Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 18

Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 18
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Þjóðhátíðardagur Íslands er alþjóðlegur dagur jarð- vegsverndar. Af því tilefni er rík ástæða til að minn- ast á hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi. Þekking okkar og reynsla af jarðvegseyðingu og síðar af farsælli endur- heimt raskaðra vistkerfa er dýrmæt auðlind sem við getum miðlað af til alþjóða- samfélagsins og þannig lagt okkar af mörkum til að auka skilning og þekk- ingu á mikilvægi jarðvegsverndar og sjálfbærrar nýtingar náttúruauð- linda hvar sem er í heiminum. Landgræðslan hefur á síðustu árum unnið mjög ötullega að því að vekja athygli erlendis á árangri okkar á sviði jarðvegsverndar og endurheimtar vistkerfa. Stofnun Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur verið starfræktur hérlendis um nokkurra ára bil, er til að mynda afrakstur af því starfi. Það markaði fyrsta varanlega sporið að viðurkenningu alþjóða- samfélagsins á að rödd Íslands ætti og þyrfti að heyrast á þessum vett- vangi. Einlægt kappsmál Það er Landgræðslunni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að efl- ingu og frekari uppbyggingu vís- indasamfélagsins á landsbyggð- inni og er uppbygging alþjóðlegs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi. Setrinu er ætlað að miðla þekk- ingu um samspil manns og nátt- úru og áhrif þess á landhnignun, endurheimt eyddra vistkerfa, jarð- vegsvernd, vatnsbúskap og sjálf- bæra nýtingu náttúruauðlinda. Það mun bjóða upp á margvísleg þverfagleg námskeið og vinnu- fundi þessu tengt og það mun einnig leggja áherslu á að byggja upp og taka þátt í þverfaglegum rannsóknum á ofannefndum við- fangsefnum. Setrið stefnir fyrst og fremst á að sækja fram á meðal erlendra og innlendra faghópa og bjóða þeim að nýta aðstöðuna í Gunnarsholti til vinnufunda og námskeiðahalds. Gunnarsholt býður upp á stór- kostlegt tækifæri til að læra af náttúrunni sjálfri. Eins og annars staðar á Íslandi og víða um heim er nýtingarsaga staðarins mörkuð af samspili manns og náttúru og hvernig ofnýting náttúruauðlinda, svo sem beit og viðarhögg í sam- spili við óblíð náttúruöfl, rústaði viðkvæmum vistkerfum. Myndir frá því snemma á síðustu öld bera þess glögglega merki. En – nýtingarsaga Gunnarsholts og svæðanna í kring einkennist líka af árangursríkri endurheimt eyddra vistkerfa og natni heima- manna við að klæða landið gróðri á ný, stuðla að nýmyndun frjósams jarðvegs og koma vatnsbúskap svæðanna í samt lag. Gunnlaugs- skógur er til að mynda áhrifa- ríkt dæmi um birkiskóg sprottinn upp af birkifræi sem dreift var á örfoka svæði fyrir um hálfri öld og sjálfssáning víðis inn í gamlar uppgræðslur sýnir vel hvers nátt- úran er megnug þegar búið er aðstoða hana við að koma ferlum sínum í gang á ný. Lykiláhrif Landnýting hefur lykiláhrif á ástand og þanþol vistkerfa. Þar sem landnýting er mjög fjölbreytt á suðurhluta Íslands býður miðlæg staðsetning Gunnarsholts upp á margvísleg tækifæri til vettvangs- ferða og rannsókna. Nálægð við til að mynda Heklu, Þjórsá, Þórs- mörk og hálendisbrúnina gefur óendanlega möguleika á að dýpka skilning á áhrifum mismunandi landnýtingarforma á vistkerfi og nálægðin við eldfjöll og jökla sýnir bein áhrif náttúrunnar sjálfrar á vistkerfin og hugsanlegar afleið- ingar ef þau eru ekki í stakk búin til að taka við áföllum af völdum eldgosa, flóða eða annarra nátt- úruhamfara. Þekkingarsetrið mun nýta Sagnagarð, fræðslusafn Land- græðslunnar, í sínu starfi. Þar er mjög góð aðstaða til námskeiða- halds og fyrirlestrar um hnign- un og endurreisn vistkerfa verða