Fréttablaðið - 24.07.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 24.07.2014, Síða 24
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, INGVAR GUNNAR GUÐNASON til heimilis að Merkigarði í Skagafirði og að Karfavogi í Reykjavík, lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans 19. júlí 2014. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. júlí klukkan 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið – Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Bryndís S. Guðmundsdóttir Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir Pétur Reynisson Védís Sigríður Ingvarsdóttir Anna Ragnheiður Ingvarsdóttir Guðni Hannesson Rósa Marta Guðnadóttir og barnabörn. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÞORLEIFSSON læknir, lést á Borgarspítalanum síðastliðinn miðviku dag. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju næstkomandi föstudag, 25. júlí, kl. 13.00. Karl Á. Rögnvaldsson Leifur Rögnvaldsson Dóra Á. Rögnvaldsdóttir Marcus Groom Bergur Þór Rögnvaldsson Hrafn Goði Rögnvaldsson Erna Ingibergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær frænka mín, GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR frá Stóra-Vatnsskarði, Logasölum 5, Kópavogi, sem lést á Landakotsspítala 18. júlí, verður jarðsungin frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 25. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd ástvina, Guðrún Árnadóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR sem lést að Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði sunnudaginn 13. júlí, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 25. júlí kl. 14.00. Jón Waage Edda G. Garðarsdóttir Erla Waage Auður Waage Kjartan Lárusson Baldur Waage Þórdís U. Þórðardóttir Freyr Waage Nina Holm barnabörn og barnabarnabörn. „Með Nikkuballinu höfum við brúað ákveðið kynslóðabil þar sem fólk á öllum aldri kemur og skemmtir sér saman,“ segir Friðrik Árni Haralds- son, sem situr í Ungmennaráði Sel- tjarnarness en ráðið stendur fyrir árlegu harmóníkuballi fyrir eldri borgara, Nikkuballinu svokallaða, og fer ballið fram í dag kl. 13.30 í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. „Við höfum síðustu ár haldið þetta á plan- inu hjá Björgunarsveitinni Ársæli út á Nesi en nú urðum við að gera aðrar ráðstafanir þar sem veðurspáin hefur ekki verið upp á marga fiska. Ef spáin breytist eitthvað verður jafnvel hægt að færa fjörið út á plan en annars ætlum við bara að skemmta okkur innandyra,“ segir Friðrik. Gunnar Kvaran harmóníkuleikari mun leika fyrir dansi en auk þess verður boðið upp á hópsöng þar sem ungir og aldn- ir syngja saman. Þá verða léttar veit- ingar og kaffi einnig í boði. Ungmennaráðið er skipað ungu fólki á aldrinum 16–20 ára en auk þess að halda Nikkuballið í júlí ár hvert stendur ráðið fyrir mánaðar- legum viðburðum fyrir eldri borg- ara, svo sem boccia-móti, félags- vist, bingói og tölvukennslu. „Þetta er alveg rosalega skemmtilegt og gefandi fyrir okkur unga fólkið. Auk þess að hafa haldið boccia-mót og bingó höfum við haldið skemmtileg pub-quiz og farið í göngutúra. Tölvu- kennslan hefur einnig gengið mjög vel og margir mæta oft, tölvukunn- áttan síast smám saman inn.“ Nikkuballið hefst í félagsheimili Seltjarnarness kl. 13.30 og stendur til kl. 16 en aðgangur er ókeypis. Frið- rik hvetur alla, unga sem aldna, til að kíkja við á morgun. „Það verður sann- kallað stuð hjá okkur. Fókusinn verð- ur auðvitað aðallega á eldri borgur- unum en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“ kristjana@frettabladid.is Nikkuballið á Nesinu fyrir unga sem aldna Ungmennaráð Seltjarnarness stendur fyrir harmóníkuballi fyrir eldri borgara í dag. Þetta er í fj órða sinn sem Ungmennaráðið stendur fyrir Nikkuballinu svokallaða en þar fær fólk á öllum