Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 8
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Framleiðni í sjávarútvegi á Aust- fjörðum hefur vaxið um 20% að meðaltali á ári frá 2005; mun meira en í greininni og í öðrum atvinnu- greinum á landsvísu. Umfang sjáv- arútvegs þar eystra er 4,2% af landsframleiðslu þegar allt er talið; rúmlega þrefalt framlag landbúnað- ar á Íslandi. Sérstaða greinarinnar á Austfjörðum liggur í veiðum og vinnslu uppsjávartegunda. Þetta er á meðal þess sem fram kem ur í skýrslu um um fang sjáv- ar út vegs á Austfjörðum sem hag- fræðineminn Ásgeir Friðrik Heim is son vann fyr ir Austurbrú í samstarfi við Útvegsmannafélag Austurlands. „Þessu til viðbótar má nefna að með aukinni framleiðni greiða aust- firsku fyrirtækin allnokkru hærri laun en gengur og gerist. Síðan heggur maður eftir því hvað fyrir- tækin borga mikið í opinber gjöld,“ segir Ásgeir og bætir við að án vafa sé mikil verðmætasköpun í sjávar- útvegi undirstaða batnandi lífskjara þar undanfarinn áratug. Í skýrslunni kemur fram að laun voru að meðaltali 7,8 milljónir króna í fiskvinnslu og 16,6 millj- ónir í fiskveiðum árið 2012. Það ár var meðaltalið á landsvísu 7,2 millj- ónir í fiskvinnslu og 12,2 milljónir í fiskveiðum. Sjávarútvegsfyrirtæk- in á Austfjörðum greiddu tæp níu prósent af tekjuskatti lögaðila árið 2012; eða um 4,5 milljarða það ár. Áhrif Fjarðaáls Í formála skýrslunnar segir Ásgeir að bent hafi verið á að sjávarút- vegur sé ekki eins mikilvægur Aust- firðingum og löngum var, vegna til- komu Alcoa Fjarðaáls. Rannsókn á umfangi greinarinnar og mikilvægi hennar sé því vert verkefni, ekki síst í því samhengi. Það hafi gleymst á sama tíma að þriðja stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins, Síldar- vinnslan, hefur höfuðstöðvar sínar í Neskaupstað, ásamt fleiri sterkum fyrirtækjum. Í þessu samhengi er vert að nefna að Ásgeir metur að allt að 45% allra starfa á Austfjörðum tengist sjáv- arútvegi beint eða óbeint; um 13% starfa á Austfjörðum eru beintengd greininni. „Samkvæmt gögnum frá Byggðastofnun þykir líklegt að sjáv- arútvegurinn á Austfjörðum hafi að meðaltali seinustu ár verið 24% af hagkerfi Austurlands og var hlut- fallið orðið 37% árið 2012,“ segir Ásgeir en slær varnagla við þess- ari niðurstöðu vegna ónógra gagna. „Því fer fjarri að sjávarútvegur- inn hafi misst vægi sitt eftir tilkomu álversins. Það sem hefur gerst er að mikil hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútvegi og álverið hjálpaði til við það. Álverið hefur til dæmis stutt við þessa þróun í samhengi við tæknivæðingu og fleira sem skýr- ir hagræðingu og framleiðniaukn- ingu. Það hefur komið í staðinn og tilkoma Alcoa Fjarðaáls hjálpaði mikið til við að gera þá hagræð- ingu sem átt hefur sér stað mögu- lega og jafn átakalausa og raun ber vitni,“ segir Ásgeir. Hann bætir við að hærri laun megi að nokkru skýra með þessu, enda fylgja tæknivæð- ingu fleiri og betur borgaðar stöð- ur heilt yfir séð. „Allt þetta hjálp- ar líka til við að halda ungu og vel menntuðu fólki á svæðinu, öfugt við það sem áður var.