sem ljóslifandi meðal gamalla ljós- mynda og sýningargripa safnsins. Setrið hefur einstaka gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns og vel útbúin kennslurými til námskeiðahalds. Þekkingarsetrið mun hafa aðgang að fyrirlestrarsal sem rúmar um 100 manns og hentar því líka vel til styttri funda og ráðstefnuhalds. Eins og ljóst má vera af ofantöldu eru möguleikarnir sannarlega til staðar og þá ætlum við að virkja. Alþjóðlegt þekkingar- setur í Gunnarsholti Það voru framsýnir menn sem stofnuðu til Landssam- bands eldri borgara (LEB) fyrir 25 árum, nánar tiltek- ið 19. júní 1989. Í fyrstunni hét það Samtök aldraðra en var seinna breytt í það sem nú er. Stofnfundurinn var á Akureyri og fyrsti formaður var Aðalsteinn Óskarsson, Akureyri. Tíu félög eldri borgara stóðu að stofnun landssambandsins en í dag eru þau 54 með tæplega 21.000 meðlimi. Í slíkum fjölda getur verið mik- ill styrkur ef samstaða næst um málin. Meginmarkmið Landssambands eldri borgara er að vinna að hags- munamálum eldri borgara og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart stjórnvöldum. Það gerir landssambandið með því að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi stefnumótun og áform um aðgerðir í þágu eldri borgara. Einnig með því að gefa umsögn um lagafrumvörp sem snerta að einhverju leyti hag eldri borgara og var á sl. vetri gefin umsögn um 15 frumvörp og/eða þingsályktunartillögur á Alþingi. Jafnframt hefur landssambandið tekið fyrir sl. ár að halda fræðslu- fundi með aðildarfélögunum úti um landið um hin ýmsu mál sem snerta hag eldri borg- ara og veita upplýsingar um starf LEB, að hvaða málum sé verið að vinna og hvaða árangur hafi náðst. Lands- sambandið rekur einnig heimasíðu, leb.is, og gefur út tvisvar á ári tímaritið Listin að lifa, sem sent er frítt til allra meðlima félag- anna. Nú í vor var gefið út veglegt afmælisblað af List- inni að lifa, sem prentað var í tvöföldu upplagi eða 45.000 eintökum og sent á öll heimili landsins þar sem bjuggu einhverjir 60 ára eða eldri. Dreifing blaðsins var meiri en venjulega vegna 25 ára afmælisins. Starfið fram undan Það hefur verið ákaflega gefandi starf og skemmtilegt að heimsækja félög eldri borgara. Sjá hvaða starf- semi er í gangi, hvernig aðstaðan er og hversu lifandi starfið er í hverju félagi. Ég vænti þess að á næsta vetri takist okkur í stjórn LEB að heimsækja þau félög sem við náðum ekki sl. vetur, en veðurfarið í janúar og febrúar var ekki beint hagstætt til ferðalaga í dreifbýlinu og þurfti því nokkrum sinnum að aflýsa fyrirhuguðum fundum. Með samningi sem við höfum gert við velferðarráðuneytið höfum við tekið að okkur setu í mörgum starfshópum á vegum stjórnvalda, svo sem um endurskoðun almanna- trygginga, um endurskoðun laga um málefni fatlaðra og félagsþjón- ustu sveitarfélaga, starfshópi um velferðartækni í félagsþjónustu, um húsnæðismál og um mótun fjöl- skyldustefnu. Einnig eigum við full- trúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Það má því nærri geta að það hefur verið nóg að gera hjá stjórn LEB, því stjórnarmenn hafa tekið að sér flest þessi verkefni, svo að stjórnin hefði yfirsýn yfir málin. Í þessum starfshópum er fjallað um mörg hagsmunamál okkar, svo sem húsnæðismál, almannatrygging- ar, lífeyrismál, starfslok, heima- þjónustu og hjúkrunarheimili. Það væri hægt að tíunda margt fleira úr starfi Landssambands eldri borg- ara. Ritnefndin gefur út og safnar efni í Listin að lifa. Fjármálaráðið leitar eftir styrktaraðilum og gerir samninga við fyrirtæki. Kjara- nefndin fylgist með kjaramálum á breiðum grundvelli og sendir frá sér ályktanir. Velferðarnefndin tekur fyrir allt er varðar heimaþjónustu