Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 17

Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. júní 2014 | SKOÐUN | 17 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First™ Snjallara heyrnartæki Ísland er 70 ára í dag, því ber að fagna og munum við ganga fylktu liði út á götur í fylgd lúðra- sveita, kaupa blöðrur og sleikjó og skemmta okkur í vonandi hinu ágætasta veðri um land allt. Margt merkilegt hefur drifið á daga þess- arar ungu þjóðar og má með sanni segja að það sé hálfótrúlegt hvað við höfum afrekað þrátt fyrir smæðina. Sjálfstæði okkar og tungumál hefur verið varið og við höfum verið þátt- takendur í samstarfi þjóðanna með ágætum árangri. Við höfum skar- að fram úr öðrum í ýmsu og erum ekkert feimin við að berja okkur á brjóst og finnast við býsna merki- legt fólk. Það er gott að hafa sterka þjóð- ernisvitund og þekkja rætur sínar, það er líka hollt og nauðsynlegt að hafa samanburð, vera auðmjúkur og bera virðingu fyrir öðrum sjónar- miðum. Almennt hefur það líklega tekist með ágætum. Nú þegar þjóðin er að komast á „efri“ árin er eflaust margt sem má gagnrýna, en örugg- lega fleira sem má hrósa þegar horft er yfir farinn veg og það gefur tilefni til bjartsýni. Ætli Ísland sé ekki eitt af þeim ríkjum jarðar þar sem best er að búa í margvíslegu tilliti. Við búum við mikið öryggi, frelsi og jafn- rétti kynjanna, þótt auðvitað megi þar gera enn betur. Það er almennt viður kennt að menntakerfið er gott og heilbrigðiskerfið líka. Grunnstoð- irnar eru sterkar, en þær eru langt frá því að vera sjálfsagðar. Mín kynslóð hefur alist upp við stöðuga framþróun, velmegun hefur verið talsverð þótt verulega hafi gefið á bátinn eins og allir vita á undan- förnum árum. Sú staða gerir okkur að vissu leyti erfitt fyrir því við verðum að viðurkenna að við höfum líklega farið of geyst, kannski ofmetnast og ætlast til of mikils af okkur. Næstu árin munu sýna það hvort okkur tekst að halda okkur áfram í efstu deild þjóða heims, sér- staklega þegar kemur að þeim lífs- gæðum sem við teljum hvað mikil- vægust og ég taldi upp hér að ofan. Í úrvalsdeild Tölum því aðeins um heilbrigðis- kerfið sem að mínu viti er líklega eitt það allra mikilvægasta sem við eigum, en ég er auðvitað hlut- drægur í því mati sem læknir. Allir mælikvarðar segja okkur að við spilum þar í úrvalsdeild, samt sem áður er mikið kvartað. Biðtímar eru að lengjast, undirmönnun mikil og nýliðun gengur hægt. Þetta þekkj- um við til viðbótar við þann bar- lóm sem heyrist reglulega varðandi húsakost og tækjabúnað. Við erum að falla niður um deild ef okkur tekst ekki að snúa skútunni, sumir segja að við séum þegar fallin. Það verður okkur dýrkeypt. Ekki ætla ég að metast, en það fer óneitanlega mikið í taugarnar á fagfólki þegar talað er um heilbrigðiskerfið sem kostnað eingöngu. Það er hreinn ávinningur og vafalítið leggur Land- spítali, heilsugæslan um landið og heilbrigðisþjónustan eins og hún leggur sig meira inn en hún tekur út á hverju ári til samfélagsins. Það þýðir hins vegar ekki að það sé ásættanlegt, heilbrigðisþjón ustan verður að svara kalli nútímans, breyttra aðstæðna, breytts sam- skiptamáta og síðast en ekki síst breyttrar samsetningar fólksins í landinu. Ferðamenn eru orðn- ir tvisvar sinnum fleiri en íbúar landsins á ársgrundvelli, við erum orðin fjölmenningarsamfélag, lífs- stílssjúkdómar herja á okkur sem aldrei fyrr og samfélagið er