu tónleika, þar sem saman kemur tón- og hljóðlist úr ýmsum áttum, frá strengjakvartettum til plötusnúða. „Mér er umhugað um að engin árgerð af hátíðinni líkist öðrum árgerðum hennar,“ segir Vík- ingur Heiðar. „Mér finnst gaman að reyna að finna óvæntar tengingar og búa til boga yfir þessa níu tónleika. Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt.“ Á opnunartónleikunum á föstudaginn leikur Víkingur Goldberg-tilbrigði Bachs og auk þess sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji, sem leikur á Stradivariusfiðlu frá 1729, leikur Chaconnu Bachs. Síðan reka hverjir tónleikarnir aðra, þrennir á laugar- dag, þrennir á sunnudag og tvennir á mánu- dag, en Víkingur segir hápunktinn sennilega vera tónleika Mahler Chamber Orchestra og finnska fiðluleikarans Pekka Kuusisto í Eldborg á sunnudaginn. „Það eru rosaspenn- andi tónleikar, finnst mér,“ segir hann. „Þau eru með prógramm sem er mjög minimal/ maximal þar sem Bach er teflt saman við bandarísku minimalistana John Adams og Steve Reich.“ Menningarhúsið Skúrinn tekur þátt í hátíðinni með sínum hætti, en honum hefur þegar verið komið fyrir við Hörpu. „Skúrinn er náttúrulega hjarta hátíðarinnar,“ segir Víkingur Heiðar. „Um leið og ég var búinn að ákveða þetta minimal/maximal þema þá kom ekkert annað til greina en að Skúr- inn yrði æfingaaðstaða hátíðarinnar. Hann tekur sér mjög maximal stöðu við hliðina á Hörpu og varpar annars vegar ljósi á líf tón- listarmannsins; að vera 99 prósent af tím- anum að æfa sig við spastískar aðstæður, og eitt prósent að spila í Hörpu eða einhverjum fínum sölum. Hins vegar er Skúrinn opinn æfingasalur með tveimur píanóum í mis- góðu ástandi þar sem ég æfi mitt prógramm í eftirmiðdaginn – og fæ vonandi fleiri með mér þegar hátíðin hefst – svo fólk getur komið og fylgst með hátíðinni verða til. Mér finnst klassísk tónlist vera dálítið bundin af því að einblína á hina endanlegu útkomu, þessar níutíu mínútur á sviðinu á tónleik- um, og mér finnst skemmtilegt að veita fólki pínu innsýn í ferlið. Það er svo margt í því sem hefur ekki mikið verið miðlað.“ Meðal erlendra listamanna hátíðarinnar í ár er ísraelski víóluleikarinn Amihai Grosz, sem er leiðari í Berlínar-Fílharmóníunni og meðal innlendra listamanna má nefna Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, Davíð Þór Jónsson, Pétur Grétars- son, Ghostigital og Finnboga Pétursson. Hátíðinni lýkur svo með úrvinnslu þýska plötusnúðsins DJ Georg Konrad á efni hennar, þar sem hann nýtur liðsinnis ein- leikara úr Mahler Chamber Orchestra. Allar upplýsingar um dagskrá hátíðar- innar og listamennina sem fram koma er að finna á heimasíðunni reykjavikmidsumm- ermusic.com. fridrikab@frettabladid.is Vangaveltur um hið smáa og stóra Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music hefst í þriðja sinn á föstudaginn og stendur fram á mánudag. Hátíðin er í samstarfi Hörpu og Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara sem segir alveg einstaklega auðvelt að lokka hingað frábæra erlenda listamenn eft ir að Harpa varð að veruleika. REYKJAVÍK MIDSUMMER MUSIC „Í ár hverfist allt um þetta stóra og smáa og vangaveltur um það hvað er stórt og hvað smátt,“ segir Víkingur Heiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þegar Harpa var risin vissi ég að hún væri akkúrat rétti staðurinn til að laða kollega mína erlendis til landsins. NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Mercedes-Benz A 220 CDI Árg. 2013, ekinn 8 þús. km, dísil, 170 hö., sjálfskiptur, Urban pakki (sportsæti, 17“ álfelgur, tvöfalt púst), bakkmyndavél, bluetooth, hiti í sætum ofl. Verð: 5.290.000 kr. MERCEDES-BENZ CLS 350 BLUETEC 4MATIC Árgerð 2013, ekinn 12. þús. km, dísil, 252 hö., sjálfskiptur, leðuráklæði, sóllúga, minni í sætum, ljósapakki Xenon, 19“ álfelgur, bluetooth ofl. Verð: 13.890.000 kr. MERCEDES-BENZ GLK 220 CDI 4MATIC Árg. 2012, ekinn 25. þúsund km, dísil, 170 hö., sjálfsk., inniljósapakki, hiti í framsætum, skyggðar rúður, krómpakki utan, bluetooth ofl. Verð: 7.390.000 kr. Mercedes-Benz 420 SE Árg. 1988, ekinn 197 þús. km, bensín, 225 hö., sjálfskiptur. Mikið endurnýjaður. Eins og nýr innan sem utan. Eintak sem vert er að skoða! Verð: 1.990.000 kr. Veldu notaðan Mercedes-Benz Mercedes-Benz E 250 CDI 4MATIC Árg. 2013, ekinn 11 þús. km, dísil, 205 hö., sjálfskiptur, Led og Xenon ljós, minni og rafmagn í sætum, panorama sólþak, Elegance útfærsla, leður, bluetooth ofl. Verð: 11.490.000 kr. Mercedes-Benz ML 350 BLUETEC 4MATIC Árg. 2012, ekinn 12 þús. km, dísil, 259 hö., sjálfskiptur, Intelligent light system (framljós aðlagast bílum fyrir framan), íslandskort, dráttarbeisli, lykla- laust aðgengi, Xenon og led ljós, minni og rafmagn í sætum ofl. Verð: 13.490.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.