Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 18
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Landsframleiðsla á Ítalíu hefur dregist saman tvo ársfjórðunga í röð. Samkvæmt skilgreiningu þýðir það kreppuástand í efnahags- lífinu. Á öðrum fjórðungi ársins dróst landsframleiðsla saman um 0,2 prósent en á fyrsta ársfjórð- ungi dróst landsframleiðsla saman um 0,1 prósent. Djúp kreppa ríkti á Ítalíu fram að fjórða ársfjórðungi árið 2013. Tölur um minnkandi landsfram- leiðslu í landinu höfðu mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn og hafa bréf lækkað nokkuð í Kauphöllinni í Mílanó í gær. - jhh Enn þá eru erfiðleikar í efnahagslífinu á Ítalíu: Hagvöxtur hefur dregist saman Í RÓM Ferðamenn svipast um á Spænska torginu í Róm. NORDICPHOTOS/AFP „Við höfum verið að tvöfalda söl- una á hverju ári og reiknum með að geta haldið því áfram,“ segir Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri TM Software, um rífandi gang sem verið hefur í Tempo-hug- búnaði fyrirtækisins. Áætlanir TM Software gera ráð fyrir að á þessu ári verði seldur Tempo-hugbúnaður fyrir um 700 milljónir króna sem er 75 prósent- um yfir sölu síðasta árs og nærri þreföld sala ársins 2012. Þá kom fram í tengslum við hálfs ársuppgjör Nýherja, móð- urfélags TM Software, undir lok síðasta mánaðar, að á milli ára hefði á þessu ári verið 86 prósenta vöxtur í erlendum tekjum hjá TM Soft ware. „Þessi vöxtur Tempo er okkur afar mikilvægur, allar þær tekjur eru erlendar,“ var þá haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja, sem sagði að vegna þessa væri tæpur helmingur veltu TM Software í erlendri mynt. Tempo-hugbúnaður TM Soft- ware er verkfæri fyrir hugbún- aðarfyrirtæki til verkefnastjórn- unar eftir agile-hugmyndafræði sem rutt hefur sér til rúms í upp- lýsingatæknigeira. Hugbúnaður- inn er viðbót við ástralskan hug- búnað frá fyrirtæki sem nefnist Atlassian. Sá hugbúnaður selst nú „eins og heitar lummur“ út um allan heim, að sögn framkvæmda- stjóra TM Software. „Við bætum mjög mikilvægri virkni inn í þann hugbúnað og það hjálpar okkur mjög mikið í allri sölumennsku að vera svona nálægt þeim og höfum nú síðastliðin tvö ár verið með söluhæstu viðbótina ofan á þeirra vöru,“ segir Ágúst. Viðskiptamódelið sé aðeins öðru vísi en gengur og gerist, horft sé til sölu yfir internetið þar sem auðvelt sé að hlaða búnaðinum niður. Hugbúnaðurinn sé hafður tiltölulega ódýr, en horft til sölu á heimsmarkaði og reynt að selja sem flest leyfi. „Við erum komn- ir með yfir 5.000 viðskiptavini í yfir 100 löndum og fylgjum mjög vel eftir útbreiðslu Atlassian, sem eru komnir með yfir 25.000 leyfi.“ Samfara örum vexti segist Ágúst gera ráð fyrir því að fyrir- tækið haldi áfram að bæta við sig fólki, en núna starfa 40 til 45 starfs- menn hjá TM Software. „Við erum búin að ráða mikið á þessu ári,“ segir hann og kveður frekari ráðn- ingar á döfinni á næsta ári. „Við tvöföldum kannski ekki starfs- mannafjöldann eins og söluna, en vöxum líka hratt á næsta ári,“ segir hann og telur líklegt að salan á Tempo fari þá yfir milljarð króna. Þá segir Ágúst fyrirtækinu ganga vel að ráða til sín starfs- fólk, en heyrst hefur úr upplýs- ingatæknigeiranum að hörgull sé á tæknimenntuðu starfsfólki. „Við ráðum mikið af ungu fólki og stærri árgangar sem eru að koma út úr skólum núna.“ Eins segir Ágúst að skili sér samstarf við háskólana þar sem fólk hafi unnið lokaverkefni sín hjá TM Software og vilji gjarnan halda áfram að vinna hjá fyrirtæk- inu í framhaldinu. „Svo hafa margir áhuga á að vinna við að þróa vöru sem seld er á alþjóðlegan markað.