Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.07.2014, Qupperneq 26
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. „Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á að vera að æfa mig en er bara í tölvunni,“ segir Einar Jóhannes- son klarinettuleikari hlæjandi, beðinn um smá viðtal um ævintýrin sem hann á fyrir höndum. Fyrst tónleika mið- aldasönghópsins Voces Thules í Norð- urljósasal Hörpu í dag klukkan 18.30, sem hann er félagi í. „Við höfum sungið í Hörpu áður en ekki haldið okkar eigin tónleika þar fyrr. Kveikjan að þeim er sú að hópur áhugafólks um forna tón- list og nýja kemur til landsins á morg- un með skemmtiferðaskipinu Black Watch og heldur svo för sinni áfram réttsælis kringum landið á fimmtu- daginn. Ég var beðinn að spila á klar- inett um borð með þekktum breskum tónlistarmönnum og skipuleggjend- urnir spurðu hvort ég gæti sett upp einhverja tónleika fyrir klúbbinn í Hörpu. Voces Thules er með mjög þjóð- lega tónlist og það verður skemmtilegt að kynna hana,“ segir Einar og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum. En hefur hann siglt áður á skemmti- ferðaskipi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi. Ég er pínulítið nervus út af sjóveikinni, það er ekki gott að spila á blásturshljóðfæri og vera bumbult en ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennsk- una! En þetta er nú risastórt skip og ég held að þau láti ekki illa.“ Fram undan er vikusigling sem endar í Newcastle, með viðkomu á Akur- eyri, Eskifirði og Runevik í Færeyjum og lónað verður utan við Hornbjarg. Einar kveðst hafa dregið Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu með í ferðalagið til að flytja Draumalandið og fleiri íslenskar söngperlur, meðan siglt er meðfram ströndum Íslands. „Við verðum með tónleika strax tveim- ur tímum eftir að við komum um borð. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akur- eyri á laugardaginn klukkan 18 og þar er ókeypis aðgangur. Á Eskifirði fer Ingibjörg í land. „Ég vona að einhver komi að sækja hana svo hún þurfi ekki að fara á puttanum heim,“ segir Einar sem síðan heldur áfram siglingunni til Newcastle. „Það eru frábærir músík- antar um borð og verður gaman að fá að spila með þeim.“ gun@frettabladid.is Bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi Einar Jóhannesson klarinettuleikari er á leið í siglingu á skemmtiferðaskipi sem einn af listamönnunum um borð. En fyrst eru tónleikar með Voces Thules í Hörpu á morgun. KLARINETTULEIKARINN „Ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spila- mennskuna,“ segir Einar grallaralegur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við færum þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför STEFANÍU INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR Sérstakar þakkir sendum við til fólksins á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir kærleika og mannúð. Páll Bragi Kristjónsson Jórunn Pálsdóttir Þórarinn Stefánsson Þórður Pálsson Kristín Markúsdóttir Rakel Pálsdóttir Óskar Sigurðsson Kristján L. Loðmfjörð Pálsson Tinna Guðmundsdóttir barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VILHJÁLMUR HJÁLMARSSON fv. ráðherra, sem lést mánudaginn 14. júlí, verður jarð- sunginn frá Mjóafjarðarkirkju föstudaginn 25. júlí klukkan 13.00. Rútur frá Tanna Travel fara frá Egilsstaðaflugvelli kl. 10.45 og Hótel Héraði kl. 11.00. Athöfninni verður útvarpað á FM 103,2. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Heilbrigðisstofnunar Austurlands eða aðrar líknarstofnanir. Kolbrún Sigurðardóttir Páll Vilhjálmsson Kristín Gissurardóttir Sigfús Mar Vilhjálmsson Jóhanna Lárusdóttir Stefán Vilhjálmsson Helga Frímannsdóttir Anna Vilhjálmsdóttir Garðar Eiríksson og fjölskyldur. Bróðir okkar BJARNI LEIFUR PÉTURSSON er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd ættingja og vina, systkini hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR J. JÓHANNSSON tannlæknir, Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést fimmtudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.00. Guðrún Birgisdóttir Chuck Mack Jónas B. Birgisson Stella Guðmundsdóttir Halldór Úlfarsson Sigrún Birgisdóttir Óskar Baldursson Haukur Birgisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR PÁLSSON glerslípari og speglagerðarmaður, Norðurbakka 23, 220 Hafnarfirði, lést þann 16. júlí á Landspítalanum Fossvogi. Sigurður verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 25. júlí, klukkan 15.00. Þórunn Sigurðardóttir Sigurður Knútsson Páll Sigurðsson Aldís Aðalbjarnardóttir Sigrún Sigurðardóttir T. Erling Lindberg Ásgeir Sigurðsson Rúna Guðrún Loftsdóttir Guðný Sigurðardóttir Halldór Ág. Morthens Hildur Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÞORLEIFSSON læknir lést á Borgarspítalanum síðastliðinn miðvikudag. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju nk. föstudag, 25. júlí kl. 13.00. Karl Á. Rögnvaldsson Leifur Rögnvaldsson Dóra Á. Rögnvaldsdóttir Marcus Groom Bergur Þór Rögnvaldsson Hrafn Goði Rögnvaldsson Erna Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir, unnusta og barnabarn, SIF RINK varð bráðkvödd í Noregi 8. júlí. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 23. júlí kl. 13.00. Júlía Yngvadóttir Eggert M. Ingólfsson Jón Páll Rink Elín Helga Rink Gunnarsdóttir Eva Rink Joan Rink Agnar Jónsson Rink Yngvi Sigurjónsson Isabella Rink Nadia Úrsúla Rink Marin Manda Rink Siv Therese Abrahamsen Hulda Þorsteinsdóttir Yngvi Guðnason Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞÓRARINS SÆBJÖRNSSONAR Miðhúsum, Sandgerði, áður Skeiðflöt, Sandgerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Bjarnveig Skaftfeld Skúli Ragnarsson Sæbjörn Þórarinsson Guðrún Antonsdóttir Jónína Þórarinsdóttir Gunnar Stígsson Ásta Laufey Þórarinsdóttir Ragnar Már Sigfússon barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR RAFN KRISTBJÖRNSSON kerfisfræðingur, Leifsgötu 22, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 19. júlí. Gréta Tómasdóttir börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.