Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.08.2014, Qupperneq 20
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Helsta ógn mannlífs er án vafa hnattræn hitun og breytingar á umhverfi henni sam- fara. Við horfum á mikil veðrabrigði, bráðn- um jökla, hækkun sjávarborðs og líkindi á pólitískum óstöðugleika. Ástæða þessa er öllum ljós og óhrakin, en það er losun koltvísýrings og annarra efna sem hafa áhrif á lofthjúp jarðar. Af þessum sökum er t.d. áætlað að Vatnajökull muni hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum hann á næstu 100 árum eða svo. Því kom það á óvart að heyra að það væri ákvörðun Þjóðgarðsins að það mætti ekki kynda með viði í skálum innan þjóðgarðsins heldur einungis með innfluttu gasi. Við dvöl í Múlaskála nýverið stakk þetta sérstaklega í augu. Á því svæði eru þó nokkrir birki- skógar og slatti af trjám sem á hverju ári brotna undan snjó og því mikið af viði sem grotnar niður. Þessi viður sleppir út sama koltvísýringsmagni hvort sem hann fúnar úti eða er brenndur inni í kamínu. Þar sem hann vex á svæðinu telst hann ekki hafa áhrif á losun CO2 (aðrir skálar á okkar leið voru kyntir með afgangstimbri og grisjun- arviði sem ekki eykur heldur CO2-losun). Gaskútarnir sem notaðir eru til upphit- unar eru hins vegar aukning á CO2-losun. Bæði gasið sjálft, flutningur þess frá útlönd- um og á kútum fram og til baka innanlands. Það er léleg skýring, bæði skammsýn og sjálfhverf, að við Íslendingar séum svo fá að CO2-losun okkar skipti ekki máli. Þetta er sameiginlegt vandamál jarðarbúa og þar með verkefni mannkynsins alls. Við losum hvað mest allra þjóða per íbúa og því má ekki gleyma að öll samfélög eru byggð upp af minni einingum sem gætu þá eins sagt að „við erum svo fá að okkar hlutdeild skiptir ekki máli“. Það að skálar með opnum gashit- urum eru ekki eins þurrir og jafn gott skjól regnvotum ferðlöngum, er svo bara kornið sem fyllti mælinn. Því skora ég á Vatnajökulsþjóðgarð að endurskoða þessa ákvörðun með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi. Það skal tekið fram að við fengum frá- bærar móttökur og aðstoð landvarðar og því ekki verið að kvarta undan starfsfólki Þjóð- garðsins né öðrum aðbúnaði. Er Vatnajökulsþjóðgarður umhverfi ssóði í sjálfseyðingu? UMHVERFISMÁL Lárus Elíasson framkvæmdastjóri ➜ Því kom það á óvart að heyra að það væri ákvörðun Þjóðgarðsins að það mætti ekki kynda með viði í skálum innan þjóðgarðsins. KIA Sportage 2WD árgerð 2012 Ekinn 70.000km. Virkilega vel með farinn og fallegur bíll. Tilboðsverð 3.850.000kr. Upplýsingar í síma 863-9944 Ekki benda á mig Þeir Sveinn Guðmundsson, yfir- læknir Blóðbankans, og Þórólfur Guðnason, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, benda hvor á annan varðandi hver það er innan heilbrigðisgeirans sem ber ábyrgð á reglum sem banna samkyn- hneigðum karlmönnum að gefa blóð. Forsvars- menn Hinsegin daga vöktu í fyrradag athygli á þessu misræmi með því að hvetja fólk til að gefa blóð fyrir hönd þeirra sem er það ekki heimilt. Í sam- tali við Fréttablaðið í gær sagði Þórólfur það í höndum Blóðbankans að setja reglur um málið en yfirlæknir Blóð- bankans vísaði einfaldlega á heilbrigðisyfirvöld. