Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 1
SJÁVARÚTVEGUR Tæplega tvö þúsund
ný störf hafa skapast hér á landi við
veiðar og vinnslu sjávarafurða frá
hruni. Aukningin er fyrst og fremst
í fiskvinnslu þar sem störfum hefur
fjölgað um tólf hundruð. Vinnsla
uppsjávarfisks til manneldis vegur
þungt.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í rannsókn um um fang sjáv-
ar út vegs á Austfjörðum sem hag-
fræðineminn Ásgeir Friðrik
Heim is son vann fyr ir Austurbrú í
samstarfi við Útvegsmannafélag
Austurlands.
Fjölgun starfa í sjávarútvegi
frá 2008 má helst rekja til aukins
afla undanfarin ár. Aflaaukningin
hefur aðallega verið í uppsjávarteg-
undum, eins og loðnu, en ekki síst
makríl. Betri aflabrögð skila sér í
aukinni eftirspurn eftir vinnuafli,
en vinnsla uppsjávarafla er vinnu-
aflsfrek, segir í greiningu Ásgeirs.
Afli íslenskra skipa hefur ekki verið
meiri um langan tíma, eða síðan
2005. Það ár veiddust 1,6 milljónir
tonna við Íslandsstrendur og gaf
árið 2012 1,4 milljónir tonna. Veið-
ar í uppsjávartegundum hafa aukist
um 25% síðan 2006.
Greining Ásgeirs lýtur sérstak-
lega að Austfjörðum, þó samhengi
sjávarútvegs á landinu í heild sé
einnig gaumgæft.
Í formála skýrslunnar segir
Ásgeir að bent hafi verið á að sjáv-
arútvegur sé ekki eins mikilvæg-
ur Austfirðingum og löngum var,
vegna tilkomu Alcoa Fjarðaáls.
Rannsókn á umfangi greinarinn-
ar og mikilvægi hennar sé því vert
verkefni, ekki síst í því samhengi.
„Því fer fjarri að sjávarútvegur-
inn hafi misst vægi sitt eftir tilkomu
álversins. Tilkoma Alcoa Fjarða-
áls hjálpaði mikið til við að gera þá
hagræðingu sem átt hefur sér stað
mögulega og jafn átakalausa og
raun ber vitni,“ segir Ásgeir sem
komst að því að framleiðni í sjávar-
útvegi á Austfjörðum hefur vaxið
um 20% að meðaltali á ári frá 2005.
- shá / sjá síðu 8
FRÉTTIR
FISKIDAGURINN MIKLIFjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli verður haldin
hátíðleg í Dalvíkurbyggð um helgina. Annað kvöld bjóða
íbúar byggðarlagsins gestum upp á fiskisúpu í heima-
húsum og görðum. Á laugardag verður boðið upp á
dýrindis fiskrétti. Einnig verður tónlist fyrirferðar-
mikil í dagskránni og vönduð skemmtidagskrá.
É g er svona gigtargemsi. Ég safna miklum bjúg, sérstakslega í öll liða-mót en get ekki tekið vatnslosandi lyf vegna lágs blóðþrýstings Ég e líkafskapl
KEMST Í ALLA SKÓ„Siggmyndun á hælum er ótrúlega lítilstundum engi
EINS OG Í LYGASÖGU – SVO GÓÐUR ÁRANGURGENGUR VEL KYNNIR Guðbjörg B. Petersen hefur þjáðst af óvirkum
skjaldkirtli og hægum efnaskiptum um árabil sem leitt hefur til mikillar
bjúgsöfnunar. Með því að taka Serrapeptase í rúma tvo mánuði hafa
lífsgæði hennar batnað umtalsvert, bólgur minnkað og hreyfigeta aukist.
ALLT ANNAÐ LÍF Guðbjörg hefur losnað við bjúg og bólgur eftir að hún fór að taka inn Serrapeptase.
MYND/STEFÁN
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
Hnífaparatöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
VERÐHRUN Á ÚTSÖLU20% AUKAAFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVERÐI
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Fimmtudagur
20
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
7. ágúst 2014
183. tölublað 14. árgangur
voru við
störf í
sjávarútvegi árið 2012.
9.100
SKOÐUN Selma Erla Serdar
hvetur fólk til að sniðganga
vörur frá Ísrael. 21
MENNING Hallgrímur
Helgason er orðinn aðdá-
andi Guðrúnar frá Lundi. 28
SPORT Mist missir ekki úr
leik þrátt fyrir að vera í miðri
krabbameinsmeðferð. 42
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
LÍFIÐ Samkynhneigðir
plötusnúðar á Club Soda á
Dollý um helgina. 46
STJÓRNSÝSLA Hópur fornleifa-
fræðinga gagnrýnir vinnubrögð
Minjastofnunar Íslands harðlega.
