Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.06.2014, Blaðsíða 10
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is Undirritaðar umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum fyrir miðnætti hinn 30.apríl 2013 merktar „Tónskáldasjóður Rásar 2“ Laufásvegi 40, 101 Reykjavík Tónskáldasjóður Rásar 2 Umsóknareyðublöð má fá á heimasíðum FTT og STEFs Tónskáldasjóður 365 auglýsir eftir umsóknum Frestu vegna umsókna í Tónskáldasjóð 365 rennur út á miðnætti hins 5. júlí n.k. Undirritaðar umsóknir skulu berast sjóðnum á þar til gerðum eyðublöðum í þríriti ásamt fylgigögnum fyrir miðnætti hinn 5.júlí 2014 merktar: „Tónskáldasjóður 365“ Laufásvegi 40, 101 Reykjavík Umsóknarblöð má fá á heimasíðu STEFs. Umsóknir ber að vanda. 0 m. 5 m. 10 m. 15 m. 20 m. 25 m. 30 m. Mjög umfangsmikil leit hefur staðið yfir að Ástu Stefánsdóttur síðan á þriðjudag í síðustu viku. Hátt í 200 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni án nokkurs árangurs. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að draga úr leitinni en fjölskylda og vinir Ástu hyggjast fara og leita hennar í dag. Ásta Stefánsdóttir er 35 ára lögfræðingur að mennt. Hún er hávaxin og grönn með ljóst skollitað hár. Lögreglan á Hvolsvelli telur nær útilokað að Ásta finnist á lífi úr þessu. Kærasta Ástu, Pino Becerra, fannst látin við botn Bleiksársgljúfurs á þriðjudag. Áður var talið að hún hefði drukknað. Krufning leiddi í ljós að Pino lést við að falla þrjátíu metra niður gljúfrið. Fjölskylda og vinir leita að Ástu í dag FLJÓTSHLÍÐ Nærri útilokað er að íslensku konunni, Ástu Stefáns- dóttur, sem leitað hefur verið að í Fljótshlíð frá því í síðustu viku, hafi skolað niður með Bleiksárgili og út í Markarfljót. Til þess er áin of grunn. „Við erum á þeirri skoðun að konunni hafi ekki getað skolað út í Markarfljót með eðlilegu vatns- magni. Það hafa engar stórleys- ingar verið síðan svo það er ekkert sem bendir til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jón Hermannsson hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann segir að vatnadrög gilsins nái þó upp í fjöll þar sem snjó kynni að hafa leyst. „Ef einhvers staðar hefði myndast krapastífla sem hefði brostið á þessu tímabili þá hefði getað komið í þetta smá- skot en það er ekkert sem bendir til þess að vatnið hafi hækkað neitt.“ Kærasta íslensku konunnar, hin spænska Pino Becerra, fannst látin í hyl neðan við foss gljúfursins. Föt kvennanna fundust efst við gljúfur- brúnina en þau eru eina vísbend- ingin um Ástu. Fótspor sem fundust þrjá kílómetra austur af gljúfrinu eru ekki eftir Ástu eins og talið var að gæti verið. „Það finnast þarna fótspor og við köllum strax til sérfræðinga í að rekja spor. Í framhaldi af því koma rannsóknarlögreglumenn sem hugsanlega gætu greint blóð í spor- unum því það má reikna með að það sé blóð í þeim. Það var ekkert sem svaraði jákvætt í þessum málum,“ segir Jón. Talið er að konurnar hafi gengið um kílómetra langa leið austur að gilinu frá sumarbústað sem þær dvöldu í. Þorsteinn segir að ólík- legustu möguleikar hafi verið kann- aðir. „Við teljum okkur vera sér- fræðinga og þess vegna skoðum við alla möguleika jafnvel þótt þeir séu óhugsandi.