Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 40

Fréttablaðið - 17.06.2014, Page 40
17. júní 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 36 visir.is Meira um leiki gærkvöldsins HM 2014 Roy Hodgson vonast til þess að fá meira framlag frá Wayne Rooney gegn Úrúgvæ en í leiknum gegn Ítalíu. Rooney hefur enn ekki tekist að skora í lokakeppni HM en þetta er hans þriðja mót. Rooney, sem lagði upp fyrir Daniel Sturridge eina mark Eng- lendinga í leiknum, átti í erfið- leikum á vinstri kantinum. Alan Shearer gagnrýndi Hodg- son eftir leik fyrir að troða Roo- ney út á kantinn. Taldi Shearer að Hodgson ætti að spila Rooney í bestu stöðu hans eða einfaldlega setja hann á varamannabekkinn. „Við viljum fá hann meira inn í vítateiginn og við munum reyna að gera það gegn Úrúgvæ. Ég var fullviss um að hann myndi nýta færið sem Leighton Baines stillti upp fyrir hann,“ sagði Hodgson. Rooney viðurkenndi að hann þyrfti að spila betur í leiknum á fimmtudaginn. - kpt Vill fá meira frá Rooney SPORT Portúgalinn Pepe varð sér enn eina ferðina til skammar í gær þegar hann lét reka sig af velli eftir rúmlega hálftíma leik gegn Þýskalandi. Pepe er ekki í miklu upp- áhaldi hjá knattspyrnuáhuga- mönnum enda er hegðun hans á vellinum oftar en ekki stórfurðuleg. Það glöddust því margir í gær er Pepe lét skapið hlaupa með sig í gönur og eyðilagði leikinn í leiðinni fyrir sínu liði. Hvað er að þessum Pepe? 22.00 RÚSSLAND– SUÐUR-KÓREA Fabio Capello, landsliðsþjálfari Rússlands, mætir til leiks með strákana sína á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en þá spila Rússar gegn Suður- Kóreu. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2002 sem Rússar eru með á HM og eru talsverðar væntingar til liðsins þó svo að það hafi ekki beint blómstrað á síðustu mótum. Rússarnir mæta til leiks í fínu formi en þeir hafa ekki tapað síðustu tíu leikjum sínum. Þjóðverjinn Thomas Müller er oft nefndur maður stóru leikj- anna og hann stóð fyllilega undir því nafni í gær. Hann skoraði þá þrennu í stórsigri Þjóðverja á Portú- gölum. Müller er vanur því að reynast þýska liðinu vel og oftar en ekki er hann mættur á svæðið á réttum stað á réttum tíma þegar þýska landsliðið þarf einna helst á því að halda. STJARNA GÆRDAGSINS Allt um HM á Vísi FÓTBOLTI Aron Elís Þrándarson, nítján ára leikmaður Víkings, er leikmaður 8. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann átti stórleik þegar nýliðarnir úr Fossvoginum lögðu granna sína í Val, 2-1. Það var reyndar þriðji sigur Víkinga á Val á þessu ári því þeir unnu einnig leiki liðanna í Reykjavíkur- mótinu og Lengjubikarnum. „Það er oft talað um að það sé rígur á milli þessara félaga en ég hef ekki fundið fyrir honum,“ lýsir Aron Elís en hann er upp alinn í Fossvoginum og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann skoraði glæsilegt mark gegn Val og lagði svo upp sigur- mark sinna manna. Víkingur komst upp í fimmta sæti deildar- innar og er með þrettán stig. „Ég er sáttur við frammistöðuna í sumar þó svo að leikirnir gegn Fylki og FH sitji í mér. Ég hefði viljað fá meira út úr þeim en ég sætti mig við þessi þrettán stig,“ segir Aron Elís. Í góðu lagi að fá hrós Víkingurinn ungi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og sparkspekingar hafa keppst við að lofa drenginn. Magnús Agnar Magnússon, umboðs maður hans, staðfesti við Fréttablaðið að mörg erlend félög hefðu áhuga á kappanum og nú síðast í gær komu hingað til lands fulltrúar erlendra liða til að sjá hann spila gegn Fylki í Borgunarbikarkeppni karla á morgun. „Ég pæli svo sem ekki mikið í þessu, þó svo að manni sé hrósað hér og þar. Mér finnst það í góðu lagi en ég passa mig samt á því að fara ekki fram úr sjálfum mér þó svo að ég standi mig vel í nokkr- um leikjum,“ segir hann og tekur undir þær staðhæfingar að hann eigi góða möguleika á að komast að hjá atvinnumannaliði ytra. „Ég tel mig alla vega hafa burði til þess en hvort ég sé í þeim gæða- flokki nú verður bara að koma í ljós. En stefnan hjá mér hefur allt- af verið að komast að úti og það er ekkert leyndarmál.“ Grunur um kviðslit Aroni Elísi var hlíft nokkuð í upp- hafi móts og þá missti hann af þó nokkrum leikjum Víkinga í 1. deildinni í fyrra. Engu að síður var hann markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í jafn mörgum leikjum, auk þess sem hann var valinn bæði besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna í vali Fótbolta.net. „Ég var tæklaður í ökklann í lok síðasta tímabils og sneri hann nokkuð illa. Það tók tíma að jafna sig, sérstaklega þar sem það kom nokkrum sinnum bakslag. Svo rétt fyrir mót í vor fann ég fyrir verk í kviðnum og kom þá upp grunur um kviðslit. Svo var þó sem betur fer ekki og tókst að laga það með sprautumeðferð.