Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 2
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
2 brennarar úr ryðfríu stáli
4ra brennara
MANNLÍF „Flateyringar eru höfðingj-
ar heim að sækja,“ segir Sindri Páll
Kjartansson, framleiðandi mynd-
arinnar París norðursins sem tekin
var upp að mestu á Flateyri á síð-
asta ári.
Hann segir Flateyringa hafa
verið svo tillitssama að menn hafi
auðveldlega fengist til að fresta því
að slá blettinn ef sláttuvélin trufl-
aði við tökur. „Eiginlega fengum
við að slökkva nokkrum sinnum á
bænum,“ segir hann. Ekki stendur
á bæjarbúum heldur þegar vant-
ar fólk fyrir framan tökuvélina.
Nú ætlar Bryndís Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Arctic Odda,
til dæmis að taka að sér hlutverk
prestsins í myndinni Þrestir sem
Rúnar Rúnarsson og félagar eru að
taka upp þar í bæ.
Eflaust muna margir
eftir því þegar Einar Oddur
Kristjánsson heitinn lék
prest í sjónvarpsþættinum
Í faðmi hafsins árið 2001.
En svo er það prestur-
inn sjálfur, hann þarf ekk-
ert að leika því hann kemur
fram í eigin persónu í jap-
anskri heimildarmynd sem
tekin var upp fyrir tveimur
árum.
„Ég bý svo vel að það var laust í
kjallaranum hjá mér þannig að ég
leyfði þeim bara að gista þar,“ segir
séra Fjölnir Ásbjörnsson á Holti
í Önundarfirði, en þar er æðar-
varp mikið sem Japanir hafa mik-
inn áhuga á, enda selst æðardúnn
dýrum dómum þar í landi. Töku-
menn sem bjuggu í kjallaranum eltu
guðsmanninn hvert fótmál á tveggja
vikna tímabili með myndavélar og
hljóðnema. Presturinn var því bæði
í dún- og kvikmyndatöku
á þessum tíma. „Það var
náttúrlega svolítið skrýt-
ið að þurfa að opna dyrnar
þrisvar, fjórum sinnum þar
til þeir voru ánægðir,“ segir
hann. Fjölnir hefur ekkert
heyrt af viðtökum í Japan
en segir: „Ég á ekki von á
öðru en að þær hafi verið
bara alveg frábærar.“
Sindri segir að í svo litlu samfé-
lagi gefist ekki vel að taka upp sím-
ann þegar komið er að reddingum.
„Það er betra að fara í bíltúr, þá
hittir maður menn þannig að þetta
reddast allt á rúntinum,“ segir hann.
Nálægðin á sér líka spaugilega
hlið því þegar hann var búinn að
finna heppilegan hund, eftir dauða-
leit í nærsveitum, til að leika á móti
aðalleikaranum þá sagði hundeig-
andinn: „Það þarf að venja hann
fyrst að leikaranum. Hver er þessi
leikari?“ Hún fékk þau svör að sá
héti Helgi Björnsson. „Nú, Helgi
bróðir, hundurinn þekkir hann nú.“
jse@frettabladid.is
Flateyringar komnir
í kvikmyndaútgerð
Flateyri er einn vinsælasti tökustaður kvikmyndagerðarfólks. Einnig hafa japansk-
ar heimildarmyndir verið teknar þar í grenndinni. Íbúar eru svo samvinnuþýðir
að þeir bregða sér í hlutverk eða hreinlega „slökkva á“ bænum ef þurfa þykir.
FRÁ TÖKUM Á FLATEYRI Sindri segir að lið hans vilji þakka Flateyringum tillits-
semina í sambúðinni með því að hafa forsýningu fyrir vestan í næsta mánuði.
SINDRI PÁLL
KJARTANSSON
Bíómyndir
Ingaló (1992)
Nói albinói (2003)
París norðursins (2013)
Þrestir (2014)
Sjónvarpsþættir
Í faðmi hafsins (2001)
Heimildarmyndir
Hiroshi Koike um æðardún í
Önundarfirði(2012)
Eins hefur japanskur heimildar-
þáttur verið tekinn þar upp.
➜ Kvikmyndir og
þættir frá Flateyri
Halldór, má ekki prófa Þránd
í Götu?
„Ja, það liggur ekkert á því.“
Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata í
borgarstjórn, fer fyrir umræðunni um nýjar
frumlegar hraðahindranir.