Hópurinn, sem samanstendur af
átta fornleifafræðingum, segir
stofnunina taka að sér verkefni
við fornleifarannsóknir sem hún
eigi aðeins að hafa eftirlit með
og gefa leyfi fyrir, auk þess sem
hún sé umsagnaraðili í skipulags-
málum og málum er lúta að mati á
umhverfisáhrifum.
Einn fornleifafræðinganna,
doktor Bjarni F. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fornleifafræði-
stofnunar, segir í sam-
tali við Fréttablaðið
að Minjastofnun sé í
„Indiana Jones-leik“ hér
og þar um landið. Hann
segir að það geti vart
talist eðlileg stjórn-
sýsla að Minja-
stofnun taki að
sér verkefni
sem eigi að vera
sinnt af forn-
leifafræðing-
um á mark-
a ð i , e nd a
geti stofnunin ekki haft eftir-
lit með sjálfri sér. „Þetta hefur
að okkar mati þær afleiðingar
að minjavarslan fer marga ára-
tugi aftur í tímann. Minjastofn-
un getur ekki gert neinar
kröfur til sjálfrar sín,
það er engin skýrslu-
gerð, það er engin
eftirfylgni, og hún
hefur eftirlit með
sjálfri sér sem er
öllum skaðlegt,“
segir Bjarni.
- fbj / sjá síðu 12
Hópur fornleifafræðinga segir Minjastofnun fara á skjön við ýmis lög:
Gagnrýna Minjastofnun hart
LÍFIÐ „Við erum báðir miklir mat-
arfíklar og sælkerar og okkur
hefur lengi langað til þess að búa
til eitthvað saman,“ segir körfu-
knattleiksmaðurinn Jón Arnór
Stefánsson. Hann og annar körfu-
knattleiksmaður, Pavel Ermolins-
kij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu
vikum í miðbæ Reykjavíkur,
nánar tiltekið Bergstaðastræti 14.
Þeir félagar eru á fullu þessa
dagana að standsetja búðina og
gera þeir ráð fyrir að hún verði
opnuð eftir um það bil tvær
vikur. - glp / sjá síðu 46
Körfuboltakappar opna búð:
Landsliðsmenn
gerast kaupmenn
Tvö þúsund ný störf
við veiðar og vinnslu
Störfum í sjávarútvegi fjölgaði úr 7.200 árið 2008 í 9.100 í árslok 2012. Betri afla-
brögð skýra fjölgun starfa, ekki síst vinnsla makríls til manneldis. Fiskvinnslufólki
fjölgaði um 1.200 á tímabilinu. Breytingarnar í greininni sjást vel á Austfjörðum.
Bolungarvík 11° NA 9
Akureyri 13° NA 5
Egilsstaðir 12° NA 6
Kirkjubæjarkl. 13° A 8
Reykjavík 11° NA 6
MILT V-LANDS Í dag verða norðaustan
5-10 m/s en 8-13 NV-til og við
S-ströndina. Væta víða fyrir sunnan og
austan en úrkomulítið NV-til. 4
MENNINGARRÖLT Í MIÐBORGINNI Listaverkið Þúfa sem staðsett er vestan við gömlu höfnina í Reykjavík skartaði sínu fegursta í blíðviðrinu í gær. Verkið er þegar
orðið vinsæll útivistarstaður fyrir fj ölskyldur í miðborginni og þá hefur Fréttablaðið haft spurnir af því að Þúfan sé vinsæl fyrir brúðarmyndatökur. Þúfa er eft ir myndlistar-
manninn Ólöfu Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kvikmyndabærinn
Flateyri
Flateyri er einn vinsælasti tökustaður
kvikmynda hér á landi en bæjarbúar
þykja einkar liðlegir. 2
Ósáttir þingmenn Stjórnarand-
stöðuþingmenn segja að Hanna
Birna eigi að stíga til hliðar meðan
rannsókn lekamálsins standi yfir. 4
Slá lítt á þörfina Um 800 manns
verða á biðlista eftir stúdentaíbúðum
næsta vetur þrátt fyrir fjölda nýrra
íbúða. 8
Nýupptekið grænmeti Nú er
kominn sá árstími þar sem ferskt
íslenskt grænmeti fæst í verslunum
hérlendis. 16
BJARNI F.
EINARSSON