“ Síðan þá hefur verið hugsað vel um Aron Elís og Ólafur Þórðar- son, þjálfari Víkings, og Milos Milojevic, aðstoðarmaður hans, notuðu hann sparlega í upphafi mótsins. „Þeir hafa stýrt þessu vel. Ég vildi til dæmis spila meira en þeir leyfðu mér gegn FH. Auðvitað vill maður spila 90 mínútur í hverjum leik en skrokkurinn var ekki til- búinn í það. Þá leyfir maður þjálf- urunum að stjórna þessu,“ segir Aron Elís en ítrekar að hann sé algjörlega meiðslafrír í dag. Vill spila ákveðinn fjölda leikja Sem fyrr segir er markmið hans að komast að sem atvinnumaður en þangað til einbeitir hann sér að því að standa sig vel með sínu upp- eldisfélagi. „Ég vil til dæmis spila ákveðið marga leiki en er ekki með neitt sérstakt í huga hvað fjölda marka eða stoðsendinga varðar. Ég stefni bara að því að eiga þátt í minnst einu marki í hverjum leik enda er það mitt hlutverk í liðinu sem sóknarmaður.“ eirikur@frettabladid.is Mitt hlutverk að skora mörk Aron Elís Þrándarson er kominn á góðan skrið eft ir að hafa glímt við meiðsli í upphafi móts og átti stóran þátt í sigri nýliða Víkings á Val í þriðja sinn á þessu ári. Hann hefur vakið áhuga margra erlendra félaga. STEFNIR ÚT Mörg erlend félög hafa fylgst náið með framgöngu Arons Elísar Þrándarsonar að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA … Bjarna Guðjónsson, þjálfara Fram, sem sá liðið sitt blómstra gegn nýliðum Fjölnis í Grafarvoginum eftir erfiða byrjun í deildinni. … Jonathan Glenn, sóknarmann ÍBV, sem var nokkuð gagnrýndur í upphafi móts en hefur svarað með því að skora tvö mörk í síðustu tveimur leikjum auk þess sem hann var maður leiksins gegn Breiðabliki. Góð umferð fyrir ... ÚRSLIT HM Í BRASILÍU G-RIÐILL ÞÝSKALAND - PORTÚGAL 4-0 1-0 Thomas Müller, víti (12.), 2-0 Mats Hummels (32.), 3-0 Thomas Müller (45.+1), 4-0 Thomas Müller (78.). GANA - BANDARÍKIN Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. F-RIÐILL ÍRAN - NÍGERÍA 0-0 STAÐAN Argentína 1 1 0 0 2-1 3 Íran 1 0 1 0 0-0 1 Nígería 1 0 1 0 0-0 1 Bosnía 1 0 0 1 1-2 0 LEIKIR DAGSINS H-RIÐILL: Belgía - Alsír kl. 16.00 A-RIÐILL: Brasilía - Mexíkó kl. 19.00 H-RIÐILL: Rússland - S-Kórea kl. 22.00 FÓTBOLTI Knattspyrnukonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein og verður því frá keppni út árið hið minnsta. Þessi 23 ára Vals- kona úr Mosfellsbæ fékk tíð- indin staðfest sama dag og hún var valin í kvennalandsliðið fyrr í mánuðinum. „Fyrsti dagurinn var svolítið erfiður þegar ég fékk þetta loksins staðfest. Þá fyrst gerði maður sér almennilega grein fyrir því hversu alvarlegt þetta var,“ sagði Mist í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún stödd í Kaupmanna- höfn þar sem hún fer í svokall aðan jáeindaskanna (PET). „Fótboltinn hefur svo hjálpað manni að takast á við þetta. Það hefur verið gott að mæta á æf- ingar, gleyma sér og hætta að vera krabbameinssjúklingur eitt augna- blik,“ útskýrir Mist sem hefur ávallt verið heilsuhraust auk þess sem engin saga um krabbamein er í hennar nánustu fjölskyldu. „Þess vegna var þetta svolítið áfall og maður átti erfitt með að trúa því að þetta væri niðurstaðan – að ég væri með krabbamein 23 ára gömul.“ Þann 6. júní fékk hún tíð indin staðfest en þann dag var hún einnig valin í kvennalandsliðið. „Ég sagði Frey [Alexanderssyni, landsliðsþjálfara] frá þessu þá en af minni hálfu kom ekkert annað til greina en að fara út með liðinu, sérstaklega þar sem ég er enn frísk og líður vel. Þetta var svo rætt þegar við komum út en flest- ar vissu þó af þessu. Fréttunum var tekið af miklu jafnaðargeði og svo hélt maður bara áfram,“ segir Mist sem gat tekið þátt í æfingum landsliðsins af fullum krafti. „Það er bara á erfiðum þolæf- ingum sem ég finn eitthvað fyrir enda meinið í hálsinum og þrýstir á öndunarveginn,“ útskýrir hún. Mist mun ekki fara í aðgerð en lyfjameðferð hefst strax á föstudaginn. Þá hefst baráttan af fullum krafti. „Þetta er barátta sem ég þekki ekki vel. En ég hugsa um þetta eins og hvert annað skítadjobb sem þarf að klára áður en ég get gert það sem ég vil gera. Það þýðir ekk- ert að væla eða pirra sig á þessu. Þetta er bara djobb sem maður þarf að sinna og hjálpar til að vera bæði jákvæður og gera eins vel og maður mögulega getur,“ segir Mist Edvardsdóttir. - esá Skítadjobb sem ég þarf að klára Landsliðskonan Mist Edvardsdóttir hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. BARÁTTUKONA Mist Edvardsdóttir í leik með Val í Pepsi-deild kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Thomas Müller Þýskaland

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.