Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 13

Fréttablaðið - 07.08.2014, Side 13
FIMMTUDAGUR 7. ágúst 2014 | FRÉTTIR | 13 SAMFÉLAGSMÁL Minningarstund verður haldin í Viðey í kvöld. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gasa í rúst. Friðarsinninn og listamað- urinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðar súlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga yfir nóttina. Í til- kynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísraels og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendr- að þann 7. ágúst næstkomandi,“ segir í tilkynningu Ono. - jhh Minningarstund í kvöld: Látinna barna á Gasa minnst FAGUR HIMINN Kveikt verður á Friðar- súlunni á morgun. Eldborg 24. ágúst kl. 19:30 Hinn ástsæli fiðlukonsert Tchaikovskys í D-dúr verður fluttur undir stjórn Peter Oundjian af einleikaranum James Ehnes. Að sögn The Guardian er Ehnes einstaklega ljóðrænt undrabarn sem lætur hárin rísa. www.harpa.is/tso Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Rússnesk rómantík í Hörpu Toronto Symphony Orchestra Þjóðarhljómsveit Kanada B ra n d en b u rg RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað svo fyrir að innflutningur á mat- vælum og landbúnaðarvörum frá Evrópusambandsríkjum og Bandaríkjunum verði bannaður eða takmarkaður í eitt ár. Þetta eru viðbrögð hans við refsiaðgerðum Bandaríkjanna og ESB vegna afstöðu Rússa til átakanna í Úkraínu. Fátt bend- ir þó til þess að innflutningstak- markanirnar eigi að verða mjög víðtækar, enda eru Rússar mjög háðir innflutningi á matvælum. Bandaríkin og ESB hafa sakað Rússa um að kynda leynt og ljóst undir ólgunni í austanverðri Úkraínu. Meðal annars eru Rússar sagðir hafa útvegað upp- reisnarmönnum, sem eru hlið- hollir Rússlandi, bæði vopn og sérfræðiaðstoð. Bæði ESB og Bandaríkin hafa samþykkt refsiaðgerðir gegn Rússum, nú síðast aðgerð- ir sem beinast ekki að tiltekn- um einstaklingum heldur heilum atvinnugeirum. Refsiaðgerðirnar eru þegar farnar að bitna á efna- hagsástandinu í Rússlandi, en gætu sem hægast komið niður á efnahagsástandinu á Vesturlönd- um líka vegna samdráttar í við- skiptum við Rússland. Ekkert lát er á hörðum átökum í Úkraínu. Í gær gerði Úkraínu- her í fyrsta sinn loftárás á borg- ina Dónetsk, sem uppreisnar- menn hafa haft á valdi sínu mánuðum saman. - gb Pútín svarar refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins með mótaðgerðum: Takmarkar innflutning á matvælum VLADIMÍR PÚTÍN RÚSSLANDSFOR- SETI Tilkynnti um mótaðgerðir gegn refsiaðgerðum Vesturlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Í tilefni Hinsegin daga mun bókasafn Seltjarnar- ness bjóða gestum að kynna sér fjölbreytt úrval bóka og mynd- banda um samkynhneigða. „Við höfum fundið til efni sem varpar ljósi á hinsegin fólk frá ýmsum sjónarhornum. Ýmist skáldsögur, ævisögur, myndbönd, tímarit eða fræðsluefni,“ segir Soffía Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs bókasafns Seltjarnarness. „Þetta er kjörið tækifæri til að stilla upp þessum bókmenntum sem eru alla jafna ekki mikið frammi,“ bætir Soffía við. - ih Bókasafnið vill efla samstöðu: Hinsegin bækur á Seltjarnarnesi HEILSA Alls hafa 7.880 skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmara- þoni, sem fram fer 23. ágúst. Það er um 7 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu segir að metfjöldi stefni á þátt- töku í maraþoni en 1.037 hafa nú skráð sig. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig. Í fréttatilkynningu frá ÍBR og Reykjavíkurmaraþoni segir að 10 kílómetra vegalengdin sé sem fyrr vinsælasta vegalengdin, en rúmlega helmingur skráðra þátt- takenda stefnir á að hlaupa þá vegalengd eða 4.103. - jhh Styttist í Reykjavíkurmaraþon: Stefnir í nýtt þátttökumet HLAUPIÐ Þúsundir Íslendinga hlaupa á ári hverju í Reykjavíkurmaraþoni FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.