“ Fótspor ekki eftir konuna Rannsóknarlögreglumenn og fótsporasérfræðingar kom- ust að því að spor eftir beran fót sem fundust í Fljótshlíð hafi ekki verið eftir íslensku konuna sem hvarf. EFNAHAGSMÁL Tekjur 27 stærstu sveitarfélaganna jukust um 2,8 prósent umfram verðbólgu á síðasta ári. Það er um 0,4 pró- sentustigum meiri vöxtur en árið áður, samkvæmt samantekt grein ingar deildar Arion banka á rekstri sveitarfélaganna. Staða sveitarfélaganna hefur almennt batnað á síðustu árum, og var síðasta ár engin undan- tekning. Að meðaltali skiluðu sveitarfélögin 27, þar sem um 94 prósent íbúa landsins búa, 576 milljóna króna hagnaði í fyrra. Það er mun betri niðurstaða en árið 2012 þegar þau töpuðu 55 milljónum króna, og árið 2011 þegar tapið nam 274 milljónum króna. Greiningardeild Arion bendir á að mestu skipti bætt afkoma fjögurra stærstu sveitarfélaga landsins, Reykjavíkur, Kópa- vogs, Hafnarfjarðar og Akur- eyrar. Þessi fjögur sveitarfé- lög skiluðu 12 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 5,5 milljarða tap árið 2012. Sam- kvæmt lögum sem sett voru árið 2011 mega heildarskuldir sveitar- félaganna ekki vera meiri en 150 prósent af tekjum. Á því eru þó undan tekningar, til dæmis tengdar orkufyrirtækjum, auk þess sem sveitarfélögin fengu tíu ár til að ná þessu marki. Af sveitarfélögunum 27 eru 19 undir þessu viðmiði, en átta skulda meira en 150 prósent af tekjum. Í fjórum er hlutfallið yfir 200 prósent. - bj Staða 27 stærstu sveitarfélaga landsins batnar áfram samkvæmt greiningu frá Arion banka: Tekjurnar jukust meira í fyrra en árið 2012 HEILSA Breska matvælaeftirlitið hvetur fólk til þvo ekki hráan kjúk- ling. Þannig sé dregið úr líkum á því að smitast af veirunni kamfíló- bakter, sem er algengasta tegund matareitrunar í Bretlandi. Meira en fjórir af tíu segjast þvo kjúklinga fyrir eldun. Eftirlitið segir vatnsdropa geti dreift kam- fílóbakter-veirunni yfir húð fólks, vinnusvæði, föt og mataráhöld. Um 280 þúsund manns veikjast árlega af kamfílóbakter í Bretlandi. - fb Breskir neytendur varaðir við: Ekki skal þvo hráan kjúkling REYKJAVÍK Miklu munar um bætta stöðu fjögurra stærstu sveitarfélaganna þegar fjárhagur sveitarfélaga landsins er skoðaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld hóta hörðum refsi- aðgerðum gegn Palestínumönnum vegna þriggja ísraelskra ungmenna sem saknað er síðan á fimmtudag. Ísraelar saka Hamas-samtökin um að hafa rænt ungmennunum. Moshe Yaalon, varnar- málaráðherra Ísraels, segir að Palestínumenn megi reikna með að gjalda mannránin dýru verði. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, notar tilefnið einnig til að hnýta í Mahmúd Abbas, forseta Palestínu, og segir hann bera á endanum ábyrgð á mannránunum þar sem Fatah-samtök hans hafi náð sáttum við Hamas og myndað þjóðstjórn í Palestínu. Þeir Abbas og Netanjaú ræddust við símleiðis í gær vegna málsins, en bein samskipti þeirra hafa verið fátíð. Netanjahú óskaði eftir því að Abbas aðstoðaði við leitina að ungmennunum. Ísraelski herinn hefur verið með fjölmennt lið á Vesturbakkanum að leita að ungmennunum. Þetta eru viðamestu aðgerðir hersins þar í nærri áratug. - gb Ísraelsk stjórnvöld saka Hamas um mannrán og kenna Abbas um: Hóta hörðum refsiaðgerðum ÍSRAELSHER Í HEBRON Ísraelskir hermenn hafa gert dauðaleit að þremur unglingum skammt frá borginni Hebron á Vestur- bakkanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 Föt kvennanna fundust á vesturbakka gljúfursins. Tvennir skór fundust á bakkanum og einar buxur og nærbuxur en aðrar buxur og nærföt höfðu lent aðeins neðar í gljúfrinu. 2 Fossinn í Bleiksárgili er 30 metra hár. 3 Önnur kvennanna, Pino Becerra Bolanos, fannst í hylnum fyrir neðan fossinn. 4 Sprænan sem liggur úr gilinu þykir of vatnslítil til að líkami gæti skolast þar niður. 1 2 3 4 ➜ Sumarbústaðurinn sem konurnar voru í er um það bil einn km vestur af Bleiksárgili. ➜ Um þrjá km austan við gljúfrið fundust spor eftir beran fót. Eftir rannsókn sérfræðinga bendir ekkert til þess að fótsporin tilheyri íslensku konunni. ➜ Þrengri leitarhringur björgunarsveitanna er 1,5 km í allar áttir frá staðnum þar sem Pino féll. ➜ Víðari leit björgunarsveitanna er í 6,4 km radíus frá fossinum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.