Fréttablaðið - 07.08.2014, Síða 21
FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2014 | SKOÐUN | 21
Fæstir komast í gegnum lífið án
þess að verða fyrir áföllum. Ofbeldi,
alvarleg slys og náttúruhamfarir
eru lífsreynsla sem margir ganga í
gegnum eða verða vitni að. Áföll geta
haft mikil áhrif á líðan og sjálfsmat
fólks og í sumum tilfellum geta áföll
leitt til áfallastreituröskunar (Post
Traumatic Stress Disorder, PTSD).
Einkennum PTSD er oft skipt í
þrjá flokka. Í fyrsta flokki eru ein-
kenni sem fela í sér einhvers konar
endurupplifun áfallsins, til dæmis
uppáþrengjandi minningar eða martraðir
um atburðinn. Í öðrum flokki eru einkenni
sem birtast til dæmis þannig að þolandinn
reynir að forðast að hugsa eða tala um áfall-
ið eða aðstæður sem minna á atburðinn. Í
þriðja flokki eru einkenni ofurárvekni og
neikvæðra hugsana og tilfinninga. Þessi ein-
kenni geta til dæmis komið fram sem mikill
kvíði, depurð, svefnvandi, reiðiköst og ein-
beitingarerfiðleikar.
Einkenni PTSD geta verið áberandi hjá
fólki strax í kjölfar áfalls en oftast dregur
úr einkennum á fyrstu vikunum eftir áfall og
flestir ná bata án nokkurrar meðferðar. Hins
vegar getur verið nauðsynlegt að fá með-
ferð við PTSD ef einkenni eru enn til stað-
ar mánuði eftir áfall. Þær klínísku leiðbein-
ingar sem íslenskir fagaðilar fylgja leggja
til að ef fólk greinist með PTSD eigi að veita
áfallamiðaða hugræna atferlismeðferð eða
EMDR-meðferð, sem er heildstæð sálfræði-
leg meðferð sem þróuð var til að vinna úr
afleiðingum áfalla.
Meðferð sem hæfir aldri
Börnum og ungmennum með alvarleg ein-
kenni PTSD á að veita hugræna atferlismeð-
ferð sem hæfir aldri þeirra og þroska. Ekki
skal veita lyfjameðferð við PTSD nema ef
hugræn atferlismeðferð eða EMDR-með-
ferð hefur verið fullreynd eða ef fólk vill
ekki þiggja önnur úrræði en lyfja-
meðferð. Leiðbeiningarnar byggja
á rannsóknum á árangri af ólíkum
meðferðum og leggja til að þeim
aðferðum sé fyrst beitt sem sýnt hafa best-
an árangur.
Bæði áfallamiðuð hugræn atferlismeð-
ferð og EMDR eru í boði á Íslandi og hafa
margir meðferðaraðilar lært og tileinkað sér
þessar aðferðir. Árið 2013 hélt dr. Patricia
Resick námskeið hér á landi um hugræna
úrvinnslumeðferð við áfallastreituröskun
(Cognitive Processing Therapy) en hún er
einn helsti sérfræðingur heims í hugrænni
atferlismeðferð við PTSD. Þetta meðferðar-
form hefur mikið verið rannsakað og sýnt
góðan árangur. Meðferðin felst meðal annars
í því að unnið er úr hugsunum og tilfinning-
um sem tengjast áföllum og leiðir kenndar til
að breyta því hugarfari sem stuðlar að og við-
heldur einkennum. Námskeiðið var afar vel
sótt og er þessari aðferð nú beitt af sálfræð-
ingum sem það sóttu með góðum árangri.
Með aukinni og opnari umræðu um heim-
ilis- og kynferðisofbeldi og hversu alvarleg-
ar afleiðingar áfalla geta verið munu von-
andi fleiri stíga skrefið að leita sér hjálpar
vegna vanda síns. Ég vil hvetja fólk sem
hefur orðið fyrir áföllum og glímt við ein-
kenni áfallastreitu að kynna sér hvar þeim
úrræðum er beitt sem klínískar leiðbeining-
ar leggja til. Hægt er að leita beint til sál-
fræðinga og óska eftir mati á vandanum og
fá ráðgjöf um hvort og þá hvaða úrræði er
við hæfi.
Sálfræðimeðferð við
áfallastreituröskun
➜ Með aukinni og opnari
umræðu um heimilis- og
kynferðisofbeldi … munu
vonandi fl eiri stíga skrefi ð
að leita sér hjálpar vegna
vanda síns.
HEILBRIGÐISMÁL
Gunnhildur
Sveinsdóttir
sálfræðingur
Ég mun seint gleyma því sem ég
heyrði þegar ég kveikti á útvarpinu
í bílnum á leiðinni heim í gærkvöldi.
