Fréttablaðið - 17.06.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 17.06.2014, Síða 12
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | Hraðinn á stórsókn vígamanna samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) í Írak virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. ISIS hefur tekið Mosúl, aðra stærstu borg lands- ins, og margar minni borgir án mikilla átaka við Íraksher, en ekk- ert bendir til þess að samtökin nái höfuðborginni Bagdad á sitt vald á næstunni. Markmið ISIS er að stofna íslamskt ríki með sjaría-lögum. Samtökin hafa skipulagt hryðju- verk í Írak á undanförnum árum, en hafa barist við stjórnarherinn í Sýrlandi síðustu ár og halda þar stóru landsvæði við landamærin við Írak. Á þeim tíma virðast stjórnendur ISIS hafa endurskipulagt sam- tökin, og virðast þau að mörgu leyti virka eins og skæruliðasam- tök en ekki hryðjuverkasamtök, að mati sérfræðinga. Samtökin virð- ast vel skipulögð, vel fjármögnuð og ágætlega tækjum búin. Þetta hefur gert vígamönnum samtakanna kleift að nýta sér undanhald Írakshers í Mosúl og öðrum borgum í norðurhluta Írak og stjórna samtökin nú stórum landsvæðum norður af Bagdad og yfir sýrlensku landamærin. Uppreisnarmenn ISIS eru sagðir hafa framið fjöldamorð á íröskum hermönnum sem þeir tóku til fanga. Ekki er ljóst hversu margir hermenn hafa verið drepnir eftir að þeir gáfust upp, en talsmenn ISIS fullyrða að þeir séu um 1.700 talsins. ISIS sendi frá sér myndir um helgina sem virðast sýna fanga samtakanna tekna af lífi. Qassim al-Moussawi, talsmaður Írakshers, segir myndirnar sýna að í það minnsta 170 hermenn hafi verið teknir af lífi eftir að þeir féllu í hendur ISIS. Þá sýna myndbönd sem sam- tökin hafa sent frá sér hvernig vígamenn þeirra skjóta á bíla og myrða fólk með hríðskotarifflum. Talið er að rúmlega hálf milljón óbreyttra borgara hafi flúið borgir sem ISIS hefur hertekið. Sparkað úr al-Kaída ISIS-samtökin eiga rætur að rekja til Íraks, þar sem þau urðu til úr öðrum samtökum súnníta sem tilheyrðu al-Kaída-hryðjuverka- netinu. Þau fengu nafnið Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær í apríl í fyrra þegar tvenn samtök sameinuðust undir þessu nafni. Leiðtogi ISIS heitir Abu Bakr al- Baghdadi, en hann stýrði al-Kaída í Írak frá árinu 2010. Talið er að um 7.000 vígamenn séu í samtök- unum. ISIS-samtökin njóta þess vafa- sama heiðurs að vera einu aðildar- samtök al-Kaída sem þau alræmdu hryðjuverkasamtök hafa ákveðið að slíta öll tengsl við. Yfirlýsing frá al-Kaída bendir til þess að ISIS hafi látið illa að stjórn. ISIS styðjast við harðlínustefnu og hafa stundað aftökur og hýð- ingar, bannað tónlist, reyk ingar og aðra hegðun sem stjórnendur þeirra telja ekki í anda íslams. Þá vilja samtökin að konur hylji sig frá hvirfli til ilja og taki lítinn sem engan þátt í samfélaginu. Þessi harðlínustefna virðist hafa gengið gegn hagsmunum al-Kaída. Eiga lítið í íraska herinn ISIS hefur náð fjölmörgum bæjum í Írak á sitt vald á undanförnum dögum, þótt vígamönnum sam- takanna hafi ekki alltaf tekist að halda fengnum hlut þegar íraski herinn hefur gert gagnsóknir. Kirk Sowell, sérfræðingur í málefnum Íraks sem rætt er við á fréttavefnum Vox, segir að þótt hersveitir í þeim borgum sem ISIS hefur ráðist á hafi hingað til hörf- að undan hafi Íraksher yfir að ráða margfalt meiri mannafla en ISIS, og mun betri hergögnum. Þess vegna sé afar ólíklegt að liðsmenn ISIS hafi betur í beinum átökum. Þá hafa bandarísk stjórnvöld sent flugmóðurskip og tvö her- skip sem búin eru stýriflaugum á Persaflóa, og gætu þau stutt við aðgerðir Írakshers. Aðgerðir ISIS þykja benda til þess að samtökin hafi endur vakið nærri tíu ára gamlar hernaðar- áætlanir sem aldrei urðu að veru- leika, um að taka úthverfi Bagdad og umkringja borgina. Erfitt að halda landsvæðum Munurinn á hernaðarlegri getu vígamanna ISIS og íraska stjórnar- hersins er mikill. Það þýðir ekki að herinn muni eiga auðvelt með að þurrka út uppreisnarmennina, en það þýðir að ISIS mun eiga erf- itt með að halda landsvæði sem stjórnarherinn reynir að ná á sitt vald, segir Sowell við Vox. Við þetta bætist að þau svæði þar sem ISIS hefur mest ítök eru afar fátæk og lítill möguleiki á að ISIS