“ Sérstaðan Hlutur hafna á Austfjörðum er mun meiri en sem nemur úthlutuðu afla- marki fyrirtækjanna á svæðinu og var árið 2012 landað þar 36,8% af þeim afla sem landað var á Íslandi í tonnum talið. Til samanburðar þá var 15,9% alls afla landað í Vest- mannaeyjum og 10,7% í Faxaflóa- höfnum það ár. Þegar þessar tölur eru umreiknaðar í þorskígildi þá er hlutfallið fyrir Austfirði 19,7% og 17,1% fyrir Faxaflóahafnir, svo dæmi sé tekið. Þegar aflatölur fyrir Austfirði eru bornar saman við stórar lönd- unarhafnir á öðrum landsvæðum sést að uppsjávarfiskur hefur lang- mest vægi þar og var 51% af heild- aruppsjávarafla landsins landað þar árið 2012. Mest er landað af botn- fiski í Faxaflóahöfnum en 18,5% af botnfiskaflanum var landað þar árið 2012, 8,4% í Vestmannaeyjum og 6,6% á Austfjörðum. Mikill vöxtur í sjávarútvegi á Austfjörðum, miðað við aðra lands- hluta, verður því fyrst og síð- ast skýrður með því hversu mjög greinin á svæðinu byggir á upp- sjávarveiðum og vinnslu, þá bæði til manneldis og mjöl- og lýsisfram- leiðslu. Fiskimjölsverksmiðjurnar á Austfjörðum tóku til dæmis á móti 54% alls afla sem landað var til mjöl- og lýsisframleiðslu árið 2012. Ásgeir skrifar: „Verð á uppsjáv- artegundum og mjöli og lýsi hefur hækkað mjög mikið seinustu ár og ofan á það hafa uppsjávarveið- ar aukist, eða um 25% síðan 2006. Þessar tvær breytur vega mjög þungt í því að útskýra af hverju vöxtur sjávarútvegs hefur verið eins mikill og raun ber vitni og mun meiri en að meðaltali á landsvísu og Faxaflóahafnasvæðinu.“ Gestir Þessu til viðbótar má nefna að gestakomur á íslenskum höfnum eru kannski fleiri á Austfjörðum en víð- ast hvar annars staðar, sem enn og aftur er hægt að rekja til uppsjávar- veiðanna. Mörg íslensk skip landa þar sem ekki eru í eigu útgerðanna á svæðinu. Norsk og færeysk loðnu- skip hafa landað á Austfjörðum, en það sem vegur kannski þyngst er starfsemi HB Granda á Vopnafirði. Fyrirtækið landar nær öllum sínum uppsjávarafla á staðnum og hefur staðið fyrir myndarlegri uppbygg- ingu því tengdri. Skapar þúsundir verðmætra starfa Sjávarútvegur á Austfjörðum skilaði 4,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2012, ríflega þrefalt meira en landbúnaður í landinu. Fyrir- tækin greiddu um 9 prósent af tekjuskatti lögaðila það ár. Verðmætasköpun er mikil og framleiðni hefur rúmlega tvöfaldast frá 2005. NORÐFJARÐARHÖFN Síldarvinnslan í Neskaupstað er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hefur mikið með afl greinarinnar að gera á Austfjörðum. MYND/KRISTÍNHÁVARÐS Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Því fer fjarri að sjávarútvegur- inn hafi misst vægi sitt eftir tilkomu álversins. Ásgeir Friðrik Heimisson hagfræðinemi ■ Beint framlag sjávarútvegsfyrirtækja á Austfjörðum árið 2012 var 17% af beinu framlagi sjávarútvegs á landsvísu. ■ Umfang sjávarútvegs á Austfjörðum árið 2012, þegar bein, óbein áhrif og eftirspurnaráhrif eru meðtalin, var 16,7% af heildarumfangi sjávarút- vegs það ár. ■ Sjávarútvegur á Austfjörðum var 4,2% af landsframleiðslu árið 2012. ■ Árið 2012 var 36,7% af afla Íslendinga landað á Austfjörðum, þar af 51% af uppsjávaraflanum. ■ Afli sem hlutfall þorskígilda sem landað var á Austfjörðum árið 2012 var 19,7% af heildarafla á landinu. ■ Aflamark sjávarútvegsfyrirtækja á Austfjörðum fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 var 10,7% af úthlutuðu aflamarki í þorskígildum. ■ Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Austfjörðum var u.