Fréttablaðið - 17.06.2014, Side 38

Fréttablaðið - 17.06.2014, Side 38
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34 BAKÞANKAR Álfrúnar Pálsdóttur Miðasala á: 22 JUMP STREET 22 JUMP STREET LÚXUS FAULT IN OUR STARS MILLION WAYS TO DIE . . . TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN 3D X-MEN 2D VONARSTRÆTI LÁSI LÖGGUBÍLL 22 JUMP STREET GRACE OF MONACO FAULT IN OUR STARS VONARSTRÆTI THE OTHER WOMAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5 - 8 - 10.40 KL.10.45 KL. 3.20 KL. 8 - 10.45 KL. 5 KL. 5.20 - 8 KL. 3.20 KL. 8 - 10.30 KL. 5.40 - 8 KL. 6 - 9 KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.30 – 10.30 OF KIDMAN NICOLE FRANK LANGELLA DAHANOLIVIERMYND EFTIR ROTH TIM GAUMONT KYNNIR „ÞÚ SÉRÐ EKKI FYNDNARI MYND Í SUMAR!“ -T.V., BIOVEFURINN.IS -C.P., USA TODAY ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTI BOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 22 JUMP STREET 5, 8, 10:20 MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 8, 10:30 VONARSTRÆTI 5, 8, 10:40 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 2, 4, 6 TÖFRALANDIÐ OZ 3D 2 RÍÓ 2 2D 2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR T.V. Bíóvefurinn.is SHORT TERM 12 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI FRÍTT INN SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS ANGELINA JOLIE OG ELLE FANNING EKKI TRÚA ÆVINTÝRINU Gwyneth Paltrow og Chris Martin búa enn þá saman í Brentwood og eyða helgum saman í nýju húsi sínu í Malibu þrátt fyrir að hafa skilið að skiptum eftir tíu ára hjónaband í mars. Slúðurmiðlar hafa velt vöngum yfir því hvort parið sé að endurhugsa skilnaðinn, hugsanlega til þess að gefa hjóna- bandinu annan séns. Nýlega sást til þeirra hlæja saman í rómantískum kvöldverði í Kaliforníu. E! News segir parið búa saman til þess að gera skilnaðinn sem þægilegastan fyrir börnin sín, Apple og Moses. „Þau hafa borið öryggi og vellíðan barnanna fyrir brjósti í gegnum allt saman,“ segir heimildarmað- ur E!. Grunsemdir um skilnaðinn BÚA SAMAN Stjörnuparið býr enn þá saman þrátt fyrir skilnaðinn í mars. Save the Children á Íslandi Fjör á Grímunni Mikið var um dýrðir í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þar sem Gríman 2014 fór fram en það er uppskeruhátíð sviðslista hér á landi. Gestir voru í sínu fínasta pússi er þeir fj ölmenntu í leikhúsið. Kynnar kvöldsins voru þeir Bergur Ebbi og Dóri DNA og fóru þeir á kostum. FLOTTAR VINKONUR Selma Björnsdóttir og Björk Eiðsdóttir. ALSÆLL Leikarinn Gunnar Helgason. SÆT SAMAN Leikkonan Svandís Þóra Einarsdóttir og Sigtryggur Magnússon. FLÖTT FJÖLSKYLDA Karl Steingrímsson, Ester Ólafsdóttir, leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson og unnusta hans, Hrafn- tinna Viktoría Karlsdóttir. GAMAN María Telma Smáradóttir og Kári Birgir Angantýsson. BROSANDI Gígja Tryggvadóttir og Ari Matthíasson. SKEMMTU SÉR Egill og Móeiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Á DÖGUNUM fann ég rykugan og snjáð- an myndakassa sem hafði verið á flakki milli geymslna síðan filmuvélin gaf upp öndina. Upp hófst mikið nostalgíukast þar sem mismerkileg tímamót síðustu 15 ára voru rifjuð upp. Þar ber hæst drulluga Hróarskelduhátíð, skólaferðalag í Þórs- mörk þar sem allir klæddust að minnsta kosti þremur hettupeysum hverri yfir aðra og stígvél voru óþörf þar sem dekkjasólarnir á Buffaló-skónum ösluðu í gegnum polla. Sumarið góða í Kaupmannhöfn sem var upphafið og endirinn á ræstingakonuferli mínum stóð einnig upp úr sem og bekkjarferðalagið til Parísar þar sem rauðvín var bragðað í fyrsta sinn. STUNDUM vantaði haus, fót, hönd. Lokuð augu, grettinn svipur, óvelkomin undirhaka, rauð augu og inn á milli voru myndir sem voru einfaldlega svartar. Margar myndir á sömu filmunni af fólki í sömu pósunni var einnig klassískt og miðinn „kjörinn til stækkunar“ yljaði um hjartarætur. Með því að vera einmitt misgóðar fönguðu myndirnar tíðarandann vel. Nú er nefnilega öldin önnur og mis- heppnaðar myndir af óundirbúnum við- fangsefnum heyra í raun sögunni til. ÞAÐ er ekki langt síðan þetta var, í árum talið, en fyrir tíma snjallsímans, jafnvel far- símans almennt. Fyrir tíma filters, „crop“ og áður en „selfie“-myndir með spegla- svipum fóru að tröllríða öllu. Þegar maður þurfti að hringja á internetið, þegar hver ljósmynd var tíu mínútur að hlaðast á skjá- inn og samfélagsmiðlar voru ekki einu sinni hugmynd. Og það sem ég er fegin í dag. MYNDAKASSINN fer beint aftur í ryk- uga hilluna í kjallaranum. Nú til dags er maður orðinn svo vanur að geta fylgst með lífi vina og kunningja gegnum myndir. Það er eiginlega orðið þannig að sjái maður ekki mynd, er óvíst að viðkomandi atburðir hafi yfirhöfuð átt sér stað. Vinir og vandamenn verða bara að treysta því að undirrituð hafi misst af Muse á Hróarskeldu árið 2002 sökum drullu og komið efst í Eiffelturninn þrátt fyrir fjarveru þessara atburða af sam- félagsmiðlum filteraðra og fínna. Mynd eða það gerðist ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.