takist að þróa olíuvinnslu á svæðinu til að fjármagna sig. Draumur ISIS um íslamskt ríki virðist því fjarlægur. „Í rauninni gætu þeir náð að stofna eigið ríki, en bara ef þeir eru tilbúnir til að svelta,“ segir Sowell. Þrátt fyrir þetta hefur Nuri al- Maliki, forsætisráðherra Íraks, beitt sér fyrir því að vígasveitir sjíta berjist við hlið stjórnarhers- ins gegn uppreisnarmönnum ISIS. Sérfræðingar óttast að með því að gefa þessum vígasveitum lögmæti með þessum hætti séu stjórnvöld að bjóða heim hættunni á harð- ari átökum milli súnníta og sjíta í Írak. ANBAR RAQQA HALAB Sjálfstjórnar- hérað Kúrda Damaskus ISIS með ítök Undir stjórn ISIS Borg undir stjórn ISIS Nýlega hertekið af ISIS Mosúl Kirkuk Baiji Tikrit Balad Tal Afar Ramadi Fallujah Deir al Zawr Raqqa Í R A K S Ý R L A N D JÓRDANÍA ÍRAN Persa- flóiSÁDÍ-ARABÍA L ÍB A N O N K Ú V E I T DEIR AL ZAWR HÉRAÐ HASAKAH NINEVEH Bagdad Jalula Sadiyah Muqdadiya 100km VÍGAMENN ISIS SÆKJA Í ÁTT AÐ BAGDAD Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Ólíklegt að ISIS takist að ná Bagdad Vígamenn ISIS-samtakanna berjast nú við Íraksher um stjórn á borgum og bæjum norður af Bagdad. Stjórnarherinn er mun fjölmennari og betur vopnum búinn. ISIS segjast hafa tekið 1.700 íraska hermenn af lífi. Draumur ISIS um að stofna íslamskt ríki virðist fjarlægur. HERMÖNNUM SMALAÐ Í mynd sem ISIS-samtökin hafa sent frá sér sést hvernig mönnum sem sagðir eru hermenn, en eru ekki í einkennisbúningum, er smalað saman og þeir reknir út í skurð. NORDICPHOTOS/AFP TEKNIR AF LÍFI Hermönnunum var skipað að leggjast. ISIS-samtökin sendu þessa mynd frá sér, og segja að mennirnir sem liggja á myndinni hafi allir verið teknir af lífi skömmu eftir að myndin var tekin. NORDICPHOTOS/AFP SKOTINN Tveir liðsmenn ISIS standa yfir óþekktum manni sem hefur verið skotinn til bana, á mynd sem ISIS-samtökin sendu frá sér. NORDICPHOTOS/AFP HERMENN Svörtum fána jíhadista sem ISIS notar er veifað yfir höfðum manna sem sagði eru handsamaðir íraskir her- menn, á mynd sem samtökin sendu frá sér. NORDICPHOTOS/AFP Múslimar í Írak skiptast í tvo hópa. Meirihlutinn, um tveir þriðju hlutar lands- manna, er sjítar en þriðjungur er súnnítar. Fylkingarnar hafa lengi deilt, og hefur það endurspeglast í stjórnmálaástandinu í Írak. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, er sjíti og þykir mörgum súnnítum hann ekki hafa deilt völdum með súnnítum með eðlilegum hætti. Þá hafa stjórnvöld beitt mikilli hörku í baráttu sinni við uppreisnarhópa, og hand- tekið mikinn fjölda súnníta sem sitja oft bak við lás og slá árum saman án réttlátrar málsmeðferðar. Stuðningsmenn ISIS eru súnnítar, en Írak er að mestu stjórnað af sjítum. Átökin eru þó ekki eingöngu á milli þessara tveggja vel afmörkuðu hópa. Kúrdar, sem búa á sjálfstjórnarsvæðum í norðurhluta landsins, eru súnnítar en hafa barist gegn ISIS. Talið er að meirihluti annarra súnníta í Írak vilji frekar láta reyna á friðsamlegar lausnir, aðeins lítill hluti er talinn styðja vopnaða uppreisn gegn stjórnvöldum í Bagdad. Skiptingin í súnníta og sjíta á rætur að rekja til deilna um hver skyldi verða eftirmaður spámannsins Múhameðs. Súnnítar héldu því fram að það ætti að vera Abu Bekr, tengdafaðir Múhameðs, en sjítar töldu það eiga að vera Ali, tengdason Múhameðs. Nokkur munur er á trúarkenningum þessara tveggja hópa. Súnnítar styðjast til dæmis við ýmis ummæli sem höfð eru eftir Múhameð en ekki eru í Kóraninum. ÁTÖKIN EKKI BARA Á MILLI SJÍTA OG SÚNNÍTA • Um 270 þúsund hermenn eru í íraska hernum. Banda- rískir og breskir hermenn hafa hjálpað til við að skipuleggja heraflann og þjálfa hersveitir. • Útgjöld ríkisins til hermála voru um 17 milljarðar banda- ríkjadala á síðasta ári. • Írösk stjórnvöld hafa fengið mikið af hergögnum frá Banda- ríkjunum og Bretlandi, auk þess að hafa pantað orrustuþotur og herþyrlur frá Bandaríkjunum. • Baráttuandinn í hernum er sagður afar lítill, og undanhald hersveita frá Mosúl og nágrenni bendir til þess að það sé rétt. • Eitthvert mannfall hefur verið í sprengjuárásum, auk þess sem liðhlaup er ekki óalgengt. ➜ Baráttuandi íraska hersins lítill ASKÝRING | 12 ÁTÖKIN Í ÍRAK HARÐNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.