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjón- ustu fara með málið. Það er ekki skrítið að lítið gerist í þessum málaflokki á meðan helstu yfirmenn í blóðgjafaþjónustu kannast ekki við að koma nokkuð að ákvarðanatöku um hverjir mega gefa blóð. Huldunefnd Umrædd ráðgjafar- nefnd um fagleg mál- efni í blóðbankaþjónustu er einmitt meðal annarra skipuð fulltrúa sótt- varnalæknis, af heilbrigðisráðherra og hefur yfirlæknir blóðbanka rétt til setu og þátttöku á fundum hennar. Nefndin hefur starfað frá árinu 2006 eða í átta ár. Það verður að teljast merkilegt að hvorki yfirlæknir Blóðbankans, yfirlæknir sóttvarna né heilbrigðisráðherra sem rætt var við í gær kannist við ábyrgð sína á umfjöllunarefninu. fanney@frettabladid.is J óna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarið skrifað áhugaverðar greinar um Evrópumál í Fréttablaðið. Í einni slíkri sem birtist í gær bendir hún á þversögnina sem felst í því að í svokallaðri Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stóreflda hagsmunagæzlu Íslands á vettvangi EES-samningsins, en um leið leggur stjórnarliðið ofuráherzlu á niðurskurð í utanríkisþjónustunni. (Nema þegar kemur að skipan stjórnmálamanna í sendiherra- stöður, mætti bæta við.) „Þversögnin verður þeim mun vandræðalegri þegar horft er til þess hversu illa Íslandi gengur að innleiða EES-löggjöf,“ skrifar Jóna. Hún rifjar upp að Ísland stendur sig verst allra EES- ríkjanna í innleiðingu Evrópulöggjafarinnar. Í byrjun marz var sagt frá því að í lok síðasta árs hefði Ísland enn ekki innleitt 3,2 prósent EES-reglna, samkvæmt yfirliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Eins og Jóna bendir á þýðir þetta að íslenzkir borgarar og fyrir- tæki búa ekki við sama reglu- verk og gildir í öðrum ríkjum EES. Dráttur á innleiðingu löggjafar leiðir líka til tímafrekra og kostnaðarsamra málaferla fyrir EFTA-dómstólnum. Stuttu eftir að þessar vondu tölur voru birtar í marz birti ríkis- stjórnin „Evrópustefnu“ sína, þar sem sett er fram áætlun um að vinna á innleiðingarhallanum, meðal annars til þess að mann- skapur stjórnsýslunnar, sem ætti að vera að gæta að hagsmunum Íslands á upphafsstigum löggjafarferlis Evrópusambandsins, losni úr verkefnum vegna tafa á innleiðingu. Í áætluninni er kveðið á um að á fyrri hluta næsta árs verði „innleiðingarhallinn“ kominn undir eitt prósent. Samkvæmt nýjustu tölum, sem birtust í síðasta mánuði, hefur staðan hins vegar ekki skánað mikið; talan lækkar um 0,1 prósentustig. Í „Evrópustefnunni“ eru fleiri metnaðarfull markmið um að gæta hagsmuna Íslands á fyrri stigum löggjafarferlisins, stór- fjölga fundum sem ráðherrar og embættismenn sæki í þágu slíkrar hagsmunagæzlu og efla samráðið við hin EFTA-ríkin. Og þar er líka setning um að utanríkisráðherra muni gera tillögur um hvernig megi „styrkja starf einstakra fagráðuneyta og við sendiráð Íslands í Brussel“. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Undanfarin ár hefur sendiráðið í Brussel verið veikt verulega. Jóna Sólveig bendir á að þar starfi nú aðeins þrír fulltrúar fagráðuneyta. Þeir voru einu sinni sjö til átta. Jóna ber þetta saman við sendiráð Noregs í Brussel, þar sem 30 af 50 starfsmönnum vinna í EES-tengdum málum. Samt er það svo að norsk stjórnvöld telja sig í raun hafa fremur takmörkuð áhrif á löggjöf ESB. Markmið „Evrópustefnu“ ríkisstjórnarinnar hvað EES- samninginn varðar nást ekki nema talsverð vinna, mannskapur og peningar verði sett í málið. Fyrsta verkefnið er að tryggja að Ísland standi sig sem hluti af einsleitu efnahagssvæði þar sem sömu reglur gilda. Í „Evrópustefnunni“ er það réttilega sagt varða „ítrustu hagsmuni“ íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja. Önnur þversögn í málinu er þó sú að slíka einsleitni myndu ýmsir stjórnarliðar kalla „aðlögun“ að Evrópusambandinu. Flott markmið en peningana vantar: Þversagnakennd Evrópustefna Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.