Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 10
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 TÍMINN NÝTTUR Það hefur viðrað vel í höfuðborginni undanfarna daga. Þau Helgi Grétar Kristinsson, Arnar Óskarsson, Unnur Malín Sigurðardóttir og Ævar Örn Bragason nýttu tímann til að mála verk eftir Erró á vegg hússins við Álftahóla 4-6 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA Verk Errós tekur á sig mynd í Breiðholti Vígamenn hörfa frá Líbanon 1 LÍBANON Hluti þeirra sýrlensku uppreisnarmanna sem náðu bænum Arsal í Líbanon á sitt vald í síðustu viku hefur nú yfirgefið bæinn. Sólarhrings vopnahléi var lýst yfir á svæðinu í gær en fyrri tilraunir til vopnahlés hafa farið út um þúfur. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hyggjast veita einn milljarð Bandaríkja- dala til að styrkja líbanska herinn í baráttunni við vígamennina. Tugþúsundir almennra líbanskra borgara og sýrlenskra flóttamanna eru fastir í borgum og bæjum á bardagasvæðinu. Hryðjuverkaárás í Bagdad 2 ÍRAK Tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í hverfi sem er að mestu byggt sjítum í gærkvöldi. Samkvæmt íröskum yfirvöldum létust 27 í árásunum. Hryðjuverka- samtökin ISIS hafa verið í mikilli sókn í norðurhluta Íraks en þau náðu borginni Mósúl undir sína stjórn fyrr í sumar. ISIS-samtökunum er stýrt af súnnítum. Coulson kærður fyrir meinsæri 3 BRETLAND Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri breska blaðsins News of the World, hefur verið kærður fyrir að ljúga í réttarsal. Coulson bar vitni í réttarhöldum yfir skoska þingmanninum Tommy Sheridan. Fyrr í sumar var Coulson dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir símhleranir News of the World. Blaðið hleraði síma fjölda þekktra einstaklinga. Coulson var einn ráðgjafa Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en Cameron rak Coulson úr starfi vegna hlerunarmálsins. Havaí í hættu 4 BANDARÍKIN Íbúar á Havaí búa sig nú undir tvo hitabeltisstorma sem riðið gætu yfir eyjaklasann á næstu dögum. Vatn, klósettpappír og aðrar nauðsynjar hafa rokið úr hillum verslana og óttast eyjaskeggjar hið versta. Óalgengt er að stormar eða fellibyljir ríði yfir eyjarnar. „Havaí er lítið skotmark í stóru hafi,“ sagði Eric Lau, veðurfræðingur bandarísku veðurstofunnar á Honolúlú. Aðeins þrír hitabeltisstormar hafa farið yfir eyjarnar frá árinu 1950. HEIMURINN 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.