Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 46
11. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Íslenskt vatn, það er svo ferskt og svalandi.“ Nína Dögg Filippusdóttir leikkona SUMARDRYKKURINN „Við erum að kanna sannleiks- gildi Íslendingasagnanna. Við tökum fyrir Njálu og ég ákvað að fá hann til að prófa hvort það sé mögulegt að Gunnar á Hlíðar- enda hafi hoppað hæð sína í loft upp og svo framvegis,“ segir leik- arinn Guðjón Davíð Karlsson, oft- ast kallaður Gói. Hann er þáttar- stjórnandi Stundarinnar okkar og fékk kraftajötuninn Hafþór Júl- íus Björnsson til að leika Gunnar á Hlíðarenda. Stundin okkar er í tökum núna og fer nýja þáttaröðin í loftið næsta vetur. „Fjöldi leikara kemur fram í þessari nýju þáttaröð. Það er mikil spenna og eftirvænting í loftinu,“ segir Gói en hann vill lítið segja um hverjir aðrir leggja hönd á plóg í barnaþættinum. „Það er hernaðarleyndarmál enn sem komið er. En þetta verð- ur eitthvað,“ segir Gói. Heimildir Fréttablaðsins herma að leikararn- ir Jóhann Sigurðarson, Ilmur Krist- jánsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir komi við sögu í þáttunum. - lkg Hafþór Júlíus í Stundinni okkar Leikur Gunnar á Hlíðarenda í barnaþáttunum sem fara í loft ið næsta vetur. GÓI OG FJALLIÐ Vel fór á með þeim Góa og Hafþóri Júlíusi á setti. MYND/ÚR EINKASAFNI ➜ Hafþór Júlíus hefur vakið heimsathygli fyrir hlutverk sitt sem Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttun- um Game of Thrones. Vakti hrottafengin slagsmálasena sem sýnd var fyrir stuttu sér- staka athygli þar sem Fjallið barðist við Oberyn prins, betur þekktan sem The Viper. „Þetta var æðislega gaman að sýna myndina í fyrsta sinn fyrir almenn- ing. Ég var pínu stressuð yfir við- brögðunum en þetta gekk upp,“ segir kvikmyndagerðarkonan Yrsa Roca Fannberg sem hlaut áhorf- endaverðlaun Skjaldborgar fyrir mynd sína Salóme. Myndin er frumraun Yrsu og fjallar um samband hennar við móður sína, Salóme Fannberg veflistakonu. Myndin hefur verið fjögur ár í bígerð en Yrsa byrj- aði á henni er hún stundaði nám í heimildarmyndagerð á Spáni. „Mig langaði að gera mynd um mömmu, manneskjuna á bak við listina. Hún byrjaði aftur að vefa á sama tíma og upptökur hófust, eftir 20 ára hlé, en myndin þróaðist síðan út í mynd um okkar samband,“ segir Yrsa sem var sjö mánuði í tökum. „Ég leigði íbúðina fyrir ofan mömmu og tökuferlið fór þannig fram að ég mætti niður til hennar á náttfötun- um klukkan sjö á hverjum morgni. Mamma fékk sérsýningu á mynd- inni og ég held að hún hafi verið nokkuð sátt.“ Myndin er framleidd af Skark- ala, sem er fyrirtæki Yrsu og Helgu Rakelar Rafnsdóttur, sem einnig á stóran þátt í myndinni ásamt fleir- um sem lögðu hönd á plóg við gerð myndarinnar. Yrsa segir verðlaun- in hafi komið sér á óvart og að hún voni að myndin fái áframhaldandi líf í kjölfarið. „Mig langar að sýna hana í Reykjavík. Næst á dagskrá er að gera stuttmynd, eitthvað sem er á mörkum myndlistar og heim- ildarmyndar.“ Hægt er að fræðast um Yrsu og hennar verk á vefsíðun- um Yrsarocafannberg.net og Yrsa- rocafannberg.info. - áp Myndaði samband sitt við móðurina Yrsa Roca Fannberg hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar fyrir myndina Salóme. ÁNÆGÐAR Þær Yrsa Roca Fannberg og Helga Rakel Rafnsdóttir voru sáttar með áhorfendaverðlaunin. „Ég er að búa mér til skemmtileg- asta verkefni sem ég gæti mögu- lega búið mér til, ég er bíladellu- kall og hef gengið með þessa hugmynd í um tólf ár,“ segir leik- arinn Gunnar Hansson en hann er höfundur og leikstýrir nýrri íslenskri kvikmynd ásamt Davíð Óskari Ólafssyni. Myndin ber tit- ilinn Bakk. Ásamt því að leikstýra myndinni leikur Gunnar einnig eitt aðalhlutverkanna en auk hans leika Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir einnig í myndinni. „Eins og ég segi þá hef ég gengið með þessa hugmynd í um tólf ár en þetta fór svo á flug þegar Davíð Óskar og Árni Filippusson hjá Mystery komu inn í þetta, þá fór þetta að gerast,“ bætir Gunnar við. Framleiðslufyrirtækið Myst ery hefur unnið að gerð fjölda vinsælla kvikmynda og má nefna Málm- haus, Sveitabrúðkaup og Á annan veg, svo nokkrar séu nefndar. Myndin, sem er gamanmynd, fer í tökur í ágústmánuði og fara tökur fram víðs vegar um land- ið. „Myndin fjallar um tvo æsku- vini sem ákveða að bakka hring- inn í kringum landið. Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta,“ segir Davíð Óskar. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem einhverjum dettur í hug að bakka hringinn í kringum landið. „Árið 1981 bakkaði Hallgrímur Marinósson hringinn í kringum landið, þetta var fyrsta landssöfn- un einstaklings fyrir góðan mál- stað, hann gerði þetta einn í ævin- týramennsku. Helsti munurinn á honum og persónum myndarinnar er að þær fara vanhugsað út í þetta og lenda í veseni. Hallgrímur var aftur á móti betur undirbúinn og notaði meðal annars stóra spegla,“ útskýrir Gunnar. Ekki liggur fyrir hvernig bíll verður notaður í myndinni en það verður að minnsta kosti mikið álag á honum. „Við erum enn að velta þessu fyrir okkur, bíllinn leikur allavega stórt hlutverk,“ bætir Gunnar við. Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin á næsta ári, í kring- um páskaleytið. gunnarleo@frettabladid.is Bakka hringveginn Ný íslensk gamanmynd er væntanleg en hún ber nafnið Bakk. Í myndinni bakka aðalleikarar myndarinnar hringinn í kringum landið og lenda í ýmsu. BAKKARI Gunnar Hansson er höfund ur kvik- myndarinnar BAKK en hann leikstýrir myndinni og leikur einnig eitt aðalhlutverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að keyra aftur á bak á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða er ekki alveg það auðveldasta en við erum að fara að gera þetta. Davíð Óskar Ólafsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.