þ.b. 46 milljarðar sem gerir 17,3% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2012 og 7,3% af heildar útflutningsverðmæti Íslands það ár. ■ Sjávarútvegsfyrirtækin á Austfjörðum borguðu u.þ.b. 4,5 milljarða í opinber gjöld árið 2012, þar af borguðu þau u.þ.b. 9% af tekjusköttum lögaðila á landinu það ár. ■ Niðurstöður benda til þess að verðmætasköpun sé meiri í sjávarútvegi á Aust- fjörðum en í sjávarútvegi á landsvísu og hefur framleiðni meira en tvöfaldast þar frá árinu 2005 og er hún 15% meiri þar en í sjávarútvegi á landsvísu. ■ Um 620 manns störfuðu beint við sjávarútveg á Austfjörðum árið 2012 sem er 13,2% af störfum á Austfjörðum og nemur það 6,8% af þeim sem störfuðu beint við sjávarútveg í landinu það ár. ■ Í heild voru 3.400 til 4.700 störf í íslenska hagkerfinu vegna starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum árið 2012. HELMINGI LANDAÐ Í AUSTFJARÐAHÖFNUM Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. 20% afsláttur HÚSNÆÐISMÁL Áætlað er að um 800 umsækj- endur verði á biðlista eftir leiguhúsnæði á Stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) svo þær 300 leigueiningar sem teknar voru í gagnið síðastliðinn vetur duga skammt til að svara þörfinni. Árið 2005 voru helmingi færri á biðlista. Úthlutun lýkur á næstu dögum og er útlit fyrir að 1.800 umsóknir komi á borð FS rétt eins og í fyrra. Félagsstofnunin hefur yfir um rúmlega 1.100 leigueiningum að ráða og í þeim búa 1.600 manns eða einungis helmingi fleiri en þeir sem verma biðlistann í ár. Um hundrað stúdentaíbúðir munu þó bætast við haustönnina 2016 en í haust hefjast fram- kvæmdir við bygginguna í Brautarholti, að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafull- trúa FS. Hún segir enn fremur að til skoðun- ar séu fleiri staðir í borginni fyrir byggingu fleiri íbúða, til dæmis á Háskólalóðinni og svo flugvallarsvæðið ef svo skyldi fara í náinni framtíð að byggt yrði þar. Rebekka segir að áður hafi þynnst flokk- urinn á biðlistum eftir að úthlutun íbúða lauk sem gefur til kynna að margir hafi fundið sér annan stað. En síðustu tvö ár hefur þetta hins vegar breyst þannig að biðlistarnir styttast lítið þó líði á skólaárið. - jse Útlit er fyrir að um átta hundruð umsækjendur verði á biðlista eftir stúdentaíbúðum: Nýjar stúdentaíbúðir slá lítt á brýna þörf STÚDENTAGARÐARNIR Á LINDARGÖTU Þeir eru heppnir sem eru undir þaki á Lindargötu. Um átta hundruð manns vildu vera í þeirra sporum. LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem ógn- aði lífi og limum fólks í fyrrakvöld með ofsaakstri á sendibíl hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun að sögn lögreglunnar. Að sögn lög- reglu er unnið að rannsókn máls- ins og er verið með aðstoð vitna að kortleggja leiðina sem maðurinn ók. Eigandi hins stolna sendiferðabíls hefur verið upplýstur um ástand bílsins og hvar hann er niðurkom- inn. Lögreglan gat ekki tjáð sig um hvort hans hefur verið vitjað. – sój / jme Rannsókn langt komin: Vistaður á við- eigandi stofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.