og hjúkrunarheimilin. Í vetur hefur stjórnin lagt mikla áherslu á að stofnað verði Öld- Samstaðan skiptir máli Seint í desember á síð- asta ári var lista verkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. „Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upp- lýstur á veturna. Þúfan er þegar orðin eitt helsta kennileiti gömlu hafnarinnar, hvanngræn og kafloðin núna í júní. Hún er verk Ólafar Nordal en hún vann samkeppni sem HB Grandi hélt að tilhlutan Faxaflóahafna. Framlag sjávarútvegs Þúfan er á útivistarsvæði fyrir almenning við höfnina í umsjón Faxaflóahafna. Hún á sér rætur í íslensku landslagi og íslenskri menningu en felur um leið í sér alþjóðleg minni um íhugunar- og tilbeiðslustaði, eins og listamað- urinn hefur sjálf orðað það. Ólöf hefur sagt að hinn fjölmenningar- legi heimur fiskvinnslunnar við Vesturhöfnina, þar sem talaður er fjöldi tungumála, hafi orðið sér inn- blástur. Í næsta nágrenni við þúfuna eru nokkur öflugustu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Þar á sér stað verðmætasköp- un á heimsmælikvarða í krafti þekkingar, hugvits og hátæknivæddra fram- leiðslufyrirtækja. Árið 2013 nam verð- mæti sjávarfangs sem landað var í Reykjavík tæpum 24 milljörðum. Það er meira en á nokkr- um öðrum stað á landinu. Ný skýrsla sýnir að beint framlag sjávarútvegs í Reykjavík og á Akranesi er um 20 prósent af heildarframlagi sjávar- útvegsins til landsframleiðslunn- ar. Hlutfall óbeins framlags, það er virðisauki sem skapast af aðföng- um, þjónustu og vörum fyrir sjáv- arútveginn í Reykjavík, er að öllum líkindum mun hærra. Nýtt aðalskipulag borgarinnar tryggir sjávarútveginum nægt svig- rúm til að dafna og þróast næstu áratugi við gömlu höfnina. Umhverfið Kröfur til þjónustufyrirtækja á borð við Faxaflóahafnir hf. aukast sífellt, eins og von er. Hafnirnar þjóna trillukörlum, hvalaskoðunarfyrir- tækjum, stórum togurum, hátækni- væddri fiskvinnslu, stærstu inn- og útflutningsfyrirtækjum landsins, stóriðjufyrirtækjum, varðskipum, skútum og skemmtiferðaskipum, svo eitthvað sé nefnt. Kröfur viðskiptavinanna snú- ast um skilvirka þjónustu og góða aðstöðu. Eigendur fyrirtækisins, fjögur sveitarfélög, gera á sama tíma kröfur um hagkvæman rekstur og arðgreiðslur. Ársskýrslur sýna ár eftir ár að Faxaflóahafnir hf. eru vel rekið og ábyrgt fyrirtæki. Faxaflóahafnir hafa á undan- förnum árum lagt sérstaka áherslu á umhverfismál. Mikilvægt skref var stigið árið 2012 þegar fyrirtæk- ið mótaði sér heildstæða umhverfis- stefnu. Þeirri stefnu var fylgt eftir árið 2013 meðal annars með því að teymi óháðra sérfræðinga var ráðið til að gera úttekt á mengun- armælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga. Sólarkísill Niðurstöðurnar sýndu að rétt væri staðið að mælingum, þær sýndu réttar niðurstöður og að mengun- arstaðlar væru í takt við alþjóð- lega staðla. Þeir væru jafnvel ívið strangari hér á landi. En skýrsl- an sýndi líka að mengun vegna brennisteinstvíoxíðs, flúors og svifryks væri að ná þolmörkum við jaðar svæðisins. Þessar niðurstöður hafa síðan reynst fyrirtækinu vel við val á iðnaðarfyrirtækjum inn á Grundar- Sjávarfang, þúfa, sólarkísill LANDVERND Þórunn Pétursdóttir Landgræðslu ríkisins FAXAFLÓAHAFNIR Hjálmar Sveinsson fráfarandi stjórnar- formaður Faxa- fl óahafna SAMFÉLAG Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Lands- sambands eldri borgara. ➜Það er Landgræðsl- unni sömuleiðis einlægt kappsmál að stuðla að efl ingu og frekari uppbyggingu vísindasamfélagsins á landsbyggðinni og er uppbygging alþjóð- legs þekkingarseturs í Gunnarsholti á Rangárvöllum liður í því starfi .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.