Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 40
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 32 Charlize Theron, 39 ára leikkona Helstu myndir: Monster, The Italian Job, Prometheus og Hancock. AFMÆLISBARN DAGSINS Vefsíðan TheArnoldFans, aðdá- endasíða leikarans Arnolds Schwarzenegger, náði tali af Fred- rik Malmberg, framleiðanda myndarinnar Conan the Barbari- an, en þar ýjar hann að því að það sé í pípunum að taka myndina upp aftur árið 2015. Farið yrði þá yfir handritið og ýmsum smáatriðum breytt, til dæmis aldri konungsins Con- ans þar sem Schwarzen- egger er orð- inn töluvert eldri en hann var í fyrstu mynd- inni. Arnold verður Conan á ný Nýjustu mynd Clints Eastwood verður frumsýnd á morgun en hún ber nafnið Jersey Boys. Myndin er byggð á samnefndum söngleik sem var frumsýndur árið 2005 á Broadway og hefur hlotið meðal annars fern Tony- verðlaun. Síðan þá hefur söngleikur- inn farið sigurför um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda. Myndin hefur hins vegar verið umdeild á meðal gagnrýnenda þrátt fyrir að hafa hlotið lof almennra áhorfenda, ekki síst þeirra sem þekkja vel til tón- listarinnar. Þeir ættu að vera margir, enda áttu bæði The Four Seasons og forsöngvari þeirra, Frankie Valli, marga stórsmelli á borð við Big Girls Don‘t Cry, Sherry, Decem- ber 1963, My Eyes Adored You, Can‘t Take My Eyes Off You, Walk Like a Man og Rag Doll. Myndin greinir frá sögu ungu mannanna sem skipuðu sveitina The Four Seasons og urðu heims- frægir í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Ástæðan fyrir neikvæðu gagn- rýninni sem myndin hefur þurft að sæta er meðal annars að gagn- rýnendur eru á því máli að það hafi verið mistök að fá Clint Eastwood til þess að leikstýra myndinni. Myndin hefur mjög dimman blæ yfir sér, sem verður að telj- ast skrítið þar sem að hún er byggð á söngleik þar sem dans- og skemmtiatriði eru í fyrir- rúmi. Í myndinni leggur East- wood áherslu á persónulega sögu sveitarinnar, skilnaði, uppeldið og vafasama tengingu sveitar- innar við mafíuna. Hér er Dirty Harry að horf- ast í augu við sögu hljómsveitar sem kom fram á sjónarsviðið og sló fljótlega í gegn með grípandi lögum. Umdeildir Jersey-strákar Hinn áttræði Clint Eastwood settist í leikstjórastólinn á ný en nýjasta mynd hans, Jersey Boys, er frumsýnd á morgun. Myndin er byggð á samnefndum söngleik. Leikarinn Jeff Goldblum gerði garðinn frægan í Jurassic Park- myndunum en þegar honum var boðið í brúðkaup þeirra Pamelu og Jesse Sargent ákvað hann að bjóða með sér ljósmyndaranum Adam Biesen- thal til þess að gera brúð- kaupsmynd- ina sem eftirminni- legasta. Lét hann brúð- hjónin ásamt gestum hlaupa og öskra á grænu engi þegar myndin var tekin. Seinna var bætt við stórri grameðlu að elta brúð- hjónin. Sló í gegn í brúðkaupi SÆTIR SÖNGFUGLAR Myndin fylgir sögu ungu piltanna í sveitinni The Four Seasons en Eastwood leggur áherslu á myrkar hliðar frægðarinnar. Leikarinn og grínistinn Ricky Gervais hefur staðfest að hann sé að búa til leikna heimildar- mynd um skrif- stofumanninn David Brent. Bresku þættirnir The Office slógu í gegn á heims- vísu á sínum tíma en myndin mun bera nafnið Life on the Road og munu tökur hefjast í Bret- landi á næsta ári. The Offi ce á hvíta tjaldið TRÓNIR Á TOPPNUM Leikkonan frækna Sandra Bullock hefur gert garðinn frægan með myndum á borð við The Heat, The Proposal og Gravity. MYND/EINKASAFN Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sann- arlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlut- verkið í myndum á borð við The Prop- osal, The Blind Side, The Heat og Grav ity er hún nú launahæsta leikkonan í Holly- wood með 51 milljón Bandaríkjadala í árs- laun sem samsvarar tæpum sex milljörð- um íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forb es. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karl- leikaranna, sem eru 419 milljónir Banda- ríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljón- ir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri. - bÞ Sandra Bullock tekjuhæst allra leikkvenna Tímaritið Forbes gaf út lista yfi r tekjuhæstu leikarana og þar trónir Sandra Bullock á toppnum meðal kvenna. Svo virðist sem leikkonan Zoe Saldana sé að yfirtaka ævin- týramyndaheiminn. Auk þess að hafa leikið í nýju ofur- hetjumyndinni Guardians of the Galaxy er ýmislegt á dag- skránni hjá leikkonunni. Má þar nefna Star Trek 3, Avatar 2 og hefur hún ýjað að því að hún muni koma að nýju verkefni hjá ofurhetjurisan- um Mar- vel. Avatar 2 er á leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.