Fréttablaðið - 24.07.2014, Page 10

Fréttablaðið - 24.07.2014, Page 10
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Að loknum ráðherrafundi í bústað Frakklandsforseta ÓVENJULEGUR FARKOSTUR RÁÐHERRA Aurélie Filippetti, ráðherra menningarmála í Frakklandi, tekur hér við reiðhjóli sínu þar sem hún yfirgefur Elysée-höll í París að loknum vikulegum ráðherrafundi í gær. NORDICPHOTOS/AFP Þingkona myrt 1 SÓMALÍA, AP Sómalíska þingkonan og þjóðlagasöngkonan Saado Ali Warsame féll fyrir kúlum manna sem renndu upp að bíl hennar þar sem hún var á leið á hótel sitt í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í gær. Að sögn lögreglu hafa sómalísku skæruliðasamtökin Al Shabab lýst verknaðinum á hendur sér. Warsame er fjórði þingmaðurinn sem ráðinn er af dögum á þessu ári í landinu. Hún var ein af fáum þingkonum í landinu og sú fyrsta sem fellur í árás Al Shabab. Straumurinn á Comic-Con 2 BANDARÍKIN, AP Líkt og Leðurblöku-maðurinn bregst við merki sínu á himni streyma nú áhugasamir um dægurmenningu til San Diego í Bandaríkjunum þar sem fram fer 45. Comic-Con ráðstefnan. Í gærkvöldi fór fram forsýning og svo fara fjögurra daga hátíðarhöld í fullan gang í dag með umfjöllun- um og kynningum á kvikmyndum, sjónvarps- þáttum, tölvuleikjum, búningum og öðrum vinsælum listformum í ráðstefnumiðstöð San Diego. Búist er við að yfir 150 þúsund manns sæki viðburðinn sem uppselt er á. Evrópubúar spara gasið 3 BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir að draga úr orkunotkun heimila og fyrirtækja um nærri þriðjung fyrir árið 2030. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og notkun innflutts gass, sér í lagi frá Rússlandi. Nýtt viðmið er uppfærsla á eldra markmiði um að bæta orkunýtingu um fimmtung fyrir árið 2020. Meðal leiða sem nefndar eru að þessu marki er að bæta einangrun húsa, uppfæra kyndikerfi og draga úr orkunotkun stórra raftækja á borð við ísskápa. Fyrir hvert prósent í orkusparn- aði segir framkvæmdastjórnin að gasinnflutningur ESB minnki um 2,6 prósent. NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Kia Sorento EX Lux 2,2 Árg. 2013, ekinn 48 þús. km, dísil, 198 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. * Verð: 6.590.000 kr. Kia cee’d LX 1,4 Árg. 2010, ekinn 106 þús. km, bensín, 90 hö., beinskiptur 5 gíra, eyðsla 5,8 l/100 km. * Verð: 1.680.000 kr. Kia Sportage EX 2,0 Árg. 2012, ekinn 81 þús. km, bensín, 164 hö., sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, eyðsla 8,2 l/100 km. * Verð: 4.290.000 kr. Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2013, ekinn 10 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km. * Verð: 3.970.000 kr. 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 3 ár eftir af ábyrgð 5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia cee’d SW EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 13 þús. km, dísil, 128 hö., beinskiptur 6 gíra, eyðsla 4,5 l/100 km.* Verð: 3.490.000 kr. Greiðsla á mánuði 36.700 kr.** M.v. 52% innborgun og 60 mán. óverðtryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,57%. 5 ár eftir af ábyrgð Kia Sportage EX 2,0 Árg. 2013, ekinn 35 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, fjór- hjóladrifinn, eyðsla 6,9 l/100 km.* Verð: 5.570.000 kr. Greiðsla á mánuði 48.500 kr.** ** M.v. 54% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,4% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,19%. 6 ár eftir af ábyrgð Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 4x44x4 Grænn bíll 4x4 *Uppgefnar eyðslutölur framleiðanda m.v. blandaðan akstur. Grænn bíll HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.