Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 12
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél án klakavélar kr. 179.900 með klakavél kr. 399.900 KYNNINGARVERÐ STJÓRNSÝSLA Átta fornleifafræð- ingar gagnrýna vinnubrögð Minja- stofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og sam- keppnislög. Dr. Bjarni F. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fornleifafræðistofn- unar, segir í samtali við Fréttablað- ið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verk- efni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftir- lit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart tal- ist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofn- un taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér. „Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni. Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðar- lausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðil- ar, sams konar mál, fái mismun- andi meðferð hjá opinberri stofn- un sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. Kristín Huld Sigurðardóttir, for- stöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. fanney@frettabladid.is Segja Minjastofnun fara á skjön við lög Átta fornleifafræðingar gagnrýna Minjastofnun Íslands harðlega. Stofnunin sinni verkefnum sem eigi að vera á hendi sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga án þess að taka gjald fyrir. Opinberar stofnanir geti ekki haft eftirlit með sjálfum sér. FJÁRHÚSA- RÚST Fornleifa- fræðingarnir segja að hætta sé á að minjav- arsla fari marga áratugi aftur í tímann. MYND/AÐSEND BANDARÍKIN George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sat á meðal eiginkvenna afrískra þjóðarleiðtoga á makaráðstefnu sem fram fór í gær. Verndari ráðstefnunnar var Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, og Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú. Á ráðstefn- unni var fjallað um áhrif maka á stjórnarhætti þjóðarleiðtoga. Einnig var rætt um samstarf opinberra aðila og einkaaðila á sviði menntunar, heilbrigðismála og efnahagsmála. - jhh George W. Bush yngri fundaði með afrískum áhrifakonum: Makar þjóðarleiðtoga hittust Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Vel fór á með forsetanum fyrrverandi og eiginkonum afrískra þjóðarleiðtoga á fundinum í gær. NORDICPHOTOS/AFP DÝRALÍF Endur eiga verulega erfitt uppdráttar á Reykjavíkurtjörn og ljóst að flestar andartegundir deyja út ef ekkert er að gert. Þetta segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun Íslands. Hann hefur nýlokið talningu þar og þó að hún komi aðeins skár út en í fyrra er ekki mikið tilefni til kæti. Sex andartegundir verpa á Tjörn- inni en þar af eru þrjár við það að deyja út; duggönd, gargönd og æður. Ástæðurnar eru margar, til dæmis afrán frá hrafni og köttum, mávar gleypa síðan unga, varpland skrepp- ur saman í Vatnsmýrinni og svo er fæðuskortur og samkeppni við aðgangsharða mávana erfið. Gleðitíðindin eru þó þau að urtönd hefur orpið á Tjörninni en það er í fyrsta sinn sem það gerist. Hún er þó árlegur gestur þar að vetrartíma. Ólafur Karl segir þó að helstu gleðitíðindin séu þau að borgar- yfirvöld hafi látið af afskiptaleysis- stefnu sinni í þessum málum en hún myndi ganga af þessu fuglalífi dauðu. Þessi nýja stefna birtist til dæmis í því að þrjátíu æðarungum var sleppt í Vatnsmýrinni í sumar og er fæði komið til þeirra nú, þótt markmiðið sé að þeir lifi sem villtir fuglar í framtíðinni. - jse Fuglafræðingur segir að harðæri ríki hjá öndunum á Tjörninni og löngu sýnt að þær þrífist engan veginn án inngrips: Þrjár af sex andartegundum á Tjörninni að deyja út 1980 2014 Æður 110 6 Duggönd 50 6 Gargönd 23 1 Fjöldi kolla FUGLALÍF Á TJÖRNINNI Það er ekki sjálfgefið að fuglalíf kryddi mannlífið í miðborg Reykjavíkur. STJÓRNMÁL Alþingi verður sett þann 9. september og er málaskrá ríkis- stjórnarinnar í vinnslu. Ljóst er að miklar breytingar verða á húsnæð- iskerfinu, velferðarþjónustunni og tekið verður á umgengni á ferða- mannastöðum svo eitthvað sé nefnt. Haustþingið hefst annan þriðju- dag í septembermánuði og er vinnsla stóru málanna í fullum gangi hjá ríkisstjórninni. Málaskrár eru enn ekki fullbúnar og tæmandi en sumt er þó þegar ákveðið. Ýmis mál urðu út undan á síð- asta þingi. En að frátöldu fjárlaga- frumvarpinu snúast stærstu þing- mál stjórnarinnar sem þegar eru ljós um meiriháttar endurskipu- lagningu í húsnæðismálum. Þar má nefna ný húsnæðislánafélög, lög um húsaleigu og húsnæðis- samvinnufélög verða innleidd sem og nýtt húsnæðisbótakerfi. End- urskoðuð verða lög um greiðslu- aðlögun einstaklinga og vegna yfirskuldsettra fasteigna. Þá eru boðaðar miklar breytingar á barnaverndarmálum og yfirstjórn þeirra og málefnum fjölskyldna, svo sem fæðingarorlofsmála. Stór og umdeild mál koma aftur inn í þingið. Endurskoðuð náttúru- verndarlög verða lögð fram, sem taka meðal annars á umgengni og gjaldtöku á ferðamannastöðum, og í þeim á að skapa sátt um þá staði sem falla undir svokallaðan almannarétt. - lb Húsnæðismál, barnaverndarmál og fæðingarorlofsmál á þingi fyrir jól: Stór mál eru væntanleg í haust SÁTTIR Það bíður forseta Alþingis ærið verkefni á næsta þingi enda mörg umdeild mál sem bíða. MANNÚÐARMÁL Samtökin Amnesty International segja að hryllileg myndskeið, ljósmynd- ir og vitnisburðir sem samtökin hafi tekið saman varpi ljósi á ný sönnunargögn um stríðsglæpi, þar á meðal aftökur án dóms og laga og önnur alvarleg mannrétt- indabrot í Norðaustur-Nígeríu, á meðan barátta hersins gegn Boko Haram og öðrum vopnuðum hópum stigmagnast. Þau segja að myndskeiðin, sem fengin voru með hjálp fjölmargra heimildarmanna í ferð til Borno- fylkis, afhjúpi ljóslifandi sönnun- argögn um fjölmarga stríðsglæpi sem eiga sér stað í Nígeríu. - jhh Ný myndskeið lýsa hryllingi: Aftökur án dóms og laga Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Dr. Bjarni F. Einarsson, fornleifafræðingur BANDARÍKIN Einn þekktasti bar- áttumaður gegn tóbaksnotkun, læknirinn Jesse Steinfeld, lést í fyrradag. Hann var 87 ára að aldri. Steinfeld er þekktastur fyrir að vera fyrsti skurðlæknirinn sem var rekinn úr starfi eftir að hafa barist gegn tóbaksneyslu í Banda- ríkjunum. Hann fékk heilablóðfall fyrir mánuði og dvaldi á hjúkr- unarheimili þegar hann dó. Susan Steinfeld, dóttir Jesse, segir við AP-fréttastofuna að faðir hennar hafi lagt grunninn að betra lífi almennings og gert heiminn betri. Hann var aðalskurðlæknir Nixons og það var forsetinn sem rak hann úr embætti. - jhh Hugsjónamaður fallinn frá: Barðist hart gegn tóbaki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.