Fréttablaðið - 22.07.2014, Page 12

Fréttablaðið - 22.07.2014, Page 12
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI FAGNAÐ Matthildur, drottning Belgíu, og Filippus konungur veifa á meðan fram fer hefðbundin hersýning fyrir utan konungshöllina í Brussel á þjóðhátíðardegi Belgíu í gær. Ár var þá liðið frá því Filippus tók við völdum af Alberti II föður sínum. NORDICPHOTOS/AFP STYÐJA LANDA SÍNA Mótmælendur halda á lofti fána Kongó fyrir utan dómhúsið í Norður-Gauteng í Pretoríu í Suður-Afríku í gær. Þar fór fram fyrsta fyrirtaka í máli 20 Kongómanna sem sakaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða Joseph Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó, og háttsetta menn í stjórn hans. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLA ÁRÁSUM ÍSRAELA Fólk með kerti og kröfuspjöld á lofti krafðist þess að bundinn yrði endi á ofbeldi á Gasa á mótmælavöku sem fram fór í almennings- garði í Tókýó í Japan í gær. NORDICPHOTOS/AFP TEKIÐ Í TOG Í DAG Með aðstoð heilmikilla lofttanka hefur tekist að koma farþegaskipinu Costa Concordia aftur á flot við Giglio-eyju við Ítalíu, þar sem það strandaði 13. janúar 2012, með þeim afleiðingum að 32 létu lífið. Skipið verður í dag dregið af stað áleiðis til Genóa, en þar á að rífa það. Áætlað er að ferðalagið taki fjóra daga. NORDICPHOTOS/AFP AÐSTÆÐUR KANNAÐAR Eftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og réttarmeinafræðingar kanna lestarkælivagn í bænum Torez í austurhlua Úkraínu. Vagninn hefur að geyma líkamsleifar fólks sem fórst með flugi Malaysia-flugfélagsins í Úkraínu. Yfirmaður hollenska réttarmeinafræðingateymis- ins sagði í gær að lestin færi síðar um daginn á stað þar sem „við getum unnið okkar vinnu“. NORDICPHOTOS/AFP ÁSTAND HEIMSINS 1 4 2 5 3 2 1 3 5 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.