Fréttablaðið - 24.07.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 24.07.2014, Síða 2
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Bjarki, ertu þá upptekinn? „Ja, ég er alveg heltekinn af við- fangsefninu. Svo er ég kominn með svo mikið af gögnum að ég fer að verða gagntekinn.“ Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, hefur tekið upp um hundrað viðtöl fyrir safnið. SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Opið laugardaga til kl. 16 SVEITARSTJÓRNARMÁL Valdimar Lúðvík Gíslason, sem vann skemmdarverk á friðuðu húsi á Bolungarvík fyrir skemmstu, hefur sagt sig úr velferðarráði Bolungarvíkurkaupstaðar. Uppsagnarbréf Valdimars var lagt fyrir á bæjarráðsfundi í fyrradag. Hann vildi engu svara þegar Fréttablaðið spurði hvort hann hefði orðið fyrir þrýstingi um að segja sig úr ráðinu eða hverju úrsögn hans sætti. Valdi- mar hefur sagst hafa skemmt húsið til að sporna við slysum sem ástand þess gæti valdið. - jse Niðurrifsmaður fyrir vestan: Sagði sig frá trúnaðarstarfi ÞÝSKALAND Nefnd þýska þingsins sem rannsaka á hleranir banda- rísku þjóðaröryggisstofnunar- innar á farsíma Angelu Merkel kanslara hefur nú fengið ritvél- ar til umráða. Þær á að nota við ritun mikilvægra yfirheyrslu- gagna til þess að koma í veg fyrir að þau fari á netið. Þýskur framleiðandi hergagna hefur notað ritvélar frá því í fyrra við ritun tilboða og annars viðkvæms efnis. Fyrirtækið Bandermann fram- leiðir nú um 10 þúsund ritvélar á ári, þriðjungi fleiri en áður. - ibs Þýskur krókur á móti bragði: Ritvélar gegn netnjósnurum FERÐAÞJÓNUSTA Tjaldsvæði í Eyjafirði, Þingeyjar- sýslum og austanlands eru þéttsetin ferðamönn- um. Ferðaþjónustuaðilar á svæðunum tala um sprengingu á þessum tíma og hafa á sumum svæð- um ekki tekið við eins miklum fjölda fólks í yfir áratug. Fréttablaðið fór á stúfana og heyrði í umsjónar- mönnum tjaldsvæða frá Eyjafirði og allt austur á Egilsstaði. Þeir höfðu allir sömu söguna að segja. Veðurblíðan sem nú ríkir á norðausturhorninu hefur haft það í för með sér að tjaldsvæðin eru mjög mikið notuð. Samtals gistu rúmlega tíu þús- und á tjaldsvæðunum í fyrrinótt sem verður að teljast nokkuð gott. Í Vaglaskógi var tjaldað nokkuð þétt og töldu umsjónarmenn um 600 gesti hafa gist þar í fyrri- nótt. Voru umsjónarmenn sammála um að þessi fjöldi hefði ekki sést í skóginum í háa herrans tíð. Um þúsund manns voru í Ásbyrgi þegar frétta- maður náði tali af umsjónarmönnum þar í þjóð- garðinum. Fregnir hafa borist af því að ferðamenn hafi þurft frá að hverfa vegna þess að ekki hafi verið hægt að finna þeim stæði á tjaldsvæðinu. Um fimmtán hundruð manns voru til að mynda á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagili. Veðrið hefur verið mjög gott á þessum slóðum síðustu daga og flykkjast ferðamenn norður í leit að sumrinu. - sa Tjaldsvæði á norðaustanverðu landinu fyllast af ferðamönnum í leit að íslensku sumarblíðunni: Þúsundir á tjaldsvæðum norðaustanlands ÍÞRÓTTIR „Ég er kominn hingað til að sjá hvernig aðrir leikmenn spila og til að bæta minn eigin leik,“ segir hinn fimmtán ára Jahvan Davidson Miller sem er kominn hingað til lands til að spila fyrir hönd Derby County á Rey Cup- mótinu í Laugardal. „Ég held að þetta sé frábær reynsla fyrir okkur alla. Þetta gefur okkur góða mynd af menn- ingu annarra þjóða, ekki bara í fót- bolta,“ bætir hann við. Þetta er í þrettánda sinn sem Rey Cup- mótið er haldið og er það stærra í sniðum en áður. Jahvan er einn af 270 erlendum gestum á mótinu en alls munu 1.300 börn og unglingar spila um sjálfan Rey- bika r i n n um helgina. „Ég hlakka mjög mikið til. Ég vil bara sjá hvernig a l l ir aðrir spila og hverju ég get breytt . Þetta hjálpar mér að ná mínum markmiðum og verða eins góður og mögulegt er,“ segir Jahvan. Erlendu leikmennirnir eru frá tólf ára aldri. Hinn þrettán ára Rasmus Videgre, sem spilar með Brondby IF í Kaupmannahöfn, er ánægður með fyrstu ferðina sína hingað til lands. „Það er ótrúlegt hvernig veðr- ið breytist hér og náttúran ykkar er falleg,“ segir Rasmus. Hann er mjög metnaðarfullur fyrir fram- tíð sinni í fótboltanum og stefnir á atvinnumennsku þegar unglings- árunum lýkur. Hann segist hafa háleit markmið fyrir mótið um helgina. „Ég er kominn hingað til að sigra.