Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.06.2014, Blaðsíða 20
 | 2 11. júní 2014 | miðvikudagur Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 11. júní ➜ Vaxtaákvörðunardagur Seðla- banka Íslands ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í júní 2014 Föstudagur 13. júní ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir ➜ Atvinnuleysistölur fyrir maí ➜ Vísitala launa á 1. ársfjórðungi 2014 Mánudagur 16. júní ➜ Fiskafli í maí 2014 Miðvikudagur 18. júní ➜ Samræmd vísitala neysluverðs í maí 2014 ➜ Vinnumarkaður í maí 2014 Fimmtudagur 19. júní ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu ➜ Verðmæti sjávarafla janúar–mars 2014 Föstudagur 20. júní ➜ Upplýsingar um leiguverð íbúðar- húsnæðis ➜ Vísitala byggingarkostnaðar fyrir júlí 2014 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 118,00 -9,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 227,50 -13,2% -2,4% Fjarskipti (Vodafone) 30,45 11,7% -2,4% Hagar 44,65 16,3% -0,6% Icelandair Group 17,65 -3,0% -0,8% Marel 109,00 -18,0% -0,5% N1 16,70 -11,6% 0,0% Nýherji 4,20 15,1% 0,0% Reginn 16,20 4,2% 0,6% Tryggingamiðstöðin* 26,00 -18,9% 0,0% Vátryggingafélag Íslands** 9,14 -15,3% 0,2% Össur 275,50 20,3% -1,6% HB Grandi 28,00 1,1% 3,7% Sjóvá 12,61 -6,7% -0,9% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.164,73 -7,5% -0,6% First North Iceland Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 20,90 57,7% 4,5% Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 145,00 0,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 20,3% frá áramótum HB GRANDI 3,7% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN -18,9% frá áramótum EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANSDS -2,4% í síðustu viku 3 8 5 Taktu gæðin með þér í nesti. Allt í einumpoka ÞÆGILEGT! Frábært fyrir ferðaskrif- stofur eða fyrirtækjahópa. Hægt er að hafa pokann í ýmsum útfærslum og stærðum. Gerum verð- tilboð fyrir stærri hópa. Nestispokinn frá Sóma 565 6000 / somi.is Framtakssjóður Íslands seldi á mánudag allt hlutafé sitt í olíu- félaginu N1. Sjóðurinn átti 20,9 prósent í félaginu eða rúmlega 209 milljónir hluta. Miðað við gengi bréfanna í Kauphöllinni má gera ráð fyrir að söluandvirðið hafi numið rúmum 3,45 milljörðum króna. Gildi lífeyrissjóður keypti í gær um 35 milljónir hluta í olíufélag- inu fyrir um 585 milljónir króna. Sjóðurinn varð þá að öllum líkind- um annar stærsti hluthafi nn með 7,54 prósenta eignarhlut. Ekki er búið að tilkynna um aðra kaup- endur og því ekki víst hvort Gildi sé annar stærsti hluthafi nn á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna. Gengi hlutabréfa N1 hafði hækkað um 0,91 prósent við lokun markaða í gær þegar það var 16,7 krónur á hlut. Velta með bréf fyrirtækisins í gær nam rúmum 3.587 milljónum króna. Heildar- veltan á Aðalmarkaði Kauphallar- innar nam 4.725 milljónum króna. - hg Framtakssjóður Íslands seldi öll sín hlutabréf í olíufélaginu en Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 585 milljónir: Mikil velta með hlutabréf N1 Í KAUPHÖLLINNI N1 var skráð á markað í desember síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Galleria Reykjavík, ný sérvöru- verslun (e. department store), var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heild- arhugmynd, í anda Harrods og Self- ridges en þó smærri í sniðum. Þetta er nokkurs konar lífsstílsversl- un með lúxusvarning í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir að í versluninni verði boðið upp á úrval í mismun- andi verð- og gæðafl okkum. Merk- in sem verslunin hefur á boðstól- um eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Micha- el Kors. Þá verður í versluninni boðið upp á úr í hæsta verðfl okki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá verður á boðstólum íslensk hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo fl otta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi lista- menn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Lands- bankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opn- ast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versl- uninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar mót- tökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard-skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækj- argötu og Flugstöð Leifs Eiríksson- ar. Lúxusvöruverslun opnuð á Laugavegi Verslunin Galleria Reykjavík var opnuð um helgina og mun bjóða upp á merkjavörur í skarti, úrum og fatnaði í hæsta verð- og gæðaflokki. Verslunarstjórinn segir móttökurnar góðar. VERSLUN FANNEY BIRNA JÓNSDÓTTIR | FANNEY@FRETTABLADID.IS LÍF OG FJÖR Á LAUGAVEGI Húsnæðið að Laugavegi 77 er að lifna við með innkomu margra nýrra þjónustufyrirtækja í húsið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Burberry Chloe Loewe Lanvin Moncler Anya Hindmarch Anteprima Il Bisonte Gaga Milano Marc Jacobs Tory Burch Salvatore Ferragamo Michael Kors Scintilla Hildur Hafstein 66°NORTH Tag Heauer Hublot Ulysse Nardin Omega Vörumerki Galleria Reykjavík Rúmlega 60 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru skráð eða í skráningarferli í Vakann, samræmt, opinbert gæðakerfi. Fyrirtæki sem óska eftir aðild fara í gegnum úttekt- arferli sem tekur til reksturs, aðbúnaðar og umhverfis. Þegar fyrirtæki hafa uppfyllt öll viðmið Vakans fá þau heimild til að nota merkið og hafa aukið gæði og öryggi þjónustu sinnar. Áður hefur þessi gæðavottun verið fáanleg fyrir alla þjónustu við ferðamenn utan gistingar, en henni verður bætt við nú í ár. „Það er mikill áhugi fyrir þessu í ferðaþjónustunni, þau fyrirtæki sem standa sig best vilja fá þennan gæða- stimpil. Þegar þau fá hann er búið að grandskoða þessi fyrirtæki, að allir starfshættir séu eins og best verður á kosið,“ segir Áslaug Briem, verkefnastjóri Vakans hjá Ferðamálastofu. Hún segir Vakanum meðal annars ætlað að vera mót- vægi við hálfgert gullgrafaraástand sem gripið hefur um sig í ferðaþjónustunni, þar sem svört atvinnustarf- semi virðist færast í aukana og aðilar bjóða þjónustu sína án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. - fbj Vakinn veitir íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum gæðavottun eftir viðamiklar úttektir: Sextíu fyrirtæki fá gæðavottun ÁBYRG FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamálastofa segir gæði og umhverfisvernd geta veitt fyrirtækjum og ferðaþjónustu- aðilum forskot meðal samkeppnisaðila. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.