að eld- ast hratt. Einstaklingar eru að lifa mun lengur en þeir gerðu fyrir 20-30 árum að meðaltali og er ljóst að við munum ekki hafa efni á að reka okkur eins og við höfum gert. Við erum orðin þreytt á frösum stjórnmálamanna, raunverulegra breytinga er þörf sem miðast við næstu áratugi en ekki kjörtímabil, mögulega væri róttækasta hug- myndin sú að taka heilbrigðisþjón- ustuna eins og hún leggur sig út fyrir stjórnarráðið og vinna hana með langtímasjónarmið, langtíma- fjármögnun og hagsmuni þjóðar og sjúklinga að leiðarljósi. Sem sönnum Íslendingi sæmir og með íslenska bjartsýni að leiðarljósi efast ég samt ekkert um það að við munum áfram spila í úrvalsdeild, til hamingju með daginn Íslend- ingar! Fram, fram, aldrei að víkja. Fram, fram bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. Brestir í gamalmenninu? Við erum orðin þreytt á frösum stjórnmálamanna, raunveru- legra breytinga er þörf sem miðast við næstu áratugi en ekki kjörtímabil. Vissir þú að ef vextir á 20 milljóna króna óverð- tryggðu jafngreiðsluláni, til 20 ára, lækka úr 7,5% í 6,5% þá lækka afborganir þess um 145 þúsund krón- ur á ári? Í kjölfarið mynd- ast umtalsverður sparn- aður ef litið er til líftíma lánsins. Sé sparnaðurinn núvirtur, sem kallað er, má meta verðmæti lækk- unarinnar á um 1,5 milljónir króna (miðað við 7,5% ávöxtunarkröfu). Það er því augljóst að það marg- borgar sig að skoða hvaða lánakjör standa þér til boða. Með því að fylgja nokkrum ein- földum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum. Það getur sparað umtalsverða fjármuni. Fylgdu þremur þumalputtareglum Í fyrsta lagi skaltu búa til yfirlit yfir þau lán sem hvíla á fasteign- inni þinni og eðli þeirra. Í því gæti t.d. komið fram hvort þau eru verð- tryggð eða óverðtryggð, hversu langur tími er eftir af hverju láni, afborganir á mánuði, vextir, hvort vextirnir eru breytilegir eða fastir, hvort uppgreiðslugjöld séu til staðar og svo framvegis. Í öðru lagi skaltu afla upplýsinga um fasteignamat og markaðsverð- mæti fasteignar þinnar. Þær upplýs- ingar geturðu nýtt til þess að meta hversu hátt hlutfall eignarinnar er veðsett en möguleikar til lántöku ráðast að miklu leyti af veð- setningarhlutfallinu. Í þriðja lagi skaltu bera saman vexti og kjör hjá þeim aðil- um sem starfa á markaðnum. Ef ársvext irnir lækka um 1% eða meira þá ætti það að öllum líkind- um að vera hagstætt fyrir þig að endurfjármagna fasteignalánin. Í upphafi gætirðu t.d. fengið upplýs- ingar um lánakjör hjá Arion banka, Landsbankanum, MP banka, Íbúða- lánasjóði, Íslandsbanka og lífeyris- sjóðnum þínum (lífeyrissjóðir bjóða í mörgum tilfellum upp á mjög hag- stæð kjör á fasteignalánum). Taktu ákvörðun Í dag er lítill kostnaður sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en ástæða þess er m.a. sú að nú um áramótin voru stimpilgjöld af veð- skjölum felld niður. Því er lántöku- gjaldið oft nánast eini kostnaðurinn sem fylgir því að endurfjármagna fasteignalán en gjaldið er á bilinu 0,5-1% af upphæð nýja lánsins. Það getur því margborgað sig að skoða þessi mál, hvort heldur upp á eigin spýtur eða með aðstoð óháðs fjár- málaráðgjafa. Endurfjármögnun fasteignalána getur margborgað sig FJÁRMÁL Valur Þráinsson hagfræðingur ➜ Með því að fylgja nokkrum einföldum þumalputtareglum þá getur þú tryggt betur að fá sem lægsta vexti á fasteignalánum þínum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.