“ Alls eru um áttatíu lið skráð til keppni í ár og gistir stór hluti þeirra í skólabyggingum nærri Laugardalnum. Mótið var sett með skrúðgöngu og húllumhæi í gær- kvöldi en alvaran tekur við í dag. Hingað til lands eru komnir erlendir útsendarar til að fylgjast með keppendum spila í von um að finna hæfileikaríka en óuppgötv- aða leikmenn. Það má því búast við að leikmenn muni reima á sig sparitakkaskóna áður en haldið er út á völlinn. Lokahóf mótsins verður haldið með pompi og prakt á laugardags- kvöld með dansleik á Nordica hotel við Suðurlandsbraut. Úrslitaleikir mótsins verða leiknir á sunnudag. Á meðan á mótinu stendur verð- ur þátttakendum boðið ókeypis í Laugardalslaug en þar mun fara fram sundlaugapartí í kvöld. Það viðrar vel til fótboltaiðk- unar um helgina þótt búast megi við rigningu á föstudag. Aðra daga verður þurrt, hlýtt og hægur vind- ur. snaeros@frettabladid.is Komnir til að sigra Fótboltamótið Rey Cup 2014 var sett í Laugardalnum í gærkvöldi. 1.300 börn og unglingar munu keppa um helgina og þar af hátt í 270 ungmenni frá nágranna- löndum okkar. Erlendir útsendarar munu fylgjast með efnilegum leikmönnum. NEYTENDAMÁL Hvorki eigandi Bæjarins bestu né þekktasti pylsusalinn þeirra hafa orðið varir við kvartanir frá fólki í sumar, eftir að SS pylsur hófu að blanda dönsku nautakjöti í pylsurnar. „Við vissum af þessu. Það er dálítið síðan það var farið að blanda þessu í pylsurnar og við heyrðum af þessu í vor,“ segir Guðrún Krist- mundsdóttir, eigandi Bæjarins bestu. Fáir Íslendingar, ef nokkrir, selja jafnmargar pyls- ur og hún. „Við verðum bara að sætta okkur við að það vantar nautakjöt á markaðinn á Íslandi,“ segir Guðrún og bætir við að enginn hafi kvart- að. María Einarsdóttir, pylsusali á Bæjarins bestu, tekur í sama streng. Hún bendir á að uppistaðan í pylsunum sé lambakjöt en svo sé smá nautakjöt og svínafita. „Ég held að það hafi enginn haft hugmynd um þetta. Útlendingar eru æstir í þetta og koma þarna unnvörpum,“ segir María. Hún heldur að enginn hafi orðið var við nautakjötið fram að þessu. „Það hefur í það minnsta enginn haft orð á því við mig.“ - jhh Unnendur SS pylsa gera ekki athugasemdir við breytingar á vörunni: Vita ekki af danska kjötinu BÆJARINS BESTU Eigandinn segir viðskiptavini ekki finna fyrir breytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KAMPAKÁTIR KEPPENDUR Þessir unglingspiltar frá Derby voru að koma sér fyrir þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Fyrsta íslenska liðið sem þeir mæta er Þróttur í þriðja flokki karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RASMUS FRÁ BRONDBY JAHVAN FRÁ DERBY ÁSBYRGI Um þúsund manns gistu í Ásbyrgi í fyrrinótt og var tjaldsvæðið þétt skipað. VENESÚELA Lilian Tintori, eiginkona venesúelska stjórnmálamannsins Leopoldo López, steytti hnefann við hlið pappaspjalds af honum í mótmælum í höfuðborginni Karakas á miðvikudag. Réttarhöld yfir Leopoldo hófust á sama tíma en hann er sakaður um að hvetja til ofbeldis og um eignaspjöll í mótmælaöldu sem geisað hefur í landinu allt þetta ár. Leopoldo er hagfræðimenntaður frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og hefur verið helsti leiðtogi uppreisnarinnar gegn stjórnvöldum. Hann á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Lilian hefur sjálf haldið mótmælunum áfram í fjarveru eiginmanns síns og hefur meðal annars skrifað um réttarhöldin og handtökuna í Washington Post. Hún segir að hann hafi ætlað sér að fara í fram- boð til borgarstjóra Karakas árið 2008 en fengið á sig ólöglegt bann. Jafnframt hafi skoðanakönnun sýnt hann með meiri stuðning en Hugo Chávez, fyrrverandi forseta Venesúela, sem lést árið 2013. - ssb Mótmæli í Venesúela eru nú daglegt brauð: Eiginmaðurinn mótmælti á pappa BARÁTTUNNI EKKI LOKIÐ Mikil mótmæli hafa geisað í Venesúela á þessu ári. Lilian Tintori lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að eigin- maður hennar hafi setið í fangelsi frá því í janúar. NORDIC- PHOTOS/AFP 270 erlendir gestir eru meðal 1.300 unglinga sem taka þátt í Rey Cup í þetta sinn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.