Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 54
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Vegitariana- og Buona salute-píts- urnar á Gömlu smiðjunni, því að í pítsum eru þeir bestir! Áslaug Rún Magnúsdóttir, tónlistarkona BESTI BITINN – Reykjavík – Akureyri – E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – KOMDU NÚNA – TAXFREE DAGAR 20,32% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. AROS stóll, margir litir IVV SPEEDY skálar, 6 í setti TAXFREE VERÐ! 12.741 KRÓNUR SÍÐUSTU DAGAR EKKI MISSA AF ÞESSU BRIGHTON – 3JA SÆTA SÓFI – EIK & LEÐUR TAXFREE VERÐ!254.972KRÓNUR TAXFREE VERÐ! 10.350 KRÓNUR SÓFAR | SÓFASETT | HÆGINDASTÓLAR | SÓFABORÐ | BORÐSTOFUBORÐ | BORÐSTOFUSTÓLAR | SVEFNSÓFAR | BORÐSTOFUSKÁPAR | BAKBORÐ | HORNBORÐ | ALLSKONAR-SMÁVARA | O.FL. | O.FL. „Svona slagsmál eru náttúrulega ekki kúl og við sjáum þetta best sem erum uppi á sviðinu. Við viljum sýna gott fordæmi og ákváðum því að hætta að spila þangað til að þessum slagsmálum lauk,“ segir Unn- steinn Manuel Stefánsson, söngvari hljómsveitarinn- ar Retro Stefson. Sveitin sýndi gott fordæmi með því að gera hlé á tónleikum sínum á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Eins og flestir vita er tónlist hljómsveitarinnar mjög dansvæn og því ekki ósennilegt að fólk rekist hvert utan í annað þegar margir eru á dansgólfinu og getur það oft skapað ónot manna á milli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það brjót- ast út slagsmál á tónleikum hjá okkur en þetta er allt- af óþægilegt og vildum við sýna fólki að þetta sé ekki í lagi og við líðum ekki svona,“ segir Unnsteinn Manu- el og hvetur aðra tónlistarmenn til að gera slíkt hið sama þegar slagsmál brjótast út. Unnsteinn Manuel segist hafa skemmt sér mjög vel á hátíðinni en hafi þó misst af brekkusöngnum og sjái eftir því. „Logi bróðir var í brekkusöngnum og skemmti sér konunglega en ég var því miður bara í gufubaði og rétt náði restinni. Það var gaman að sjá alla syngja svona saman og karókífílingurinn var flottur,“ segir Unnsteinn Manuel, sem ætlar ekki að láta brekkusönginn fram hjá sér fara næst. Tónleikar Retro Stefson í Eyjum voru þeir síðustu í bili. „Við erum komin í smá frí núna og ætlum að einbeita okkur að því að búa til nýtt efni.“ - glp Stoppuðu vegna slagsmála Hljómsveitin Retro Stefson gerði hlé á tónleikum sínum á Þjóðhátíð um helgina þegar slagsmál brutust út í áheyrendaskaranum og biðu uns ofb eldismennirnir róuðust. BURT MEÐ BARSMÍÐAR Unnsteinn Manuel og félagar hans í Retro Stefson gerðu hlé á tónleikum sínum þegar að slagsmál brutust út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við erum báðir miklir matar- fíklar og sælkerar og okkur hefur lengi langað til þess að búa til eitthvað saman,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson, en hann og annar körfuknattleiksmaður, Pavel Ermolinskij, opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum í miðbæ Reykjavíkur, á horni Spítalastígs og Bergstaðastrætis, nánar til- tekið Bergstaðastræti 14. „Pavel á nú upphaflega hugmyndina að búðinni. Það er svo mikið að gerast í miðbænum í dag, mikið líf og okkur fannst vanta svona ekta hverfis- búð í miðbæinn. Staðsetning- in er alveg mögnuð,“ segir Jón Arnór. Þeir