Fréttirnar á RÚV voru nýbyrjaðar og
þegar ég stillti á Rás 2 var verið að
segja frá því að vopnahlé hefði hald-
ist á Gaza í dag. Mér leið vel í um það
bil þrjár sekúndur, því næst var sagt
frá Abdel Majed, átta ára strák frá
Gaza, sem á sinni stuttu ævi hefur nú
þegar upplifað þrjú stríð.
Í fréttunum var sagt frá því að um
1.800 Palestínumenn hefðu látið lífið
frá því að átök hófust, enn á ný, á Gaza-svæð-
inu, fyrir tæpum mánuði. Af þessum 1.800
einstaklingum sem hafa látið lífið voru fæstir
í stríði við Ísraelsmenn.
Af þessum 1.800 einstaklingum voru næst-
um því 400 börn. Fleiri en 2.700 börn til við-
bótar særðust, og gert er ráð fyrir því að hátt
í 400.000 börn muni þurfa á bráðri sálfræði-
aðstoð að halda vegna átakanna, til dæmis
þau sem hafa séð fjölskyldur sínar myrtar.
Þeirra á meðal er Abdel, sem var að horfa á
teiknimyndir þegar húsið hans var sprengt
upp af Ísraelsmönnum.
Árið 2012 létust 254 Palestínumenn, þar
af 30 börn í árásum Ísraelsmanna á Gaza.
Árin 2011 og 2010 létu rúmlega 300 Palest-
ínumenn lífið og árin 2008 og 2009 rúmlega
2.000 manns. Svona mætti lengi telja, enda
er hér um áratuga langan hrylling að ræða,
en hátt í 10.000 Palestínumenn hafa látið lífið
frá aldamótunum.
Hvað þarf Abdel að upplifa mörg stríð áður
en alþjóðasamfélagið fer að gera eitthvað af
viti? Hvað þarf Abdel að horfa á marga Pal-
estínumenn deyja áður en ríkisstjórn Íslands
mun þora að taka alvarlega á glæpum Ísraels-
manna? Hvað þarf Abdel að bíða lengi eftir
því að þú gerir eitthvað?
Stuðningur í verki
Íslenskir neytendur geta sýnt andstöðu sína
gegn síendurteknum árásum Ísraels-
manna á heimastjórnarsvæði Palest-
ínumanna, sem hefur kostað þúsundir
óbreyttra borgara, kvenna og barna
lífið, með því að sniðganga ísraelsk
fyrirtæki, vörur og þjónustu, sem og alþjóð-
leg fyrirtæki sem styðja við aðgerðir Ísraels-
manna. Með því sýnum við stuðning í verki
við mannréttinda- og frelsisbaráttu Palest-
ínumanna.
Það er vitað að slíkar aðgerðir hafa áhrif.
Það voru slíkar aðgerðir sem komu apart-
heid-stjórninni frá í Suður-Afríku.
Fjármálaráðherra Ísraels lýsti því yfir á
dögunum að hann hefði verulegar áhyggjur
af aukinni sniðgöngu á ísraelskum vörum
í heiminum. Sagði hann að ef áfram héldi
sem horfði mundi ísraelski efnahagur-
inn verða fyrir miklum skaða, en Ísraelar
eru nú þegar að tapa milljörðum dollara á
sniðgöngu aðgerðum víða um heim. Þá sagði
hann að ef Evrópubúar héldu áfram að snið-
ganga ísraelskar vörur myndi efnahagurinn
í Ísrael horfa á eftir 5,7 milljörðum dollara
og 10.000 störfum nú þegar.
Taktu málin í þínar eigin hendur áður en
Abdel deyr. Ekki kaupa ísraelskar vörur.
Ekki styrkja aðskilnaðarstefnu Ísraels-
manna, hernám þeirra, brot þeirra á mann-
réttindum og alþjóðalögum, kúgun þeirra,
ofbeldi og hryllilega meðferð þeirra á Pal-
estínumönnum. Þannig komumst við einu
skrefi nær því að stöðva þjáningar Palest-
ínumanna.
Ekki gera ekki neitt. Abdel getur ekki
beðið mikið lengur.
Ert þú að styrkja hernám
Ísraelsmanna?
➜ Ísraelar eru nú þegar að tapa
milljörðum dollara á sniðgöngu-
aðgerðum víða um heim.
ALÞJÓÐAMÁL
Sema Erla Serdar
stjórnmála- og
Evrópufræðingur
RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is
VIÐ FRAMLEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM
Framleiðum dýnur og rúm fyrir hótel og gistiheimili
FAGLEG RÁÐGJÖF OG
FRÍ LEGUGREINING
Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu
faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga!
· SUMARÚTSALA ·
30-50% AFSLÁT
TUR
Ítölsk hágæða sófasett
Rým
ing
ars
ala
65%
afs
látt
ur a
f sý
nin
gar
sófu
m