Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 40

Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 40
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 32 Charlize Theron, 39 ára leikkona Helstu myndir: Monster, The Italian Job, Prometheus og Hancock. AFMÆLISBARN DAGSINS Vefsíðan TheArnoldFans, aðdá- endasíða leikarans Arnolds Schwarzenegger, náði tali af Fred- rik Malmberg, framleiðanda myndarinnar Conan the Barbari- an, en þar ýjar hann að því að það sé í pípunum að taka myndina upp aftur árið 2015. Farið yrði þá yfir handritið og ýmsum smáatriðum breytt, til dæmis aldri konungsins Con- ans þar sem Schwarzen- egger er orð- inn töluvert eldri en hann var í fyrstu mynd- inni. Arnold verður Conan á ný Nýjustu mynd Clints Eastwood verður frumsýnd á morgun en hún ber nafnið Jersey Boys. Myndin er byggð á samnefndum söngleik sem var frumsýndur árið 2005 á Broadway og hefur hlotið meðal annars fern Tony- verðlaun. Síðan þá hefur söngleikur- inn farið sigurför um heiminn og notið gríðarlegra vinsælda. Myndin hefur hins vegar verið umdeild á meðal gagnrýnenda þrátt fyrir að hafa hlotið lof almennra áhorfenda, ekki síst þeirra sem þekkja vel til tón- listarinnar. Þeir ættu að vera margir, enda áttu bæði The Four Seasons og forsöngvari þeirra, Frankie Valli, marga stórsmelli á borð við Big Girls Don‘t Cry, Sherry, Decem- ber 1963, My Eyes Adored You, Can‘t Take My Eyes Off You, Walk Like a Man og Rag Doll. Myndin greinir frá sögu ungu mannanna sem skipuðu sveitina The Four Seasons og urðu heims- frægir í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Um leið þurftu þeir að glíma bæði við það góða sem frægðinni fylgdi og það slæma. Ástæðan fyrir neikvæðu gagn- rýninni sem myndin hefur þurft að sæta er meðal annars að gagn- rýnendur eru á því máli að það hafi verið mistök að fá Clint Eastwood til þess að leikstýra myndinni. Myndin hefur mjög dimman blæ yfir sér, sem verður að telj- ast skrítið þar sem að hún er byggð á söngleik þar sem dans- og skemmtiatriði eru í fyrir- rúmi. Í myndinni leggur East- wood áherslu á persónulega sögu sveitarinnar, skilnaði, uppeldið og vafasama tengingu sveitar- innar við mafíuna. Hér er Dirty Harry að horf- ast í augu við sögu hljómsveitar sem kom fram á sjónarsviðið og sló fljótlega í gegn með grípandi lögum. Umdeildir Jersey-strákar Hinn áttræði Clint Eastwood settist í leikstjórastólinn á ný en nýjasta mynd hans, Jersey Boys, er frumsýnd á morgun. Myndin er byggð á samnefndum söngleik. Leikarinn Jeff Goldblum gerði garðinn frægan í Jurassic Park- myndunum en þegar honum var boðið í brúðkaup þeirra Pamelu og Jesse Sargent ákvað hann að bjóða með sér ljósmyndaranum Adam Biesen- thal til þess að gera brúð- kaupsmynd- ina sem eftirminni- legasta. Lét hann brúð- hjónin ásamt gestum hlaupa og öskra á grænu engi þegar myndin var tekin. Seinna var bætt við stórri grameðlu að elta brúð- hjónin. Sló í gegn í brúðkaupi SÆTIR SÖNGFUGLAR Myndin fylgir sögu ungu piltanna í sveitinni The Four Seasons en Eastwood leggur áherslu á myrkar hliðar frægðarinnar. Leikarinn og grínistinn Ricky Gervais hefur staðfest að hann sé að búa til leikna heimildar- mynd um skrif- stofumanninn David Brent. Bresku þættirnir The Office slógu í gegn á heims- vísu á sínum tíma en myndin mun bera nafnið Life on the Road og munu tökur hefjast í Bret- landi á næsta ári. The Offi ce á hvíta tjaldið TRÓNIR Á TOPPNUM Leikkonan frækna Sandra Bullock hefur gert garðinn frægan með myndum á borð við The Heat, The Proposal og Gravity. MYND/EINKASAFN Leikkonan Sandra Bullock hefur svo sann- arlega lifað tímana tvenna en hún gekk í gegnum tímabil þar sem hver myndin eftir aðra gekk ekki upp. Má þar nefna myndina All About Steve sem var ein tekjulægsta mynd í sögu Hollywood. Hins vegar eftir að hafa leikið aðalhlut- verkið í myndum á borð við The Prop- osal, The Blind Side, The Heat og Grav ity er hún nú launahæsta leikkonan í Holly- wood með 51 milljón Bandaríkjadala í árs- laun sem samsvarar tæpum sex milljörð- um íslenskra króna. Á hæla henni kemur Jennifer Lawrence í öðru sæti með 34 milljónir Bandaríkjadala og Jennifer Aniston í þriðja með 31 milljón. Allt kemur þetta fram í árlegum lista yfir tekjuhæsta fólk Bandaríkjanna í tímaritinu Forb es. Mörgum þykir það þó sorglegt að ef bornar eru saman tekjur leikkvenna og karlkyns leikara í Hollywood þá er þar töluverður munur á. Í Forbes má sjá ef bornar eru saman heildartekjur 10 tekjuhæsta karl- leikaranna, sem eru 419 milljónir Banda- ríkjadala eða um 50 milljarðar íslenskra króna, og heildartekjur 10 tekjuhæstu leikkvennanna, sem eru um 226 milljón- ir Bandaríkjadala eða um 25 milljarðar íslenskra króna, að laun kvennanna eru um helmingi lægri. - bÞ Sandra Bullock tekjuhæst allra leikkvenna Tímaritið Forbes gaf út lista yfi r tekjuhæstu leikarana og þar trónir Sandra Bullock á toppnum meðal kvenna. Svo virðist sem leikkonan Zoe Saldana sé að yfirtaka ævin- týramyndaheiminn. Auk þess að hafa leikið í nýju ofur- hetjumyndinni Guardians of the Galaxy er ýmislegt á dag- skránni hjá leikkonunni. Má þar nefna Star Trek 3, Avatar 2 og hefur hún ýjað að því að hún muni koma að nýju verkefni hjá ofurhetjurisan- um Mar- vel. Avatar 2 er á leiðinni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.