Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 46
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Hann er margverðlaunaður ljós- myndari og hefur haldið sýningar úti um allan heim og svo er hann mikill baráttumaður fyrir mann- réttindum þannig að mér þætti það ekki ólíklegt að hann kíkti í göng- una og jafnvel með myndavélina á sér,“ segir tónleikahaldarinn Guð- bjartur Finnbjörnsson um Bryan Adams en hann stendur fyrir tón- leikum kanadíska tónlistarmanns- ins sem fram fara um helgina á laugardags- og sunnudagskvöld. Bryan Adams er einnig ötull bar- áttumaður fyrir réttindum dýra, enda grænmetisæta, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Bryan lýst yfir áhuga á að fylgjast með gleðigöngunni og jafnvel taka myndavélina sína með. „Hann verður hérna í rólegheit- um á milli tónleika þannig að hann á líklega eftir að kíkja í bæinn en svo veit ég að hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg rekist á kappann,“ bætir Guð- bjartur við. Spurður út í kröfulista kanad- ísku goðsagnarinnar segist Guð- bjartur hann hófsaman og heil- brigðan. „Hann er náttúrulega „vegan“ þannig að hann drekk- ur ekki einu sinni mjólk né borð- ar osta þannig að hann reddar sér með því að koma með sinn eigin kokk, sem sér til þess að hann fái góða máltíð,“ útskýrir Guðbjartur. Hann bætir þó við að hann langi til þess að kynna íslenska grænmet- isveitingastaði fyrir Adams. „Það væri gaman að fara með hann á einhvern góðan stað á meðan hann dvelur hér en Neil Young sem var hér fyrir skömmu var svakalega ánægður með Gló þannig að það er aldrei að vita nema að Bryan Adams verði besti vinur Gló líkt og Young,“ segir Guðbjartur og hlær. Bryan Adams verður með tvenna tónleika nú um helgina í Eldborgarsal Hörpu og er uppselt á hvora tveggja. Þessi hljómleika- ferð er kölluð The Bare Bones Tour en hann verður einn með gítarinn sinn og munnhörpu ásamt píanó- leikara og flytur öll sín vinsælustu lög. Bare Bones-ferðin hefur feng- ið gríðarlega góða dóma alls stað- ar og er þetta einstakt tækifæri til að sjá kappann í návígi og jafnvel biðja um óskalag. „Það kom mér mikið á óvart að það skyldi seljast upp svona svakalega snögglega.“ Það seldist upp á fyrri tónleikana á um þremur til fjórum mínútum og svo á innan við sólarhring á seinni tónleikana. - glp Adams tekur líklega þátt í gleðigöngunni Kanadíska tónlistarmanninn Bryan Adams langar að taka myndir í gleðigöngunni. GLEÐIPINNI Tónlistarmaðurinn Bryan Adams ætlar að taka þátt í gleðigöngunni um helgina. Hann hefur mikinn áhuga á að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið, þannig að fólk getur alveg hitt á kappann. Guðbjartur Hannesson Sumir segja að þegar fólk kemst nálægt því að lenda í stórslysi þá sjái það líf sitt þjóta hjá. Ég upplifði slíkt augnablik um helgina. SPÓLUM til baka. Árið er 1996. Inni í lítilli blokkaríbúð á Selfossi sitjum við félagarnir og spilum tölvuleik í Nintendo. Skyndilega kemur mamma vinar míns heim og spyr hvers vegna við séum ekki á fótboltaæfingu. Við rjúkum út á Selfoss- völl þar sem æfingin er hafin. Ég var búinn að steingleyma æfingunni og var því klæddur í gúmmítúttur. Ef ég hefði verið í takkaskóm hefði ég kannski staðið mig betur á æfing- unni. Ég hefði haldið áfram að æfa og seinna spilað með meist- araflokki Selfoss. SEM færir okkur til ársins 2003. Ef ég hefði valið fótboltann hefði tón- listarsmekkur minn óneitanlega þróast öðruvísi en hann gerði. Ég hefði því aldrei stofnað rokkhljómsveit með vinum mínum og í staðinn valið að syngja með popphljómsveitinni sem sömu vinir höfðu stofnað nokkrum árum áður. Þeir höfðu einmitt ekki fundið rétta söngvarann fyrr en ungur fótbolta- strákur kom til sögunnar. FÆRUM okkur til ársins 2005. Stöð 2 leitar að þátttakendum í Idol stjörnuleit. Ef ég hefði verið í takkaskóm sumarið ’96 og þar af leiðandi hlustað á öðruvísi tónlist, sem hefði opnað dyrnar að poppinu í stað rokks- ins, hefði ég slegið í gegn í Idolinu. AFTUR til dagsins í dag. Herjólfsdalur, sunnudagurinn 3. ágúst 2014. Öllum að óvörum lagði Árni Johnsen gítarinn á hilluna í fyrra og þjóðhátíðarnefnd fyllir skarðið með ungum söngvara. Það hefur ekki slæm áhrif á mætinguna því í brekk- unni sitja 16 þúsund manns og bíða eftir að fá að þenja rispuð raddböndin undir gítarleik og söng fótboltastráksins frá Sel- fossi sem vann hugi og hjörtu þjóðarinnar í Idolinu fyrir tæpum áratug. HUGSIÐ ykkur: Ef ég hefði verið í takka- skóm en ekki gúmmítúttum sumarið ’96 hefði þessi strákur verið ég. Og það hefði verið stórslys. Ég kann ekki einu sinni á gítar. Takk, Ingó. Ef ég hefði verið í takkaskóm LUCY LUCY LÚXUS GUARDIAN OF THE GALAXY 3D GUARDIAN OF THE GALAXY 3DLÚXUS SEX TAPE DAWN _PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D VONARSTRÆTI KL.. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.10 KL. 10.40 KL. 3.10 - 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 5.20 LUCY NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN_PLANET OF THE APES 3D 22 JUMP STREET VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.50 - 8 (GÆÐAS) -10.10 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL.10.15 KL. 10.40 KL. 5.20 KL. 8 Miðasala á: EIN ÓVÆNTASTA SPENNUMYND ÁRSINS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA LUCY 6, 8, 10(P) NIKULÁS LITLI 3:50 HERCULES 8, 10:10 SEX TAPE 8 PLANET OF THE APES 3D 10:10 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 5 ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% BEINT Á TOPPINN Í USA! MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRIKEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE MOVIEPILOT.COM HITFIX WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.