Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2014 | FRÉTTIR | 13 SAMFÉLAGSMÁL Minningarstund verður haldin í Viðey í kvöld. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gasa í rúst. Friðarsinninn og listamað- urinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðar súlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga yfir nóttina. Í til- kynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísraels og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendr- að þann 7. ágúst næstkomandi,“ segir í tilkynningu Ono. - jhh Minningarstund í kvöld: Látinna barna á Gasa minnst FAGUR HIMINN Kveikt verður á Friðar- súlunni á morgun. Eldborg 24. ágúst kl. 19:30 Hinn ástsæli fiðlukonsert Tchaikovskys í D-dúr verður fluttur undir stjórn Peter Oundjian af einleikaranum James Ehnes. Að sögn The Guardian er Ehnes einstaklega ljóðrænt undrabarn sem lætur hárin rísa. www.harpa.is/tso Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Rússnesk rómantík í Hörpu Toronto Symphony Orchestra Þjóðarhljómsveit Kanada B ra n d en b u rg RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað svo fyrir að innflutningur á mat- vælum og landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjum og Bandaríkjunum verði bannaður eða takmarkaður í eitt ár. Þetta eru viðbrögð hans við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og ESB vegna afstöðu Rússa til átakanna í Úkraínu. Fátt bend- ir þó til þess að innflutningstak- markanirnar eigi að verða mjög víðtækar, enda eru Rússar mjög háðir innflutningi á matvælum. Bandaríkin og ESB hafa sakað Rússa um að kynda leynt og ljóst undir ólgunni í austanverðri Úkraínu. Meðal annars eru Rússar sagðir hafa útvegað upp- reisnarmönnum, sem eru hlið- hollir Rússlandi, bæði vopn og sérfræðiaðstoð. Bæði ESB og Bandaríkin hafa samþykkt refsiaðgerðir gegn Rússum, nú síðast aðgerð- ir sem beinast ekki að tiltekn- um einstaklingum heldur heilum atvinnugeirum. Refsiaðgerðirnar eru þegar farnar að bitna á efna- hagsástandinu í Rússlandi, en gætu sem hægast komið niður á efnahagsástandinu á Vesturlönd- um líka vegna samdráttar í við- skiptum við Rússland. Ekkert lát er á hörðum átökum í Úkraínu. Í gær gerði Úkraínu- her í fyrsta sinn loftárás á borg- ina Dónetsk, sem uppreisnar- menn hafa haft á valdi sínu mánuðum saman. - gb Pútín svarar refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með mótaðgerðum: Takmarkar innflutning á matvælum VLADIMÍR PÚTÍN RÚSSLANDSFOR- SETI Tilkynnti um mótaðgerðir gegn refsiaðgerðum Vesturlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Í tilefni Hinsegin daga mun bókasafn Seltjarnar- ness bjóða gestum að kynna sér fjölbreytt úrval bóka og mynd- banda um samkynhneigða. „Við höfum fundið til efni sem varpar ljósi á hinsegin fólk frá ýmsum sjónarhornum. Ýmist skáldsögur, ævisögur, myndbönd, tímarit eða fræðsluefni,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs bókasafns Seltjarnarness. „Þetta er kjörið tækifæri til að stilla upp þessum bókmenntum sem eru alla jafna ekki mikið frammi,“ bætir Soffía við. - ih Bókasafnið vill efla samstöðu: Hinsegin bækur á Seltjarnarnesi HEILSA Alls hafa 7.880 skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmara- þoni, sem fram fer 23. ágúst. Það er um 7 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu segir að metfjöldi stefni á þátt- töku í maraþoni en 1.037 hafa nú skráð sig. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig. Í fréttatilkynningu frá ÍBR og Reykjavíkurmaraþoni segir að 10 kílómetra vegalengdin sé sem fyrr vinsælasta vegalengdin, en rúmlega helmingur skráðra þátt- takenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 4.103. - jhh Styttist í Reykjavíkurmaraþon: Stefnir í nýtt þátttökumet HLAUPIÐ Þúsundir Íslendinga hlaupa á ári hverju í Reykjavíkurmaraþoni FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.