GASA, AP „Fyrir okkur er mikilvæg-
ast að umsátrinu verði aflétt og upp-
bygging geti hafist á Gasa,“ segir
Bassam Sahli, fulltrúi í samninga-
nefnd Palestínumanna. „Það getur
ekki orðið neitt samkomulag án
þess.“ Hann er mættur til Egypta-
lands ásamt félögum sínum, en
þangað eru einnig komnir fulltrú-
ar frá Ísrael sem hafa sett fram þá
ófrávíkjanlegu kröfu að Hamas-
menn afvopnist, eða í það minnsta
verði þeim gert ókleift að koma sér
upp vopnum á ný. Viðræðurnar fara
hægt af stað, en bæði Ísraelar og
Palestínumenn hafa verið hvattir til
þess að nota sér vopnahléið til þess
að komast að sameiginlegri niður-
stöðu um Gasa. Vopnahléið, sem
hófst á þriðjudagsmorgun, virtist í
gær ætla að endast lengur en fyrri
tilraunir. Egypskir milligöngumenn
hafa verið á þönum milli sendinefnd-
anna og borið skilaboð á milli um
kröfur beggja. Í palestínsku sendi-
nefndinni eru fulltrúar allra helstu
hópa Palestínumanna, þar á meðal
frá Hamas en Ísraelar hafa til þessa
harðneitað að eiga orðastað við
Hamas. Sameh Shukri, utanríkis-
ráðherra Egyptalands, segir að við-
ræðurnar verði bæði flóknar og erf-
iðar. Árásarhernaður Ísraela á Gasa
kostaði nærri 1.900 manns lífið á
fjórum vikum. Sameinuðu þjóðirnar
segja að 75 prósent þeirra hafi verið
almennir borgarar. Ísraelar misstu
hins vegar 67 manns, en þrír þeirra
voru almennir borgarar. -gb
Tilraunir til að fá Ísraela og Palestínumenn til að ræða saman fara hægt af stað:
Fyrstu þreifingar eru hafnar
Í SKEMMDUM SKÓLA Palestínskur piltur skrifar á töfluna í Sobhi Abu Karsh-skólanum
í Gasaborg. Skólinn varð illa úti í árásum Ísraelshers undanfarnar vikur. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Heildaruppgjöri Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar og fjár-
festingarfélags hans, Novators, við
innlenda og erlenda lánardrottna er
nú lokið. Heildarfjárhæð greidd til
lánardrottna er um 1.200 milljarðar
króna, þar af hafa íslenskir bankar
og dótturfélög þeirra nú alls fengið
greidda rúma 100 milljarða króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem Björgólfur sendi fjölmiðlum í
gær. Allar greiðslur voru í erlendri
mynt.
Björgólfur segist hafa haft um
100 manna her lögfræðinga, endur-
skoðenda og annarra sérfræðinga
til að vinna að skuldasamkomulag-
inu. Hann hafi lagt allar sínar eigur
undir. „Ég var alla tíð ákveðinn í að
ganga frá uppgjörinu með sóma. Til
að svo mætti verða þurfti mikla og
þrotlausa vinnu til að hámarka virði
þeirra eigna sem lágu til grundvall-
ar uppgjörinu. Þegar tilkynnt var
um uppgjör mitt í júlí 2010 kom
fram að skuldir myndu verða gerð-
ar upp að fullu og ekki gefnar eftir,“
segir Björgólfur í tilkynningunni.
Í tilkynningunni segir jafn-
framt að þegar tilkynnt var um
samkomulag við alla lánardrottna
í júlí 2010 hafi verið reiknað með
að um fimm til sex ár tæki að
vinna að sölu eigna og klára upp-
gjör. Ýmsar persónulegar eign-
ir Björgólfs Thors hafi gengið til
lánardrottna um leið og gengið var
frá samkomulaginu, þar á meðal
húseign í Reykjavík og sumarhús
við Þingvelli, sem og einkaþota og
snekkja.
- jhh
Skuldauppgjöri Björgólfs Thors og Novators við innlenda og erlenda lánardrottna þeirra er lokið:
Greiddu lánardrottnum 1.200 milljarða króna
MIKIL VINNA Fjöldi sérfræðinga kom
að skuldauppgjörinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM.
LÖGREGLUMÁL Fimm konur leit-
uðu á Neyðarmóttöku Landspítala
fyr ir þolend ur kyn ferðisof beld is
um og eft ir versl un ar manna helg-
ina. Málin komu frá Akureyri,
Vestmannaeyjum, Reykjavík, Sel-
fossi og Flúðum samkvæmt upp-
lýsingum frá bráðadeild Land-
spítalans.
Fyrsta kon an leitaði á neyðar-
móttökuna síðastliðinn föstu dag
og hinar um og eft ir helg ina.
Kynferðisbrotin í Árnessýslu
voru kærð til lögreglu um helgina
og rannsókn er hafin á Akureyr-
armálinu. -sój
Leituðu á neyðarmóttöku:
Fimm konur
leitað aðstoðar
HÚNAVATNSHREPPUR Búið er að
ráða Einar Kristján Jónsson sveit-
arstjóra Húnavatnshrepps. Einar
þótti hæfastur sextán umsækjenda.
Einar mun taka til starfa 15.
ágúst næstkomandi. Nýráðni sveit-
arstjórinn er 43 ára bifvélavirki
sem stundað hefur nám í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands undan-
farin ár. Hann hefur þar að auki
talsverða starfsreynslu úr einka-
geiranum og af félagsstörfum.
Einar tekur við sveitarstjórn af
Jens P. Jensen. Um 410 manns búa
í Húnavatnshreppi.
-ih
Valinn hæfastur af sextán:
Tekur við starfi
sveitarstjóra
MÓTMÆLI Fleiri börn hafa fallið í átökunum á Gasa en stunda nám við
grunnskólann á Ísafirði. Meðal annars vegna þessa skipulagði hópur
kvenna á Ísafirði mótmæla- og minningarfund á Silfurtorgi á Ísafirði
síðdegis í gær. Þar var hengd upp ein flík fyrir hvert barn sem látist
hefur í átökunum.
Margrét Pála Ólafsdóttir var á meðal þeirra sem tóku þátt í athöfn-
inni, sem hún sagði hafa snert alla viðstadda djúpt. „Þessi einfalda
athöfn, að hengja upp föt af börnum, færði hörmungar og sorgina inn
á torgið til okkar.“ Margrét Pála segir allir fundargesti hafa „samein-
ast um þá hugsun að hvað sem hver segir þá verður alheimurinn að
standa saman um að vernda börn“. -ih
Ein flík hengd upp fyrir hvert barn sem lést í Palestínu:
Minntust fallinna barna á Gasa
ERFIÐ STUND Margrét Pála Ólafsdóttir segir að athöfnin á Silfurtorginu á Ísafirði í
gær hafi snert alla sem þar voru djúpt. FRÉTTABLAÐIÐ/HAFÞÓR