félagar eru nú á fullu þessa daga na að standsetja búð- ina og gera ráð fyrir að hún verði opnuð eftir um það bil tvær vikur. Jón Arnór, sem spil- ar körfuknattleik með CAI Zaragoza á Spáni, á þó í erfiðleikum með að afgreiða í búðinni yfir vetrartímann þegar körfuboltatíma- bilið er í gangi. „Það er synd að við náðum ekki að opna fyrr í sumar, það hefði verið gaman að vera með svuntuna og afgreiða en ég mun hins vegar gera það þegar ég kem heim í fríum. Pavel ætlar að standa vaktina með svuntuna á milli leikja og æfinga,“ segir Jón Arnór en Pavel leikur með KR og því stutt að skreppa. Þeir félagar ætla sér að bjóða upp á gæðahráefni og meðal ann- ars eigin sósu. „Við erum mikl- ir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið,“ segir Jón Arnór og hlær. Körfuknattleiks- kapparnir njóta einnig aðstoðar fagfólks í vali á hráefni og á uppsetningu búðarinnar. „Hafsteinn Júlí- usson hjá HAF studio hjálpaði okkur að hanna rýmið, gera það smekklegt og flott. Við verðum svo í samstarfi við veit- ingastað- inn Snaps í hráefnis- vali,“ bætir Jón Arnór við. gunnarleo@frettabladid.is Körfuboltastjörnur opna sælkeraverslun Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij opna á næstu vikum kjöt- og fi skbúð í miðbæ Reykjavíkur og ætla setja á sig svuntu á milli leikja. „Þetta verður mega stuð,“ segir Natalie Gunnarsdóttir plötusnúð- ur, ein þeirra sem koma fram í Club Soda-danspartíinu sem fer fram á skemmtistaðnum Dolly um helgina. Þetta er fimmta árið í röð sem aðstandendur Club Soda fagna Gay Pride-helginni með þéttri tón- listardagskrá, en viðburðurinn hét áður Reif í rassinn. „Til að byrja með vildum við bjóða upp á þann valmöguleika að geta farið á fleiri en einn stað á Gay Pride og bjóða upp á aðeins meiri fjölbreytni,“ segir Natalie, sem þeytir skífum á laugardagskvöld undir heitinu DJ Yamaho. „Þetta hefur alltaf gengið svo vel og verið svo skemmtilegt að við höfum alltaf gert þetta aftur. Þetta er eiginlega orðið að föstum lið.“ Í ár bætist hipphopp-tónlist inn í dagskrána, sem fyrst og fremst hefur einkennst af danstónlist und- anfarin ár. Bandaríski rapparinn Zebra Katz mun flytja rímur fyrir tónleikagesti og einnig stíga á svið rappsveitin Þrjár basískar og plötu- snúðurinn DJ Gay Latino Man mun spila vel valið hip-hop. „Við ætlum að vera bara með hipp- hopp á efri hæðinni og svo á þeirri neðri verður brjáluð danstónlist allt kvöld,“ segir Natalie. „Ég lofa mjög, mjög góðri skemmtun, það er alltaf ógeðslega gaman.“ - bá Megastuð á Dolly um helgina Danshátíðin Club Soda verður haldin í tilefni í Gay Pride í fi mmta sinn í ár. ÞEYTIR SKÍFUM Natalie lofar „mjög, mjög góðri skemmtun“. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Juan Solo Gay Latino Man DJ Yamaho DJ Manny Kitty Von Sometime Andy Butler DJ Set Í fyrra spiluðu: Við erum miklir sælkerar og ætlum að leggja mikið upp úr hráefninu, íslensku og erlendu. Við verðum líka með meðlæti og ætlum að vera með okkar eigin sósur, sem verða frábærar á bragðið. KÚL KÖRFUBOLTAMENN Pavel Ermo- linskij og Jón Arnór Stefánsson opna kjöt- og fiskbúð á næstu vikum. Þeir munu án efa vera með körfbolta kláran undir borðinu á milli anna í búðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.