Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 47

Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 47
FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2014 | MENNING | 39 „Við rúllum þessu upp á næsta ári,“ segir Erpur Eyvindarson tónlistarmaður um liðið sem hann hyggst setja saman og skrá til leiks í Mýrarboltanum á Ísafirði á næsta ári. Liðið mun koma til með að heita Maradona Social Club og er einn angi samnefnds klúbbs Erps og félaga sem snýst um að tileinka sér líferni argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona. „Þetta verður allt í anda Mara- dona,“ útskýrir Erpur. „Menn verða kolbleisaðir en skila tuðr- unni í markið.“ Maradona var ekki síður þekkt- ur fyrir uppátæki sín utan vallar en fimi sína inni á vellinum og undirflokkar klúbbsins eru meðal annars romm- og vindlaklúbb- urinn Rommstúkan, ferðafélag- ið Blackout og kynlífsklúbburinn Brúðarkjóllinn. Sá síðastnefndi er að sögn Erps „ekkert sérstaklega aktífur“. Eins og allir vita sem tekið hafa þátt í mýrarbolta tekur talsvert á að hreyfa sig í drullunni fyrir vest- an. Erpur hefur þó engar áhyggj- ur af því að Maradona-menn verði ekki í nógu góðu formi. „Við erum að vinna með fjöldann,“ segir Erpur. „Sameigin- legt þol okkar er gríðarlegt. Menn verða ekkert lengur inni á en bara til að skora sitt mark og svo kemur næsti.“ - bá „Kolbleisaðir“ inni á vellinum Erpur Eyvindarson hyggst setja saman mýrarboltalið til heiðurs Maradona ERPUR EYVINDARSON Rapparinn segir að nýja liðið verði „illa gott“. FRÉTTABLAÐ IÐ /AU Ð U N N Dala Feta er vinsæll í salöt og sem snarl með ólífum. Hann er skemmtileg viðbót á ostabakkann og tilvalinn í ofnbakaða rétti og á pizzur. ms.is Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur Söngkonan Selena Gomez er þekkt fyrir meira en ljúfu söngröddina en hún þykir einnig vera ein fal- legasta stúlkan í tónlistarbrans- anum í dag. Hefur hin unga tón- listarkona nú gengið til liðs við vörumerkið Adidas fyrir nýja tískulínu merkisins. Ekki einungis mun hún sitja fyrir á ljósmyndum af nýju línunni heldur er hún einn- ig gestahönnuður og mun því fá að setja sinn svip á nýju línuna. Við fyrstu sýn má sjá ýmislegt fallegt í fatalínunni, meðal annars erma- lausar gallaskyrtur og svonefnda bomber-jakka en ljóst er að unga tónlistarkonan er á uppleið á fleiri sviðum en bara tónlistinni. Selena Gomez og Adidas ALLT Á UPPLEIÐ Selena Gomez er hæfileikarík ung stúlka. Systir Mörthu Stewart, Laura Plimpton, lést á þriðjudag. Hún fékk blóðtappa í heila. Andlát hinnar 59 ára gömlu Plimpton var tilkynnt starfs- mönnum Stewart í tölvupósti, en Plimpton hafði starfað við hlið systur sinnar í meira en 25 ár. Í tölvupóstinum segir að eigin- maður Plimpton hafi flýtt sér með hana á spítala þegar hún kenndi sér meins á þriðjudaginn, en tilraunir til endurlífgunar hafi mátt sín einskis. Plimpton skilur eftir sig þrjú börn og var lýst í umræddum tölvupósti, sem breski vefmiðill- inn Daily Mail komst yfir, sem „framúrskarandi starfsmanni, móður, eiginkonu og systur“. - ósk Systir Mörthu Stewart látin MARTHA STEWART AFP/NORDICPHOTOS Ný kvikmynd eftir einn farsæl- asta handritshöfund seinni tíma er í bígerð, tveimur árum eftir andlát hennar. Nora Ephron, sem skrifaði handrit að kvikmyndum á borð við You’ve Got Mail, When Harry Met Sally, Sleepless in Seattle og Julie & Julia var að vinna að nýju handriti þegar hún lést. Handrit- ið er aðlögun að bresku míníserí- unni Lost in Austen og fjallar um konu í Brooklyn sem ferðast aftur í tímann, alveg aftur til þess tíma er Jane Austen var uppi. Carrie Brownstein kemur til með að leggja lokahönd á hand- ritið og Columbia Pictures mun framleiða. - ósk Ný Noru Ephron- mynd í bígerð NORA EPHRON AFP/NORDICPHOTOS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.