Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2014 | SKOÐUN | 21 Fæstir komast í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum. Ofbeldi, alvarleg slys og náttúruhamfarir eru lífsreynsla sem margir ganga í gegnum eða verða vitni að. Áföll geta haft mikil áhrif á líðan og sjálfsmat fólks og í sumum tilfellum geta áföll leitt til áfallastreituröskunar (Post Traumatic Stress Disorder, PTSD). Einkennum PTSD er oft skipt í þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru ein- kenni sem fela í sér einhvers konar endurupplifun áfallsins, til dæmis uppáþrengjandi minningar eða martraðir um atburðinn. Í öðrum flokki eru einkenni sem birtast til dæmis þannig að þolandinn reynir að forðast að hugsa eða tala um áfall- ið eða aðstæður sem minna á atburðinn. Í þriðja flokki eru einkenni ofurárvekni og neikvæðra hugsana og tilfinninga. Þessi ein- kenni geta til dæmis komið fram sem mikill kvíði, depurð, svefnvandi, reiðiköst og ein- beitingarerfiðleikar. Einkenni PTSD geta verið áberandi hjá fólki strax í kjölfar áfalls en oftast dregur úr einkennum á fyrstu vikunum eftir áfall og flestir ná bata án nokkurrar meðferðar. Hins vegar getur verið nauðsynlegt að fá með- ferð við PTSD ef einkenni eru enn til stað- ar mánuði eftir áfall. Þær klínísku leiðbein- ingar sem íslenskir fagaðilar fylgja leggja til að ef fólk greinist með PTSD eigi að veita áfallamiðaða hugræna atferlismeðferð eða EMDR-meðferð, sem er heildstæð sálfræði- leg meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla. Meðferð sem hæfir aldri Börnum og ungmennum með alvarleg ein- kenni PTSD á að veita hugræna atferlismeð- ferð sem hæfir aldri þeirra og þroska. Ekki skal veita lyfjameðferð við PTSD nema ef hugræn atferlismeðferð eða EMDR-með- ferð hefur verið fullreynd eða ef fólk vill ekki þiggja önnur úrræði en lyfja- meðferð. Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum á árangri af ólíkum meðferðum og leggja til að þeim aðferðum sé fyrst beitt sem sýnt hafa best- an árangur. Bæði áfallamiðuð hugræn atferlismeð- ferð og EMDR eru í boði á Íslandi og hafa margir meðferðaraðilar lært og tileinkað sér þessar aðferðir. Árið 2013 hélt dr. Patricia Resick námskeið hér á landi um hugræna úrvinnslumeðferð við áfallastreituröskun (Cognitive Processing Therapy) en hún er einn helsti sérfræðingur heims í hugrænni atferlismeðferð við PTSD. Þetta meðferðar- form hefur mikið verið rannsakað og sýnt góðan árangur. Meðferðin felst meðal annars í því að unnið er úr hugsunum og tilfinning- um sem tengjast áföllum og leiðir kenndar til að breyta því hugarfari sem stuðlar að og við- heldur einkennum. Námskeiðið var afar vel sótt og er þessari aðferð nú beitt af sálfræð- ingum sem það sóttu með góðum árangri. Með aukinni og opnari umræðu um heim- ilis- og kynferðisofbeldi og hversu alvarleg- ar afleiðingar áfalla geta verið munu von- andi fleiri stíga skrefið að leita sér hjálpar vegna vanda síns. Ég vil hvetja fólk sem hefur orðið fyrir áföllum og glímt við ein- kenni áfallastreitu að kynna sér hvar þeim úrræðum er beitt sem klínískar leiðbeining- ar leggja til. Hægt er að leita beint til sál- fræðinga og óska eftir mati á vandanum og fá ráðgjöf um hvort og þá hvaða úrræði er við hæfi. Sálfræðimeðferð við áfallastreituröskun ➜ Með aukinni og opnari umræðu um heimilis- og kynferðisofbeldi … munu vonandi fl eiri stíga skrefi ð að leita sér hjálpar vegna vanda síns. HEILBRIGÐISMÁL Gunnhildur Sveinsdóttir sálfræðingur Ég mun seint gleyma því sem ég heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi. Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og þegar ég stillti á Rás 2 var verið að segja frá því að vopnahlé hefði hald- ist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það bil þrjár sekúndur, því næst var sagt frá Abdel Majed, átta ára strák frá Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú þegar upplifað þrjú stríð. Í fréttunum var sagt frá því að um 1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæð- inu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800 einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir í stríði við Ísraelsmenn. Af þessum 1.800 einstaklingum voru næst- um því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til við- bótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræði- aðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar. Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt upp af Ísraelsmönnum. Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza. Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palest- ínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega 2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda er hér um áratuga langan hrylling að ræða, en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið frá aldamótunum. Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Pal- estínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraels- manna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir því að þú gerir eitthvað? Stuðningur í verki Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína gegn síendurteknum árásum Ísraels- manna á heimastjórnarsvæði Palest- ínumanna, sem hefur kostað þúsundir óbreyttra borgara, kvenna og barna lífið, með því að sniðganga ísraelsk fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóð- leg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraels- manna. Með því sýnum við stuðning í verki við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palest- ínumanna. Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif. Það voru slíkar aðgerðir sem komu apart- heid-stjórninni frá í Suður-Afríku. Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi sem horfði mundi ísraelski efnahagur- inn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgöngu aðgerðum víða um heim. Þá sagði hann að ef Evrópubúar héldu áfram að snið- ganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara og 10.000 störfum nú þegar. Taktu málin í þínar eigin hendur áður en Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur. Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraels- manna, hernám þeirra, brot þeirra á mann- réttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra, ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Pal- estínumönnum. Þannig komumst við einu skrefi nær því að stöðva þjáningar Palest- ínumanna. Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki beðið mikið lengur. Ert þú að styrkja hernám Ísraelsmanna? ➜ Ísraelar eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á sniðgöngu- aðgerðum víða um heim. ALÞJÓÐAMÁL Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! · SUMARÚTSALA · 30-50% AFSLÁT TUR Ítölsk hágæða sófasett Rým ing ars ala 65% afs látt ur a f sý nin gar sófu m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.