Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.08.2014, Blaðsíða 16
7. ágúst 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Græjaðu skólann! Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / nyherji.is/skolatolvur Lenovo Yoga 2 13,3” Verð: 154.900 kr. Spjald- eða fartölvu? Sameinaðu kosti beggja með einni græju. 360 Lenovo G50 15,6” Verð: 54.900 kr. Stílhrein námstölva á frábæru verði. Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.990 kr. Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi. 18 klst. Allt sem námsmaðurinn þarf „Bestu kaup sem ég hef gert er notuð harmónika af Barnalandi sem ég lærði sjálf að spila á,“ segir út- varps- og tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld. Salka er einn af meðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama sem slegið hefur í gegn í sumar með laginu Hossa hossa. „Ég er rosa glöð með að hafa keypt hana. Ég er búinn að nota hana svo mikið, meðal annars á plötu með hljómsveitinni Útidúr og í útvarpi og sjónvarpi,“ segir Salka, sem greiddi 25 þúsund krónur fyrir harmonikkuna. Salka hafði lítið fyrir því að læra á hljóðfærið. „Ég spilaði á hana á tónleikum með Útidúr viku eftir að ég keypti hana. Dagarnir fram að tónleikunum fóru í að spila fyrir framan spegilinn og læra af Youtube-myndbönd- um. Eftir tónleikana fór ég alveg á fullt að æfa mig,“ segir Salka. -ih „Það er allt komið en í mismiklu magni,“ segir Gunnlaugur Karls- son, formaður Sölufélags garð- yrkjumanna, um framboðið á íslensku grænmeti í verslunum. Nú er sá tími ársins sem hægt er að kaupa allar tegundir af fersku íslenskt grænmeti. „Ágúst er stóri uppskerumán- uðurinn. Gulræturnar eru að fara að detta inn. Framboð af kartöflum kemst í alvöru hámark eftir næstu viku. En það er alltaf áhætta á meðan þetta er í jörðinni enn þá,“ segir Gunnlaugur. Hann segir alltaf ákveðnar sveiflur í vinsældum tegunda. „Það eru tískubylgjur í þessu. Grænkálið er svolítið í tísku núna. Fólk er bæði að steikja það á pönnu og borða það ferskt.“ Hjá garðyrkjubændum kenn- ir ýmissa grasa og segir Gunn- laugur að alltaf séu að bætast við nýjungar. „Hnúðkál er skemmti- leg nýjung sem bættist við fyrir tveimur, þremur árum. Það er stór hópur sem sækir í þetta á hverju ári. Svo er sæt paprika nýjung hjá okkur, hún er ílöng og bragðgóð. Við höfum líka verið að auka framboð á kryddjurtum í pottum.“ Gunnlaugur segir að allur gang- ur sé á því hvort íslenskt græn- meti sé dýrara en erlent. „Það eru bæði dæmi um grænmeti sem er ódýrara og dýrara, sumt er meira að segja mun dýrara en það fer allt eftir tegundum.“ Grænmetisneysla Íslendinga hefur aukist síðustu ár en betur má ef duga skal að mati Gunn- laugs. „Við þurfum að tvöfalda neysluna á grænmeti til að ná manneldismarkmiðum. Þetta er stórt heilsufarsspursmál. En þetta er allt á leiðinni. Þetta verð- ur kannski komið eftir áratug.“ Gunnlaugur segir verslunar- eigendur sífellt verða meðvitaðri um kosti fersks grænmetis. „Það er ákaflega ánægjulegt hve mjög íslenskir kaupmenn kappkosta að bjóða upp á grænmeti.“ Einn þeirra er Úlfur Eggerts- son, verslunar- stjóri Víðis í Skeifunni. Úlfur segir starfs- me n n Ví ð i s finna fyrir mikl- um áhuga neyt- enda á íslensku grænmeti. „Það er mjög mikið hringt og spurt. Það myndast hálfgerð markaðsstemn- ing hjá okkur á þessum tíma. Sérstaklega þegar kartöflurnar koma,“ segir Úlfur og bætir við að allar tegundir íslensks grænmetis séu nú komnar í verslanir Víðis. „Við dönsum af gleði,“ segir Sigvaldi Jónsson, formaður Sam- taka grænmetisæta á Íslandi, um að ferskt, íslenskt grænmeti sé nú að koma inn í verslanir. „Það verður gott að fá græn- meti sem telst nægilega gott til átu,“ segir Sigvaldi sem verður oft fyrir vonbrigðum með erlent grænmeti í verslunum hér á landi. „Grænmetið er rosalega misjafnt, stundum fær maður vöru sem dugar ekki í sólarhring í ísskáp. En sumar verslanir eru betri en aðrar,“ segir Sigvaldi. ingvar@frettabladid.is Íslenskt grænmeti komið í verslanir Formaður Sölufélags garðyrkjumanna segir að nú sé hægt að fá allar tegundir íslensks grænmetis í verslunum. Formaður Samtaka grænmetisæta á Íslandi er ánægður með að fá loksins ætt grænmeti því hið erlenda geti verið æði misjafnt. KENNIR ÝMISSA GRASA Gunnlaugur Karlsson, formaður Sölufélags garðyrkju- manna, segir hnúðkál eiga sér dyggan aðdáendahóp hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SIGVALDI JÓNSSON Það eru tískubylgjur á í þessu. Grænkálið er svolítið í tísku núna. Fólk er bæði að steikja það á pönnu og borða það ferskt. Gunnlaugur Karlsson, formaður Sölufélags garðyrkjumanna NEYTANDINN Salka Sól Eyfeld Notuð harmónika reyndist kjarakaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.