“ olikr@frettabladid.is Sala TM Software á Tempo margfaldast Viðskiptavinir TM Software vegna sölu á Tempo-hugbúnaði yfir netið eru nú yfir 5.000 talsins í meira en 100 löndum. Framkvæmdastjóri TM Software býst við að fyrirtækið haldi áfram að tvöfalda söluna milli ára. Selja á fyrir 700 milljónir í ár. METVIRÐI STOFNENDANNA Á þessu ári fór metið „virði“ stofnenda Atlassian-hugbúnaðarfyrirtækisins ástralska, þeirra Scotts Farquhar og Mikes Cannon-Brookes, yfir 1,1 milljarð Bandaríkjadala (127 milljarða króna) hjá hvorum þeirra á BRW Rich 200 listanum. Félagarnir eru 34 ára gamlir, vinir síðan í háskóla og stofnuðu fyrirtæki sitt af vanefnum eftir útskrift árið 2002. HRAÐUR VÖXTUR Núna starfa nærri þúsund manns hjá Atlassian og tekjur á nýliðnu rekstrarári námu um 200 milljónum dala (23,1 milljarði króna). Í farvatninu er svo skráning fyrirtækisins á markað í Bandaríkjunum. ÞEKKTIR VIÐSKIPTAVINIR Á meðal fyrirtækja sem notast við hug- búnað Atlassian eru Facebook, Hulu, eBay, Zinga, Twitter, Adobe, Cisco, Netflix, LinkedIn, Apache, Nasa, Audi, og Virgin Media. Margmilljarðamæringar fyrir fertugt ➜ Tempo-salan hjá TM Software 2012 2013 2014 250 m.kr. 400 m.kr. 700 m.kr.* *Áætlun TM Software Stillanleg heilsurúm í sérflokki! 20%-35% afsláttur C&J SILVER með Infinity heilsudýnu Verðdæmi 2x90x210 cm Fullt verð kr. 567.300 ÚTSÖLUVERÐ KR. 425.475 Fæst í mörgum stærðum. Í FULLU FJÖRI ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR! Ö ll ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g m yn d- b l ld ð l d b ð d Vandaðar dúnsængur 30% afsláttur REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík, Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri, Sími: 558 1100 • Skeiði 1, Ísafirði, Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 140x200 Pure Sleep verð áður kr. 24.900 Nú kr. 17.430 Tempur® heilsukoddar! 25-50% afsláttur Verðdæmi Classic kr. 8.950 Verð kr. 17.900 Verðdæmi Original kr. 14.175 Verð kr. 18.900 Ú T S A LA • Ú TS ALA •ÚTSALA • Ú T S A L A Tak- markað magn D Ý N U R O G K O D D A R ÁNÆGÐIR MEÐ TEMPOIÐ Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri TM Software, og Pétur Ágústsson, markaðs- og sölustjóri Tempo hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL African Bank Investments sendi frá sér afkomuviðvörun til Kaup- hallarinnar í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær þar sem varað var við því að tap ársins hjá bank- anum gæti orðið allt að 7,6 millj- arðar randa (81,4 milljarðar íslenskra króna). Þá var frá því greint að stofnandi og forstjóri bankans, Leon Kirknis, hefði látið af störfum. Greint var frá því að bankinn ætlaði að leita hlutafjáraukningar upp á 8,5 milljarða randa, í kjölfar hlutabréfasölu upp á 5,5 milljónir randa í desember síðastliðnum, að því er fram kemur í umfjöllun Bloom berg. Bankinn er stærsti veitandi smá- lána og lána án veðs í Suður-Afríku. Vandræði hans hófust í mars í fyrra þegar Fjármálaeftirlit Suður-Afríku sagði bankann hafa staðið í glanna- legum lánveitingum. Bankinn þurfti þá að falla frá ráðagerðum um að afla 300 milljóna Bandaríkjadala (34,6 milljarða króna) á erlendum fjármálamörkuðum. - óká FALLANDI GENGI Hlutabréf African Bank Investments féllu um tæp 60 prósent í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ Fjárfestar forða sér eftir afkomuviðvörun og brotthvarf forstjórans í gær: Hlutabréf African Bank hríðfalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.