aldri tækifæri til að skemmta sér saman. NJÓTA SAMVERUNNAR Nikkuballið er búið að festa sig í sessi en Ungmennaráð Seltjarnar- ness sér alfarið um skipulagninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fókusinn verður auð vitað aðallega á eldri borgurunum en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir. Friðrik Árni Haraldsson í Ungmennaráði Seltjarnarness MERKISATBURÐIR 1847 Mormónar undir forystu Brighams Young nema land í Utah. 1896 Nunnur koma til Íslands í fyrsta sinn eftir siðaskipti. Þær eru fjórar og setjast að til að annast hjúkrun og vitja sjúkra. Þetta er upphaf starfs St. Jósefssystra í Reykjavík og Hafnarfirði. 1933 Ferðafélag Íslands fer í sína fyrstu Þórsmerkurferð. 1956 Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks undir stjórn Hermanns Jónassonar tekur við völdum og situr í tvö ár. 1961 Júrí Gagarín, fyrsti geimfarinn, kemur við á Keflavíkurflug- velli á leið sinni til Kúbu, skömmu eftir að hann fer í fyrstu geim- ferðina. 1966 Michael Pelkey stekkur fyrsta Base-stökkið af fjallveggnum El Capitan í Bandaríkjunum, ásamt Brian Schubert. Báðir bein- brotna í stökkinu. Gullleitarmenn á Skeiðarársandi töldu sig loks hafa fundið skipið Het Wapen von Amsterdam hinn 24. júlí árið 1982 en leitin að skipinu hafði staðið yfir með hléum í ellefu ár, eða allt frá árinu 1971. Het Wapen van Amsterdam var hollenskt skip sem sigldi frá Austur-Indíum árið 1667. Skipið, sem hlaðið var dýrmætum varningi, kryddi, silki, gulli og öðrum málmum, strand- aði hins vegar þann 19. september sama ár og það hóf för sína. Um 200 manns voru um borð en af þeim björguðust 60 eftir mikla hrakninga. Hinir 140 létust úr sjóvolki og kulda. Við borun leitarmanna í júlí árið 1982 komu í ljós eikarleifar á svipuðu dýpi og talið var að skipið væri á. Eins höfðu segulmælingar bent til þess að málmur væri í skipi sem þarna væri grafið í sand. Því þótti allt benda til þess að um Het Wapen von Amsterdam væri að ræða. Upp hófst mikill uppgröftur vorið 1983 með 50 milljóna króna ríkisábyrgð en þegar til kom reyndist flakið vera af þýska togaranum Friedrich Albert frá Getsemünde sem strandaði 19. janúar árið 1903. ÞETTA GERÐIST 24. JÚLÍ 1982 Töldu hollenska gullskipið fundið „Efnið er frekar innhverft. Ýmist það sem blasir við eða eitthvað aðeins dýpra,“ segir Stefán Bogi Sveins- son um yrkisefni sín í bókinni Brennur. „Í mínum huga snýst ljóðagerð um að taka einhverja tilfinningu, ýmist að láni, eins og hún er í dag eða rifja hana upp og pakka henni í umbúðir þannig að hægt sé að afhenda hana öðrum. Galdurinn er að gera það þannig að viðtakand- inn tengi við innihaldið.“ Titill bókarinnar er sóttur í samnefnt ljóð sem fjallar um vissan atburð. „Hús afabróður míns brann. Hann var ekki heima og sagði það hafa verið slæmt því hann hefði aldrei séð hús brenna. Stundum óskar maður þess að geta tæklað hlutina af slíku æðruleysi þegar brennur hjá manni í ýmsum skilningi.“ Stefán kveðst alltaf hafa haft þörf fyrir að yrkja. „Ég byrjaði ungur að koma tilfinningum í ljóð og hef verið frekar lítið feiminn með það, las upp bæði í grunnskóla og menntaskóla og er í ljóðahópnum Hása kisa hér fyrir austan.“ Stefán Bogi vinnur á Austurfrétt sem rekur staðbund- inn vefmiðil og gefur út Austurgluggann, hann fæst líka við leiðsögn og er á leið á Borgarfjörð eystri þar sem undirbúningur undir Bræðsluna er að hefjast. „Mér finnst gaman að taka þátt í skapandi verkefnum,“ segir skáldið. gun@frettabladid.is Alltaf haft þörf fyrir að yrkja Útsvarsstjarnan Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, hefur ort frá blautu barnsbeini en var að gefa út sína fyrstu ljóðabók. Brennur, heitir hún. LJÓÐSKÁLD Brennur er fyrsta bók Stefáns Boga og hann gefur hana út sjálfur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.